Meðvirkni fjölmiðla Páll Steingrímsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Landsvirkjun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun