„Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn“ Kári Mímisson skrifar 12. febrúar 2023 19:22 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sáttur með dagsverkið. Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni í handbolta. „Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43