Fótbolti

Guðmundur lagði upp í stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images

Guðmundur Þórarinsson lagði upp fjórða og seinasta mark OFI Crete er liðið vann öruggan 4-1 útisigur gegn botnliði Lamia í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Guðmundur hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á í stöðunni 2-0 þegar rétt um hálftími var eftir af leiknum.

Aðeins mínútu eftir að Guðmundur kom inn af varamannabekknum skoraði liðið þriðja mark leiksins áður en Luiz Phellype breytti stöðunni í 4-0 eftir stoðsendingu frá Selfyssingnum þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Heimamenn klóruðu í bakkann í uppbótartíma, en niðurstaðan var öruggur 4-1 sigur gestanna. OFI Crete situr nú í níunda sæti grísku deildarinnar með 23 stig eftir 22 leiki, en Lamia situr sem fastast á botninum með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×