Enski boltinn

Nýr lög­fræðingur Man. City fær jafn­mikið borgað og De Bruyne

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Kevin De Bruyne fær 13,6 milljónir á dag fyrir fimm daga vinnuviku eða 68,4 milljónir króna í laun á viku.
 Kevin De Bruyne fær 13,6 milljónir á dag fyrir fimm daga vinnuviku eða 68,4 milljónir króna í laun á viku. Getty/James Gill

Manchester City mun leita til bestu lögfræðinga í boði þegar félagið undirbýr sig nú fyrir það að þurfa verja sig gegn ásökunum um svindl frá ensku úrvalsdeildinni.

Sjálfstæð nefnd mun nú taka við þessum kærum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á rekstrarreglum deildarinnar á níu ára tímabili en þær eru yfir hundrað talsins.

Samkvæmt nýjustu fréttum í lögfræðingablaðinu, Lawyer Magazine, þá hafa eigendur Manchester City ráðið til starfa lögfræðinginn David Philip Pannick, sem vanalega gengur undir nafninu Pannick lávarður.

Pannick lávarður verður seint talinn ódýr því hann rukkar 80 þúsund pund fyrir daginn eða 13,6 milljónir króna.

Pannick lávarður hjálpaði City að losna undan refsingu UEFA sem hafði dæmt félagið í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Þeirri refsingu var hent út eftir að málið fór fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn í Sviss.

Ein af stærstu stjörnum Manchester City liðsins, Kevin De Bruyne, fær fjögur hundruð þúsund pund í vikulaun og er því að fá jafnmikið á dag í fimm daga vinnuviku eins og Pannick lávarður.

Sky Sport fór yfir þessa ráðningu eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×