Hugsum til framtíðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 13:31 Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stafræn þróun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu. Með verkefninu Stafrænu Íslandi hefur verið lyft grettistaki í þessum málaflokki, en með aukinni stafrænni þjónustu getum við veitt betri þjónustu, hraðar og óháð staðsetningu. Stafræn þróun hins opinbera býður einnig upp á að störf verða færanlegri og skapa þar af leiðandi atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins. Hið opinbera að vera meðvitað um þá framþróun sem á sér stað í atvinnulífinu og standa ekki í vegi fyrir henni. Mín kynslóð hefur nýja sýn á sitt starfsumhverfi og sérfræðingar spá því að vinnumarkaður framtíðarinnar verði mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag. Þannig munu eldri mælikvarðar á framleiðni eins og stimpilklukkur jafnvel heyra sögunni til en á sama tíma er gervigreind að ryðja sér til rúms í auknum mæli og við sjáum stöðugt nýjar lausnir á þeim vandamálum sem eldri kynslóðir hafa staðið frammi fyrir. Menntakerfið, atvinnulífið og hið opinbera þarf að fylgja þessari þróun og vera opið fyrir nýjungum og nýsköpun. Þannig náum við árangri og tryggjum að ungt fólk sé tilbúið að takast á við framtíð sem við þekkjum ekki í dag. Við þurfum að skera niður kostnað hins opinbera, hann er of umfangsmikill. Að skera niður þýðir ekki að veita verri þjónustu, heldur skynsamari. Það er mín sýn að við getum gert betur í rekstri hins opinbera, til að bæta þjónustu við fólk, forgangsraða betur, ná betri árangri og að yfirbygging og umsýsla sé ekki jafn kostnaðarsöm. Við höfum náð miklum árangri í þeim efnum undanfarið en getum gert enn betur. Til þess þarf skýran sýn um að ríkið sé ekki best að leysa öll vandamál og skýran vilja að sjá tækifærin í því að búa í litlu landi og nýta kosti þess í hagkvæmni og skilvikrni þó að við séum alltaf stórhuga. Höfundur er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun