Innlent

Ó­vissu­stig Al­manna­varna vegna veðurs

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er.

„Enn einu sinni ætlar lægð að heimsækja okkur hér á Íslandi og henni fylgja appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar. Sú fyrsta tekur gildi í klukkan 13:00 á morgun, laugardaginn 11. febrúar og sú síðasta fellur úr gildi aðfararnótt sunnudagsins,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Samráðsfundur Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra var haldinn með viðbragðsaðilum í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Samhæfingarstöð Almannavarna verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur eru á því að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er beðið um að ganga frá lausum munum og fylgjast vel með veðurspám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×