EddezeNNN eitraður gegn FH Snorri Rafn Hallsson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Fyrri leikur liðanna fór 16–13 fyrir Dusty sem hafði átt erfiðan sprett í deildinni en liðið kom sjóðheitt inn í þennan leik í Inferno. ZerQ og ADHD tryggðu FH hnífalotuna og liðið kaus að byrja í vörn. Dusty tók þó skammbyssulotuna af miklu öryggi, sem og næstu lotur eftir það þar sem EddezeNNN og StebbiC0C0 röðuðu inn fellunum. Dusty lenti hins vegar í vandræðum þegar ADHD komst á vappann og gat beitt honum til að opna kortið fyrir FH. Þau vandræði entust ekki lengi. B0ndi bættist í hóp fyrrnefndra Dustymanna sem voru í miklu fjöri og innan skamms voru FH-ingar orðnir blankir og komnir 7–1 undir þar sem þeim tókst ekki að verja B svæðið af neinu viti. SkooN hafði verið sá eini í FH sem hitti að einhverju ráði, ADHD laut í lægra haldi fyrir TH0R í vappaeinvígunum. Það munaði heldur betur um það þegar TH0R endaði einn gegn þremur í 11. lotu og lauk því með þrefaldri fellu. Hafði FH þá ekki unnið neina lotu og hálfleikurinn löngu tapaður gegn Dusty sem voru agaðir og öruggir að vanda. TH0R stillti upp stálmúr með annarri þrefaldri fellu úr erfiðri stöðu í lotunni þar á eftir og FH sá ekki til sólar. Staðan í hálfleik: Dusty 14 – 1 FH Þegar aðeins einn af fimm leikmönnum liðs hittir skotum sínum og nær fellum er erfitt að vinna lotur, hvað þá leiki. Sú var raunin fyrir FH sem tapaði báðum lotum síðari hálfleiks og beið þar með afhroð í þessum leik. Lokastaða: Dusty 16 – 1 FH Dusty jafnaði Atlantic að stigum með sigrinum en þarf að treysta á að Atlantic tapi í næstu umferð til að stela af þeim fyrsta sætinu vegna þess að Atlantic vann innbyrðis viðureign liðanna. Næstu leikir: FH – Ármann, fimmtudaginn 16/2 kl. 19:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty FH
Fyrri leikur liðanna fór 16–13 fyrir Dusty sem hafði átt erfiðan sprett í deildinni en liðið kom sjóðheitt inn í þennan leik í Inferno. ZerQ og ADHD tryggðu FH hnífalotuna og liðið kaus að byrja í vörn. Dusty tók þó skammbyssulotuna af miklu öryggi, sem og næstu lotur eftir það þar sem EddezeNNN og StebbiC0C0 röðuðu inn fellunum. Dusty lenti hins vegar í vandræðum þegar ADHD komst á vappann og gat beitt honum til að opna kortið fyrir FH. Þau vandræði entust ekki lengi. B0ndi bættist í hóp fyrrnefndra Dustymanna sem voru í miklu fjöri og innan skamms voru FH-ingar orðnir blankir og komnir 7–1 undir þar sem þeim tókst ekki að verja B svæðið af neinu viti. SkooN hafði verið sá eini í FH sem hitti að einhverju ráði, ADHD laut í lægra haldi fyrir TH0R í vappaeinvígunum. Það munaði heldur betur um það þegar TH0R endaði einn gegn þremur í 11. lotu og lauk því með þrefaldri fellu. Hafði FH þá ekki unnið neina lotu og hálfleikurinn löngu tapaður gegn Dusty sem voru agaðir og öruggir að vanda. TH0R stillti upp stálmúr með annarri þrefaldri fellu úr erfiðri stöðu í lotunni þar á eftir og FH sá ekki til sólar. Staðan í hálfleik: Dusty 14 – 1 FH Þegar aðeins einn af fimm leikmönnum liðs hittir skotum sínum og nær fellum er erfitt að vinna lotur, hvað þá leiki. Sú var raunin fyrir FH sem tapaði báðum lotum síðari hálfleiks og beið þar með afhroð í þessum leik. Lokastaða: Dusty 16 – 1 FH Dusty jafnaði Atlantic að stigum með sigrinum en þarf að treysta á að Atlantic tapi í næstu umferð til að stela af þeim fyrsta sætinu vegna þess að Atlantic vann innbyrðis viðureign liðanna. Næstu leikir: FH – Ármann, fimmtudaginn 16/2 kl. 19:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti