Firring og bæling Iva Marín Adrichem skrifar 13. febrúar 2023 11:55 Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. Mér eru gerðar upp skoðanir á borð við að vilja heimila pyntingar á transfólki, afneita tilvist þess og útrýma því. Þetta er auðvitað sturlað, og magnað hvernig áróðursvélin í minn garð er drifin af stjórnlausu hatri og reiði. Ég hafði ekki ætlað mér að fara út í opinbera umræðu um önnur málefni en um hnignun tjáningarfrelsis á Íslandi. Í ljósi þess hversu margir hafa haft samband við mig sem skilja ekkert hvað liggur að baki öllum þeim gífuryrðum sem ausið hefur verið yfir mig þessa vikuna, sé ég mig knúna til að útskýra þennann farsa fyrir þeim ykkar sem langar til að skilja. Afvegaleiðing umræðunnar Eins og við var að búast spruttu upp heiftugar umræður í kjölfar þess að ég varpaði ljósi á mismunun sem ég upplifði af hálfu Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ. Á samfélagsmiðlum var kallað eftir dæmum sem gætu sannað þá hatursorðræðu sem ég var sökuð um og þótti tilefni til útskúfunar af opinberri stofnun. Dæmi um athugasemdir sem snúa að Ivu sem hún telur til þess fallna að drepa málum á dreif.skjáskot Þegar andstæðingar mínir urðu þess varir að engar slíkar efnislegar sannanir eru til, varð fólk enn reiðara og þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.Svo það sé alveg skýrt, þá er ég ekki á móti markmiði frumvarpsins heldur er ég gagnrýnin á aðferðina og óskýrt orðalag sem býður upp á margs konar túlkun. Með öðrum orðum, þá hef ég með undirskrift minni lagt til lagfæringar til stuðnings framgangi þessa frumvarps. Frumvarpið sem sætir nú þinglegri meðferð á Alþingi gerir refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum “að láta einstakling undirgangast bælingarmeðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis sem og að framkvæma bælingarmeðferðir, hvetja til eða þiggja fé vegna þeirra.” Viðurlög myndu verða 3 til 5 ára fangelsisvist. Hvað er bælingarmeðferð? Bælingarmeðferð er gamalt hugtak og eru meðferðir sem byggja á þeirri úreltu trú að unnt sé að lækna kynhneigð eða kynvitund fólks. Slíkar meðferðir hafa hér á landi verið í formi samtalsmeðferða en þekkjast erlendis í formi rafstuðs- og lyfjameðferða, dáleiðslu eða jafnvel heilaskurðaðgerða undir nauðung. Augljóslega er slíkt ekki til umræðu hér, enda ekki aðferðir sem hafa verið notaðar á Íslandi. Þetta eru hins vegar lýsingar sem gefnar eru í greinagerð með frumvarpinu og valda því að hægt er að saka mig um að vilja heimila pyntingar á transfólki. Bann við bælingarmeðferðum er gott og þarft mál. Regnbogasamfélög víða um heim hafa tekið málið upp í sínum hagsmunabaráttum síðastliðin ár og er slík lagasetning álitin siðferðislega fordæmisgefandi fyrir ríki sem kenna sig við frjálslyndi. Hafa umræður í kringum þessi mál oftar en ekki orðið heiftug opinber deilumál og leitt til ýmissa útfærslna af umræddu banni við bælingarmeðferðum. Innihald umsagnarinnar Umsögnin sem ég skrifaði undir innihélt efnislega gagnrýni og settar voru fram ábendingar um að brýnt sé að samþykkja ekki frumvarpið í núverandi mynd þar sem þar er ýmislegt sem mætti orða betur og útfæra til að tryggja velferð þess fólks sem það snertir. Í megindráttum innihélt umsögnin eftirfarandi atriði: Bent var á að mikill munur sé á kynhneigð annars vegar og kynvitund og kyntjáningu hins vegar. Þyrfti frumvarpið að innihalda skýrari og afmarkaðri skilgreiningar á þessum hugtökum. Umsögnin lagði til að unnið yrði hliðstætt frumvarp sem legði sérstaka áherslu á kynvitund og kyntjáningu. Er þessi ábending náskyld almennum lögskýringarsjónarmiðum um skýrleika refsikenndra viðurlaga er varða m.a. fangelsisvist. Skýrari skilgreiningar vantar á því hvað nákvæmlega er átt við með hugtökunum bælingarmeðferð og nauðung? Hvers konar og hvaða meðferð og meðferðaraðila er verið að banna með viðurlögum 3 til 5 ára fangelsisvistar? Eins vantar nánari útlistun á stöðu foreldra sem vilja að börnin sín fái samtalsmeðferð þegar upp kemur kynami hjá barni. Mikilvægt er að börn sem hafa ekki náð sjálfræðisaldri, séu ekki frjáls til að hefja kynleiðréttingarferli án samþykkis og aðkomu forráðamanns eða fagaðila sem má spyrja gagnrýnna spurninga án þess að eiga yfir höfði sér fangelsisvist. Vísast hér enn og aftur til krafna um skýrleika refsikenndra viðurlaga. Engin munur er gerður á börnum og fullorðnum. Ef frumvarpið kemur til með að banna samtalsmeðferðir að vilja forráðamanna en ekki barnsins myndi frumvarpið í núverandi mynd gera börnum sem hugsanlega eru samkynhneigð en ekki trans, frjálst að hefja kynleiðréttingarferli án mótbára frá forráðamönnum. Lagt var til að bíða með að láta frumvarpið ná til barna þangað til niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggja fyrir. Umrædd rannsókn fjallar um meðferðir á börnum með aðra kynvitund en þeirra líffræðilega kyn segir til um. Rannsóknin er umfangsmikil og áreiðanleg heimild sem mikilvægt er að horfa til áður en frumvarpið verður samþykkt. Var því ekki lagst gegn framgangi þessa máls heldur þvert á móti vísað til mikilvægis þess að undirbyggja framgang þess með frekari gögnum og rannsóknum á þessu sviði. Verður slíkt einungis til þess fallið að tryggja vandaða málsmeðferð við þinglega afgreiðslu málsins. Ég er ekki meðlimur í Samtökunum 22 og ber því ekki ábyrgð á framsetningu umsagnarinnar sem hefði kannski mátt vanda betur. Þó er ég sammála efnislegu innihaldi hennar og því skrifaði ég undir. Fólk sem skilur þetta sem stuðning við pyntingar eða útrýmingar á transfólki er annað hvort viljandi að ljúga upp á mig í þeim tilgangi að skaða ímynd mína eða það býr einfaldlega í bjöguðum raunveruleika sem flestir hafa ekki getu til að setja sig inn í. Ég læt hérna nokkur skjáskot fylgja og leyfi svo bara hverjum og einum að dæma hvaðan hin raunverulega hatursorðæða kemur. Þrátt fyrir allt líður mér ágætlega eins og er. Ég er með þykkan skráp, enda þekki ég lítið annað en að búa í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir mér. Þarna varð mér illt í réttlætiskenndinni og ég hafði engu að tapa með því að varpa ljósi á þessa óréttmætu mismunun af hálfu opinberrar stofnunar. Mér líður betur að hafa komið þessu frá mér og bíð spennt eftir niðurstöðum réttarkerfisins. Höfundur er söngkona og laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Málefni trans fólks Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti. Mér eru gerðar upp skoðanir á borð við að vilja heimila pyntingar á transfólki, afneita tilvist þess og útrýma því. Þetta er auðvitað sturlað, og magnað hvernig áróðursvélin í minn garð er drifin af stjórnlausu hatri og reiði. Ég hafði ekki ætlað mér að fara út í opinbera umræðu um önnur málefni en um hnignun tjáningarfrelsis á Íslandi. Í ljósi þess hversu margir hafa haft samband við mig sem skilja ekkert hvað liggur að baki öllum þeim gífuryrðum sem ausið hefur verið yfir mig þessa vikuna, sé ég mig knúna til að útskýra þennann farsa fyrir þeim ykkar sem langar til að skilja. Afvegaleiðing umræðunnar Eins og við var að búast spruttu upp heiftugar umræður í kjölfar þess að ég varpaði ljósi á mismunun sem ég upplifði af hálfu Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ. Á samfélagsmiðlum var kallað eftir dæmum sem gætu sannað þá hatursorðræðu sem ég var sökuð um og þótti tilefni til útskúfunar af opinberri stofnun. Dæmi um athugasemdir sem snúa að Ivu sem hún telur til þess fallna að drepa málum á dreif.skjáskot Þegar andstæðingar mínir urðu þess varir að engar slíkar efnislegar sannanir eru til, varð fólk enn reiðara og þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.Svo það sé alveg skýrt, þá er ég ekki á móti markmiði frumvarpsins heldur er ég gagnrýnin á aðferðina og óskýrt orðalag sem býður upp á margs konar túlkun. Með öðrum orðum, þá hef ég með undirskrift minni lagt til lagfæringar til stuðnings framgangi þessa frumvarps. Frumvarpið sem sætir nú þinglegri meðferð á Alþingi gerir refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum “að láta einstakling undirgangast bælingarmeðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis sem og að framkvæma bælingarmeðferðir, hvetja til eða þiggja fé vegna þeirra.” Viðurlög myndu verða 3 til 5 ára fangelsisvist. Hvað er bælingarmeðferð? Bælingarmeðferð er gamalt hugtak og eru meðferðir sem byggja á þeirri úreltu trú að unnt sé að lækna kynhneigð eða kynvitund fólks. Slíkar meðferðir hafa hér á landi verið í formi samtalsmeðferða en þekkjast erlendis í formi rafstuðs- og lyfjameðferða, dáleiðslu eða jafnvel heilaskurðaðgerða undir nauðung. Augljóslega er slíkt ekki til umræðu hér, enda ekki aðferðir sem hafa verið notaðar á Íslandi. Þetta eru hins vegar lýsingar sem gefnar eru í greinagerð með frumvarpinu og valda því að hægt er að saka mig um að vilja heimila pyntingar á transfólki. Bann við bælingarmeðferðum er gott og þarft mál. Regnbogasamfélög víða um heim hafa tekið málið upp í sínum hagsmunabaráttum síðastliðin ár og er slík lagasetning álitin siðferðislega fordæmisgefandi fyrir ríki sem kenna sig við frjálslyndi. Hafa umræður í kringum þessi mál oftar en ekki orðið heiftug opinber deilumál og leitt til ýmissa útfærslna af umræddu banni við bælingarmeðferðum. Innihald umsagnarinnar Umsögnin sem ég skrifaði undir innihélt efnislega gagnrýni og settar voru fram ábendingar um að brýnt sé að samþykkja ekki frumvarpið í núverandi mynd þar sem þar er ýmislegt sem mætti orða betur og útfæra til að tryggja velferð þess fólks sem það snertir. Í megindráttum innihélt umsögnin eftirfarandi atriði: Bent var á að mikill munur sé á kynhneigð annars vegar og kynvitund og kyntjáningu hins vegar. Þyrfti frumvarpið að innihalda skýrari og afmarkaðri skilgreiningar á þessum hugtökum. Umsögnin lagði til að unnið yrði hliðstætt frumvarp sem legði sérstaka áherslu á kynvitund og kyntjáningu. Er þessi ábending náskyld almennum lögskýringarsjónarmiðum um skýrleika refsikenndra viðurlaga er varða m.a. fangelsisvist. Skýrari skilgreiningar vantar á því hvað nákvæmlega er átt við með hugtökunum bælingarmeðferð og nauðung? Hvers konar og hvaða meðferð og meðferðaraðila er verið að banna með viðurlögum 3 til 5 ára fangelsisvistar? Eins vantar nánari útlistun á stöðu foreldra sem vilja að börnin sín fái samtalsmeðferð þegar upp kemur kynami hjá barni. Mikilvægt er að börn sem hafa ekki náð sjálfræðisaldri, séu ekki frjáls til að hefja kynleiðréttingarferli án samþykkis og aðkomu forráðamanns eða fagaðila sem má spyrja gagnrýnna spurninga án þess að eiga yfir höfði sér fangelsisvist. Vísast hér enn og aftur til krafna um skýrleika refsikenndra viðurlaga. Engin munur er gerður á börnum og fullorðnum. Ef frumvarpið kemur til með að banna samtalsmeðferðir að vilja forráðamanna en ekki barnsins myndi frumvarpið í núverandi mynd gera börnum sem hugsanlega eru samkynhneigð en ekki trans, frjálst að hefja kynleiðréttingarferli án mótbára frá forráðamönnum. Lagt var til að bíða með að láta frumvarpið ná til barna þangað til niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar liggja fyrir. Umrædd rannsókn fjallar um meðferðir á börnum með aðra kynvitund en þeirra líffræðilega kyn segir til um. Rannsóknin er umfangsmikil og áreiðanleg heimild sem mikilvægt er að horfa til áður en frumvarpið verður samþykkt. Var því ekki lagst gegn framgangi þessa máls heldur þvert á móti vísað til mikilvægis þess að undirbyggja framgang þess með frekari gögnum og rannsóknum á þessu sviði. Verður slíkt einungis til þess fallið að tryggja vandaða málsmeðferð við þinglega afgreiðslu málsins. Ég er ekki meðlimur í Samtökunum 22 og ber því ekki ábyrgð á framsetningu umsagnarinnar sem hefði kannski mátt vanda betur. Þó er ég sammála efnislegu innihaldi hennar og því skrifaði ég undir. Fólk sem skilur þetta sem stuðning við pyntingar eða útrýmingar á transfólki er annað hvort viljandi að ljúga upp á mig í þeim tilgangi að skaða ímynd mína eða það býr einfaldlega í bjöguðum raunveruleika sem flestir hafa ekki getu til að setja sig inn í. Ég læt hérna nokkur skjáskot fylgja og leyfi svo bara hverjum og einum að dæma hvaðan hin raunverulega hatursorðæða kemur. Þrátt fyrir allt líður mér ágætlega eins og er. Ég er með þykkan skráp, enda þekki ég lítið annað en að búa í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir mér. Þarna varð mér illt í réttlætiskenndinni og ég hafði engu að tapa með því að varpa ljósi á þessa óréttmætu mismunun af hálfu opinberrar stofnunar. Mér líður betur að hafa komið þessu frá mér og bíð spennt eftir niðurstöðum réttarkerfisins. Höfundur er söngkona og laganemi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar