„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 11:59 Björgvin Páll Gústavsson bendir á KA og gefur í skyn að félagið standi ekki með Val í Evrópubaráttunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag. Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira