Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð. Heljarinnar borði sem taldi nokkrar sætaraðir sást á leik laugardagsins með skilaboðin: „Arsenal FC - virðuleiki og hefð. Nokkuð sem olíupeningar fá ekki keypt.“ Eflaust var markmið borðans að skjóta á Englandsmeistara Manchester City sem hefur verið lang sigursælasta lið Englands undanfarin ár. Sá árangur gæti verið byggður á fölskum forsendum ef marka má fréttir undanfarinna daga. City berst nú gegn kæru enska knattspyrnusambandsins vegna meintra ítrekaðra brota á fjármálareglum – ásakanir sem hafa dunið á félaginu um árabil – en hefur nú leitt til kæru eftir margra ára rannsókn knattspyrnuyfirvalda. Borðinn umræddi sem sást í stúkunni á laugardaginn.Getty Images City hefur frá árinu 2008 verið í eigu Sjeik Mansour bin Zayed al Nayhan frá Abú Dabí, sem er á meðal furstadæmanna í ríkinu. Sá er sakaður, ásamt stjórnendum hjá félaginu, um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA og enska knattspyrnusambandsins um fjárhagslega háttvísi sem segja til um að félög megi ekki eyða um of umfram tekjur sínar. Einbeittur brotavilji einkenni brotin þar sem ásakanirnar snúa að því að fjárútlát frá eigandanum hafi verið dulbúnar sem tekjur frá styrktaraðilum. Fyrirtæki eins og Etisalat og Etihad, sem hafa verið á meðal aðalstyrktaraðila félagsins síðustu ár, hafi í raun lagt afar lítið í púkkið en hafi aðeins framlengt millifærslur Sjeiksins af sínum reikningum yfir til Manchester City. Keppnin milli furstadæmanna En hvað um það. Etihad, sem er aðalstyrktaraðili City og hvílir bæði framan á treyju liðsins og prýðir heiti vallar félagsins (Etihad Stadium), er flugfélag frá Abú Dabí. Sömu sögu er að segja af öðru flugfélagi, Emirates, og Arsenal. Emirates er frá öðru furstadæmi innan þeirra sameinuðu arabísku, Dúbaí, og hefur líkt og hjá City skreytt treyju Arsenal og verið nafn heimavallar félagsins (Emirates Stadium) frá árinu 2006. Arsenal hefur því haldið uppi hróðri Sameinuðu arabísku furstadæmanna tveimur árum lengur en „óvirðulega, hefðarlausa olíufélagið“ Manchester City. Arsenal og HSV mættust í Meistaradeild Evrópu árið 2006. Reglur UEFA heimila ekki liðum sem mætast að bera sama styrktaraðila á treyjum sínum og blasti því Dubai við á treyjum Arsenal í Hamborg.Getty Images Það á til að bera á ríg milli furstadæmanna tveggja, sem eru þau stærstu í Persaflóaríkinu, og er ekki alls ólíklegt að heljarinnar innrás Emirates á íþróttamarkaðinn snemma á þessari öld hafi ýtt undir vilja manna í Abú Dabí til að gera slíkt hið sama. City hefur oft verið sakað um að vera verkfæri Furstadæmanna til hvítþvottar mannréttindabrota ríkisins í gegnum íþróttir, íþróttaþvott. Í stað þess að fyrirtækin frá Abú Dabí, líkt og Etihad, sé álitið ríkisflugfélag mannréttindabrotasinna fær fyrirtækið að baða sig í dýrðarljóma eins stærsta og besta knattspyrnufélags heims og heiti fyrirtækisins blasir við á treyjum liðsins við hverja verðlaunaafhendinguna á fætur annarri. Þó að vissulega sé stigsmunur á Arsenal og Manchester City hvað þetta varðar, enda Arsenal ekki í ríkiseigu líkt og þeir síðarnefndu, er þvotturinn sá sami. Rétt er líka að halda til haga að Arsenal sætir ekki kæru fyrir óráðvendni í fjármálum. Þversögnin í réttindabaráttunni Hér má sjá skiltið með skilaboðunum til stuðnings réttindum hinsegin fólks og Emirates í hástöfum á bakvið.Twittersíða Arsenal Þversögnin birtist sérstaklega vel einmitt á laugardaginn var. Arsenal stóð þá að vitundarvakningardegi um réttindi hinsegin fólks í samstarfi við samtökin GayGooners, félag stuðningsfólks Arsenal úr hinseginsamfélaginu. Það er auðvitað allt gott og blessað og frábært að stór félög, sem eiga fjölda stuðningsfólks frá ríkjum þar sem hinseginleiki er litinn hornauga, standi með mannréttindum. En það stingur í stúf að sjá Arsenal setja upp skilti í regnbogalitum með skilaboðunum „ást er ást“ beint fyrir framan völl sem ber nafnið Emirates Stadium – nafn furstadæmanna, líkt og sjá má myndinni að til hliðar. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru nefnilega á meðal þeirra landa sem snert er á að ofan. Samkynhneigð er þar ólögleg með öllu og á fólk refsingar yfir höfði sér fyrir það eitt að laðast að sama kyni, eða að vera trans og upplifa sig sem annað kyn en það sem úthlutað er við fæðingu. Einræðisherra sem elskar félagið fær að vera með Þá hefur ekki verið snert á Visit Rwanda, sem er annar meginstyrkaraðili Arsenal, og skreytir ermi búnings félagsins. Arsenal hefur fengið 10 milljónir punda árlega úr ríkissjóði Rúanda frá árinu 2018 fyrir að auglýsa landið sem hefur verið sakað um allskyns mannréttindabrot, morð á stjórnarandstæðingum og fleira til. Sá samningur var til fjögurra ára og var því endurnýjaður í fyrra, þrátt fyrir gagnrýni. Á meðal gagnrýnenda er Carine Kanimba, dóttir Paul Rusesabagina, en sá var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda frá 2004, og er af mörgum álitinn sem þjóðhetja fyrir hetjudáðir sínar á tíma þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994. Arsenal gerði fjögurra ára samning við rúandísk stjórnvöld árið 2018 og endurnýjuðu þann samning í fyrra, þrátt fyrir gagnrýni.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Hann var í hitteðfyrra dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir meint hryðjuverk. Bandaríska utanríkisráðuneytið, mannréttindasamtök og fjölmörg fleiri ríki hafa lýst yfir efasemdum um sanngirni og réttmæti réttarhaldanna yfir Rusesabagina. Sá hefur árum saman verið gagnrýninn á forsetann Paul Kagame. Kagame hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Arsenal og er afar stoltur af því að pumpa peningum úr ríkissjóði í Arsenal og að félagið beri nafn ríkis hans. Að nýta fótboltann til góðs Þetta endurspeglar vel veruleika sífellt ríkari knattspyrnuliða sem kveðast vilja nýta íþróttir sem afl til góðs. Þau standa að vel auglýstum viðburðum og uppákomum til að sýna hversu vel þau hlúa að réttindamálum og samfélagsverkefnum. En hversu mikið af ótrúlegri veltu félaganna nýtist raunverulega til góðra málefna? Fylgja því einhver mælanleg markmið um árangur á hverju því sviði sem á við og hverju á raunverulega að ná fram? Black Lives Matter hreyfingin innan ensku úrvalsdeildarinnar er gott dæmi um slíkt verkefni, þar sem leikmenn voru tól ensku úrvalsdeildarinnar til að sýna fram á hversu hlynnt deildin var réttindamálum þeldökkra sem verða fyrir ofbeldi lögreglu vestanhafs. Það gerðu þeir með því að krjúpa á hné fyrir hvern einasta leik mánuðum saman en hvert var mælanlegt markmið þeirrar herferðar og hvaða ávinningur varð af henni? Fjölmargir spurðu sig að þessari spurningu, þar á meðal þeldökkir leikmenn í deildinni, sem hættu margir hverjir að taka þátt í þessum leikþætti, einmitt vegna skortsins á raunverulegri áætlun og markmiðum. Þar má til að mynda nefna Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace, sem sagði athæfið niðurlægjandi og bætti við: „Nema tekið sé til raunverulega aðgerða vil ég ekki koma nálægt þessu,“. Fyrrum goðsögnin Les Ferdinand, sem er yfir knattspyrnumálum hjá QPR, tók í sama streng og sagði verkefnið þynnt út og hefði engin áhrif: „Þetta er bara eins og grípandi hashtag eða flott næla,“. Verkefni sem þessi slá ryki í augu fólks og virðast hönnuð fyrir ásýndina eina. Á meðan mallar sífellt vaxandi gróðavél byggð á peningum mannréttindatraðkandi einræðisríkja sem aldrei fyrr. Fótbolti Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Rúanda Bretland England Mannréttindi Hinsegin Fréttaskýringar Utan vallar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport
Heljarinnar borði sem taldi nokkrar sætaraðir sást á leik laugardagsins með skilaboðin: „Arsenal FC - virðuleiki og hefð. Nokkuð sem olíupeningar fá ekki keypt.“ Eflaust var markmið borðans að skjóta á Englandsmeistara Manchester City sem hefur verið lang sigursælasta lið Englands undanfarin ár. Sá árangur gæti verið byggður á fölskum forsendum ef marka má fréttir undanfarinna daga. City berst nú gegn kæru enska knattspyrnusambandsins vegna meintra ítrekaðra brota á fjármálareglum – ásakanir sem hafa dunið á félaginu um árabil – en hefur nú leitt til kæru eftir margra ára rannsókn knattspyrnuyfirvalda. Borðinn umræddi sem sást í stúkunni á laugardaginn.Getty Images City hefur frá árinu 2008 verið í eigu Sjeik Mansour bin Zayed al Nayhan frá Abú Dabí, sem er á meðal furstadæmanna í ríkinu. Sá er sakaður, ásamt stjórnendum hjá félaginu, um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA og enska knattspyrnusambandsins um fjárhagslega háttvísi sem segja til um að félög megi ekki eyða um of umfram tekjur sínar. Einbeittur brotavilji einkenni brotin þar sem ásakanirnar snúa að því að fjárútlát frá eigandanum hafi verið dulbúnar sem tekjur frá styrktaraðilum. Fyrirtæki eins og Etisalat og Etihad, sem hafa verið á meðal aðalstyrktaraðila félagsins síðustu ár, hafi í raun lagt afar lítið í púkkið en hafi aðeins framlengt millifærslur Sjeiksins af sínum reikningum yfir til Manchester City. Keppnin milli furstadæmanna En hvað um það. Etihad, sem er aðalstyrktaraðili City og hvílir bæði framan á treyju liðsins og prýðir heiti vallar félagsins (Etihad Stadium), er flugfélag frá Abú Dabí. Sömu sögu er að segja af öðru flugfélagi, Emirates, og Arsenal. Emirates er frá öðru furstadæmi innan þeirra sameinuðu arabísku, Dúbaí, og hefur líkt og hjá City skreytt treyju Arsenal og verið nafn heimavallar félagsins (Emirates Stadium) frá árinu 2006. Arsenal hefur því haldið uppi hróðri Sameinuðu arabísku furstadæmanna tveimur árum lengur en „óvirðulega, hefðarlausa olíufélagið“ Manchester City. Arsenal og HSV mættust í Meistaradeild Evrópu árið 2006. Reglur UEFA heimila ekki liðum sem mætast að bera sama styrktaraðila á treyjum sínum og blasti því Dubai við á treyjum Arsenal í Hamborg.Getty Images Það á til að bera á ríg milli furstadæmanna tveggja, sem eru þau stærstu í Persaflóaríkinu, og er ekki alls ólíklegt að heljarinnar innrás Emirates á íþróttamarkaðinn snemma á þessari öld hafi ýtt undir vilja manna í Abú Dabí til að gera slíkt hið sama. City hefur oft verið sakað um að vera verkfæri Furstadæmanna til hvítþvottar mannréttindabrota ríkisins í gegnum íþróttir, íþróttaþvott. Í stað þess að fyrirtækin frá Abú Dabí, líkt og Etihad, sé álitið ríkisflugfélag mannréttindabrotasinna fær fyrirtækið að baða sig í dýrðarljóma eins stærsta og besta knattspyrnufélags heims og heiti fyrirtækisins blasir við á treyjum liðsins við hverja verðlaunaafhendinguna á fætur annarri. Þó að vissulega sé stigsmunur á Arsenal og Manchester City hvað þetta varðar, enda Arsenal ekki í ríkiseigu líkt og þeir síðarnefndu, er þvotturinn sá sami. Rétt er líka að halda til haga að Arsenal sætir ekki kæru fyrir óráðvendni í fjármálum. Þversögnin í réttindabaráttunni Hér má sjá skiltið með skilaboðunum til stuðnings réttindum hinsegin fólks og Emirates í hástöfum á bakvið.Twittersíða Arsenal Þversögnin birtist sérstaklega vel einmitt á laugardaginn var. Arsenal stóð þá að vitundarvakningardegi um réttindi hinsegin fólks í samstarfi við samtökin GayGooners, félag stuðningsfólks Arsenal úr hinseginsamfélaginu. Það er auðvitað allt gott og blessað og frábært að stór félög, sem eiga fjölda stuðningsfólks frá ríkjum þar sem hinseginleiki er litinn hornauga, standi með mannréttindum. En það stingur í stúf að sjá Arsenal setja upp skilti í regnbogalitum með skilaboðunum „ást er ást“ beint fyrir framan völl sem ber nafnið Emirates Stadium – nafn furstadæmanna, líkt og sjá má myndinni að til hliðar. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru nefnilega á meðal þeirra landa sem snert er á að ofan. Samkynhneigð er þar ólögleg með öllu og á fólk refsingar yfir höfði sér fyrir það eitt að laðast að sama kyni, eða að vera trans og upplifa sig sem annað kyn en það sem úthlutað er við fæðingu. Einræðisherra sem elskar félagið fær að vera með Þá hefur ekki verið snert á Visit Rwanda, sem er annar meginstyrkaraðili Arsenal, og skreytir ermi búnings félagsins. Arsenal hefur fengið 10 milljónir punda árlega úr ríkissjóði Rúanda frá árinu 2018 fyrir að auglýsa landið sem hefur verið sakað um allskyns mannréttindabrot, morð á stjórnarandstæðingum og fleira til. Sá samningur var til fjögurra ára og var því endurnýjaður í fyrra, þrátt fyrir gagnrýni. Á meðal gagnrýnenda er Carine Kanimba, dóttir Paul Rusesabagina, en sá var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda frá 2004, og er af mörgum álitinn sem þjóðhetja fyrir hetjudáðir sínar á tíma þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994. Arsenal gerði fjögurra ára samning við rúandísk stjórnvöld árið 2018 og endurnýjuðu þann samning í fyrra, þrátt fyrir gagnrýni.Matthew Ashton - AMA/Getty Images Hann var í hitteðfyrra dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir meint hryðjuverk. Bandaríska utanríkisráðuneytið, mannréttindasamtök og fjölmörg fleiri ríki hafa lýst yfir efasemdum um sanngirni og réttmæti réttarhaldanna yfir Rusesabagina. Sá hefur árum saman verið gagnrýninn á forsetann Paul Kagame. Kagame hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Arsenal og er afar stoltur af því að pumpa peningum úr ríkissjóði í Arsenal og að félagið beri nafn ríkis hans. Að nýta fótboltann til góðs Þetta endurspeglar vel veruleika sífellt ríkari knattspyrnuliða sem kveðast vilja nýta íþróttir sem afl til góðs. Þau standa að vel auglýstum viðburðum og uppákomum til að sýna hversu vel þau hlúa að réttindamálum og samfélagsverkefnum. En hversu mikið af ótrúlegri veltu félaganna nýtist raunverulega til góðra málefna? Fylgja því einhver mælanleg markmið um árangur á hverju því sviði sem á við og hverju á raunverulega að ná fram? Black Lives Matter hreyfingin innan ensku úrvalsdeildarinnar er gott dæmi um slíkt verkefni, þar sem leikmenn voru tól ensku úrvalsdeildarinnar til að sýna fram á hversu hlynnt deildin var réttindamálum þeldökkra sem verða fyrir ofbeldi lögreglu vestanhafs. Það gerðu þeir með því að krjúpa á hné fyrir hvern einasta leik mánuðum saman en hvert var mælanlegt markmið þeirrar herferðar og hvaða ávinningur varð af henni? Fjölmargir spurðu sig að þessari spurningu, þar á meðal þeldökkir leikmenn í deildinni, sem hættu margir hverjir að taka þátt í þessum leikþætti, einmitt vegna skortsins á raunverulegri áætlun og markmiðum. Þar má til að mynda nefna Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace, sem sagði athæfið niðurlægjandi og bætti við: „Nema tekið sé til raunverulega aðgerða vil ég ekki koma nálægt þessu,“. Fyrrum goðsögnin Les Ferdinand, sem er yfir knattspyrnumálum hjá QPR, tók í sama streng og sagði verkefnið þynnt út og hefði engin áhrif: „Þetta er bara eins og grípandi hashtag eða flott næla,“. Verkefni sem þessi slá ryki í augu fólks og virðast hönnuð fyrir ásýndina eina. Á meðan mallar sífellt vaxandi gróðavél byggð á peningum mannréttindatraðkandi einræðisríkja sem aldrei fyrr.