Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:51 Í hluta húsnæðis slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi er mygla. Vísir Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns. Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns.
Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira