Erlent

Banna kanna­bis á götum rauða hverfisins í Amsterdam

Atli Ísleifsson skrifar
Hollenska höfuðborgin er þekkt fyrir kannabiskaffihús sín sem trekkir að sér milljónir ferðamanna á árin hverju.
Hollenska höfuðborgin er þekkt fyrir kannabiskaffihús sín sem trekkir að sér milljónir ferðamanna á árin hverju. Getty

Borgaryfirvöld í Amsterdam í Hollandi hafa lagt bann við kannabisreykingum á götum „rauða hverfisins“ og sömuleiðis hert reglur um aðsókn að skemmtistöðum og veitingastöðum.

Hinar nýju reglur taka gildi um miðjan maí og er þeim ætlað að bæta lífsgæði þeirra sem búa í hverfinu og hafa lengi kvartað yfir truflunum frá ferðamönnum. Kynlífsverkafólk þarf sömuleiðis að loka stöðum sínum klukkan þrjú um nótt.

Hollenskir fjölmiðlar segja að nær allir borgarfulltrúar hafi samþykkt reglugerðarbreytinguna. Samkvæmt henni þurfa veitingastaðir og barir að loka fyrir klukkan tvö á föstudögum og laugardögum og þá verðum nýjum gestum óheimilt að koma inn í hverfið eftir klukkan eitt.

BBC segir frá því að samkvæmt gildandi reglum er bannað að selja áfengi í búðum og veitingastöðum í rauða hverfinu eftir klukkan fjögur á fimmtudögum til sunnudags.

Hollenska höfuðborgin er þekkt fyrir kannabiskaffihús sín sem trekkir að sér milljónir ferðamanna á árin hverju. Heimamenn hafa hins vegar kvartað mikið yfir fíkniefnasölu á götunum og áfengisneyslu gesta sem stuðli að auknum glæpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×