„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 12:33 Ferðaskrifstofan auglýsir kosti Íslands í auglýsingunni, þar á meðal að dagpeninga sé hér að fá í nokkurn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður segir málið alvarlegt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03