Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. febrúar 2023 16:00 Forystufólk BSRB, Kennarasambandsins og BHM fundaði saman í gærmorgun. Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. Fulltrúar heildarsamtakanna funduðu saman í gærmorgun til að stilla saman strengi en formlegar viðræður eru hafnar. Í nokkurn tíma hafa formenn KÍ, BSRB og BHM rætt saman um þætti sem snerta þeirra félagsfólk en árið 2016 var samkomulag gert um breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir helsta verkefnið vera að jafna laun milli markaða eftir breytinguna, líkt og stjórnvöld hafi lofað en hafi ekki verið gert. Að meðaltali séu laun lægri á opinberum vinnumarkaði heldur en almennum. „Þannig það svona lá beinast við að í þessum kjarasamningsviðræðum, af því að það eru þónokkrir kjarasamningar sem hafa tekist á þessu tímabili og þessum árum, að við myndum taka höndum saman og við höfum lýst því yfir að við munum ekki ganga frá kjarasamningum nema við klárum þetta verkefni um jöfnun launa á milli markaða,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar Þetta tekur Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, undir. „Þetta er svona tvíþætt. Annars vegar er þetta mjög náin og þétt samvinna um að jafna laun á milli markaða, sem við teljum vera fyrir löngu komið á þann stað að við getum ekki beðið eftir lengur. Svo þurfum við bara að sjá hvað það er sem að getur verið sameiginlegt milli þessara ólíku starfsmannahópa og ólíku stéttarfélaga,“ segir Magnús. „Það eru mun fleiri mál sem sameina okkur heldur en ekki og í þessum viðræðum þá eru þetta raunverulega bara allt sameiginleg mál sem eru undir,“ segir Sonja aðspurð um hvort þau eigi eitthvað fleira sameiginlegt. Þau horfa til þess að gera skammtímasamning, sambærilega og tekist hefur að gera á almennum vinnumarkaði, en kjarasamningar renna út í mars Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Arnar „Við höfum horft til þess að það sé farið í kjaraviðræður bara hratt og vel núna, það hefur verið svolítið misjafnt eftir okkar viðsemjendum, ríki og sveitarfélögum, hversu hratt hefur verið farið í viðræðurnar,“ segir Sonja en bætir við að vel hafi til að mynda gengið í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Magnús segist vongóður um að samningar náist sem fyrst en einnig eiga þau í samtali við Reykjavíkurborg. „Við viljum láta hlutina ganga hratt fyrir sig og erum með þetta í algjörum forgangi í okkar vinnu. Við bara treystum á það að við séum að horfa til vikna og jafnvel daga þar til við getum farið að taka einhverjar ákvarðanir, frekar en að það taki lengri tíma. Það er áherslan,“ segir hann. Sonja segir mikilvægt að ná kjarasamningum fyrir þeirra fólk sem fyrst. „Það hefur auðvitað rýrnað kaupmáttur fólks vegna mikillar verðbólgu og þau hafa ekki fengið launahækkanir síðan í apríl. Þannig þetta er býsna langur tími og þess vegna verður þetta að takast hratt og vel,“ segir hún. „Opinberir starfsmenn eru á þeim stað að fólk hefur alveg orðið vart við mikilvægi þeirra starfa og við erum alveg sannfærð um það að í þessum samningaviðræðum þá munum við fá það í gegn, að mikilvægi skipti máli,“ segir Magnús. Önnur mál en aðilar á almennum vinnumarkaði takast á um Aðspurð um hvort átök í kjaraviðræðum á almennum markaði hafi einhver áhrif vísar Sonja til þess að um sé að ræða aðra aðila. „Við erum heildarsamtök launafólks á opinberum vinnumarkaði og erum aðallega að semja núna við ríki og sveitarfélög og Reykjavíkurborg, þannig við sjáum ekki fyrir okkur að það þurfi að hafa áhrif á okkar viðræður,“ segir hún. Magnús segir þó að þau horfi til stéttarfélaga á almennum markaði sem sína samherja, þó það hafi ekki beint áhrif á þeirra viðræður. „Þó við séum með hluti sem eru ólíkir þá eru stéttarfélög í grunninn að vinna á íslenskum vinnumarkaði og það er klárlega samkeppni um starfsfólk á milli almenna og opinbera markaðarins. Þannig það er alveg þannig að við horfum til hins almenna markaðar en þurfum líka að horfa til þeirra sérmála sem við eigum við á opinberum markaði,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. 16. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Fulltrúar heildarsamtakanna funduðu saman í gærmorgun til að stilla saman strengi en formlegar viðræður eru hafnar. Í nokkurn tíma hafa formenn KÍ, BSRB og BHM rætt saman um þætti sem snerta þeirra félagsfólk en árið 2016 var samkomulag gert um breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir helsta verkefnið vera að jafna laun milli markaða eftir breytinguna, líkt og stjórnvöld hafi lofað en hafi ekki verið gert. Að meðaltali séu laun lægri á opinberum vinnumarkaði heldur en almennum. „Þannig það svona lá beinast við að í þessum kjarasamningsviðræðum, af því að það eru þónokkrir kjarasamningar sem hafa tekist á þessu tímabili og þessum árum, að við myndum taka höndum saman og við höfum lýst því yfir að við munum ekki ganga frá kjarasamningum nema við klárum þetta verkefni um jöfnun launa á milli markaða,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar Þetta tekur Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, undir. „Þetta er svona tvíþætt. Annars vegar er þetta mjög náin og þétt samvinna um að jafna laun á milli markaða, sem við teljum vera fyrir löngu komið á þann stað að við getum ekki beðið eftir lengur. Svo þurfum við bara að sjá hvað það er sem að getur verið sameiginlegt milli þessara ólíku starfsmannahópa og ólíku stéttarfélaga,“ segir Magnús. „Það eru mun fleiri mál sem sameina okkur heldur en ekki og í þessum viðræðum þá eru þetta raunverulega bara allt sameiginleg mál sem eru undir,“ segir Sonja aðspurð um hvort þau eigi eitthvað fleira sameiginlegt. Þau horfa til þess að gera skammtímasamning, sambærilega og tekist hefur að gera á almennum vinnumarkaði, en kjarasamningar renna út í mars Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.Vísir/Arnar „Við höfum horft til þess að það sé farið í kjaraviðræður bara hratt og vel núna, það hefur verið svolítið misjafnt eftir okkar viðsemjendum, ríki og sveitarfélögum, hversu hratt hefur verið farið í viðræðurnar,“ segir Sonja en bætir við að vel hafi til að mynda gengið í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Magnús segist vongóður um að samningar náist sem fyrst en einnig eiga þau í samtali við Reykjavíkurborg. „Við viljum láta hlutina ganga hratt fyrir sig og erum með þetta í algjörum forgangi í okkar vinnu. Við bara treystum á það að við séum að horfa til vikna og jafnvel daga þar til við getum farið að taka einhverjar ákvarðanir, frekar en að það taki lengri tíma. Það er áherslan,“ segir hann. Sonja segir mikilvægt að ná kjarasamningum fyrir þeirra fólk sem fyrst. „Það hefur auðvitað rýrnað kaupmáttur fólks vegna mikillar verðbólgu og þau hafa ekki fengið launahækkanir síðan í apríl. Þannig þetta er býsna langur tími og þess vegna verður þetta að takast hratt og vel,“ segir hún. „Opinberir starfsmenn eru á þeim stað að fólk hefur alveg orðið vart við mikilvægi þeirra starfa og við erum alveg sannfærð um það að í þessum samningaviðræðum þá munum við fá það í gegn, að mikilvægi skipti máli,“ segir Magnús. Önnur mál en aðilar á almennum vinnumarkaði takast á um Aðspurð um hvort átök í kjaraviðræðum á almennum markaði hafi einhver áhrif vísar Sonja til þess að um sé að ræða aðra aðila. „Við erum heildarsamtök launafólks á opinberum vinnumarkaði og erum aðallega að semja núna við ríki og sveitarfélög og Reykjavíkurborg, þannig við sjáum ekki fyrir okkur að það þurfi að hafa áhrif á okkar viðræður,“ segir hún. Magnús segir þó að þau horfi til stéttarfélaga á almennum markaði sem sína samherja, þó það hafi ekki beint áhrif á þeirra viðræður. „Þó við séum með hluti sem eru ólíkir þá eru stéttarfélög í grunninn að vinna á íslenskum vinnumarkaði og það er klárlega samkeppni um starfsfólk á milli almenna og opinbera markaðarins. Þannig það er alveg þannig að við horfum til hins almenna markaðar en þurfum líka að horfa til þeirra sérmála sem við eigum við á opinberum markaði,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30 Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. 16. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. 27. janúar 2023 14:30
Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. 16. janúar 2023 12:00