„Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Aron Rafn og hjálmurinn góði. Sá kom að góðum notum í leiknm á fimmtudag. Stöð 2 Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var. „Bara spenntur, kannski full spenntur fyrstu mínúturnar í þessum leik en náði aðeins að róa taugarnar og gaman að vera búinn að klára þetta, taka skrefið. Þetta var bara geggjað,“ sagði Aron Rafn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla“ „Nei, eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti. Er búinn að vera rosalega mikið í kringum þetta, í markmannsþjálfun og í kringum bolta svo ég fann aldrei þessa hræðslu. Held það væri tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla. Ég var ánægður að hafa tekið þetta skref og er ánægður með að halda áfram,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvort það væri einhver ótti miðað við það sem á undan væri gengið. Aron Rafn er þó vel varinn þegar hann stendur í marki en hann spilar með hjálm ekki ósvipaðan þeim sem knattspyrnumarkvörðurinn Petr Čech spilaði lengi vel með eftir að hafa lent í skelfilegum höfuðmeiðslum. „Þurfum að vernda markverðina“ „Smá yfirlýsing. Þetta er búið að vera mikið í umræðunni, mikið af höfuðhöggum og margir að detta út. Mikið af markmönnum sem eru búnir að detta út. Upp á síðkastið eru margir markmenn í Danmörku til dæmis að spila með svona hjálma.“ „Langaði að sýna að þetta skiptir máli. Ég væri til í að þetta væri skylda. Við þurfum að vernda markverðina. Þurfum að sýna þeim virðingu. Það eru að koma skotum í hausinn og þá er um að gera að vera með eitthvað til að verja þá. Það eru til margar rannsóknir sýna fram á að hjálmurinn hjálpi, ég trúi þeim.“ Aron Rafn segir hjálminn ekki vera til trafala.Stöð 2 „Er búinn að vera með þetta á öllum æfingum, alltaf. Eina sem er vont en kannski gott fyrir samherjana er að ég á erfiðara með að rífa kjaft, þess vegna er ég með þetta laust núna,“ sagði Aron Rafn og hló. Sem betur fer var Aron Rafn með hjálminn í gær því Haukar fengu á sig vítakast sem fór ekki betur en svo að andstæðingurinn smellti boltanum í höfuðið á Aroni. Goalkeeper Aron Rafn Edvardsson who hasnt played handball for a year because of serious after effects of head throws , returns on the court tonight with a helmet and receives a penalty throw to the head! Thankfully he is ok. #handball pic.twitter.com/3ARRz1ifz7— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 9, 2023 „Það var smá misskilningur hjá Starra [Friðrikssyni] þarna, hann missti boltann að hans sögn. Ég er í marki og mátti alveg búast við því að fá boltann í hausinn. Menn eru bara að reyna skora og þetta var óheppilegt. Ég get ekki kvartað yfir því að liðið mitt hafi ekki bakkað mig upp. Var mjög ánægður með það.“ „ Sá að það var enginn ásetningur í þessu hjá Starra. Fyrir svona tíu árum hefði ég sennilega hjólað í hann en maður eldist og er með smá reynslu.“ „Einn dagur í einu, þetta leiðinlega“ „Ég er klárlega kominn yfir ákveðinn hjalla. Margt eftir, formlega og svona. Að spila 45 mínútur í gær var mögulega 15 mínútum of mikið, ég veit það ekki. Ég byrjaði að standa í marki milli jóla og nýárs. Er búinn að standa í marki í tæplega sex vikur en tökum bara einn dag í einu, þetta leiðinlega. Ég er að stefna á að klára þetta tímabil og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði hinn 33 ára gamli Aron Rafn að lokum. Klippa: Aron Rafn um endurkomuna: Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
„Bara spenntur, kannski full spenntur fyrstu mínúturnar í þessum leik en náði aðeins að róa taugarnar og gaman að vera búinn að klára þetta, taka skrefið. Þetta var bara geggjað,“ sagði Aron Rafn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla“ „Nei, eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti. Er búinn að vera rosalega mikið í kringum þetta, í markmannsþjálfun og í kringum bolta svo ég fann aldrei þessa hræðslu. Held það væri tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla. Ég var ánægður að hafa tekið þetta skref og er ánægður með að halda áfram,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvort það væri einhver ótti miðað við það sem á undan væri gengið. Aron Rafn er þó vel varinn þegar hann stendur í marki en hann spilar með hjálm ekki ósvipaðan þeim sem knattspyrnumarkvörðurinn Petr Čech spilaði lengi vel með eftir að hafa lent í skelfilegum höfuðmeiðslum. „Þurfum að vernda markverðina“ „Smá yfirlýsing. Þetta er búið að vera mikið í umræðunni, mikið af höfuðhöggum og margir að detta út. Mikið af markmönnum sem eru búnir að detta út. Upp á síðkastið eru margir markmenn í Danmörku til dæmis að spila með svona hjálma.“ „Langaði að sýna að þetta skiptir máli. Ég væri til í að þetta væri skylda. Við þurfum að vernda markverðina. Þurfum að sýna þeim virðingu. Það eru að koma skotum í hausinn og þá er um að gera að vera með eitthvað til að verja þá. Það eru til margar rannsóknir sýna fram á að hjálmurinn hjálpi, ég trúi þeim.“ Aron Rafn segir hjálminn ekki vera til trafala.Stöð 2 „Er búinn að vera með þetta á öllum æfingum, alltaf. Eina sem er vont en kannski gott fyrir samherjana er að ég á erfiðara með að rífa kjaft, þess vegna er ég með þetta laust núna,“ sagði Aron Rafn og hló. Sem betur fer var Aron Rafn með hjálminn í gær því Haukar fengu á sig vítakast sem fór ekki betur en svo að andstæðingurinn smellti boltanum í höfuðið á Aroni. Goalkeeper Aron Rafn Edvardsson who hasnt played handball for a year because of serious after effects of head throws , returns on the court tonight with a helmet and receives a penalty throw to the head! Thankfully he is ok. #handball pic.twitter.com/3ARRz1ifz7— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 9, 2023 „Það var smá misskilningur hjá Starra [Friðrikssyni] þarna, hann missti boltann að hans sögn. Ég er í marki og mátti alveg búast við því að fá boltann í hausinn. Menn eru bara að reyna skora og þetta var óheppilegt. Ég get ekki kvartað yfir því að liðið mitt hafi ekki bakkað mig upp. Var mjög ánægður með það.“ „ Sá að það var enginn ásetningur í þessu hjá Starra. Fyrir svona tíu árum hefði ég sennilega hjólað í hann en maður eldist og er með smá reynslu.“ „Einn dagur í einu, þetta leiðinlega“ „Ég er klárlega kominn yfir ákveðinn hjalla. Margt eftir, formlega og svona. Að spila 45 mínútur í gær var mögulega 15 mínútum of mikið, ég veit það ekki. Ég byrjaði að standa í marki milli jóla og nýárs. Er búinn að standa í marki í tæplega sex vikur en tökum bara einn dag í einu, þetta leiðinlega. Ég er að stefna á að klára þetta tímabil og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði hinn 33 ára gamli Aron Rafn að lokum. Klippa: Aron Rafn um endurkomuna: Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira