„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 11:59 Björgvin Páll Gústavsson bendir á KA og gefur í skyn að félagið standi ekki með Val í Evrópubaráttunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag. Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira