Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:39 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kallaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi fyrir um ári síðan. Vísir/arnar Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“ Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Skýrslan dregur upp mynd af atvinnugrein sem hefur vaxið hraðar en regluverkið. Í henni er að finna metfjölda tillagna til úrbóta. Það var matvælaráðherra sem kallaði eftir skýrslunni fyrir ári síðan. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og við svo sem gerðum ráð fyrir og það var tilefni þess að ég óskaði eftir þessari úttekt Ríkisendurskoðunar að fara vel í saumana á þessum málum vegna þess að mér fannst ástæða til þess. Mér fannst ástæða til þess að ætla að bæði lagaumhverfið, framkvæmdin og eftirlitið og svo framvegis væri bara verulega ábótavant og það er bara niðurstaðan.“ Svandís kveðst vera ákveðin í að ráðast í breytingar. „Nú er komið rúmlega ár og þá þurfum við að setja undir okkur hausinn og laga lagaumhverfið og tryggja það að við séum ekki í plástraviðbragði heldur séum að skoða þetta alveg í kjölinn.“ Í skýrslunni er lagt til að eldisfyrirtækin sjálf taki þátt í kostnaði við eftirlit. „Mér finnst það alltaf spurning raunar sem við þurfum að spyrja okkur hér og þurfum auðvitað að spyrja okkur líka í sambandi við sjávarútveginn sem er annað stórt verkefni sem ég er með í gangi er það að við tryggjum að afnot af sameiginlegri auðlind, sama hvort það er hafið eða firðirnir eða hvað það er, að fyrir það hljótist eðlilegt endurgjald í sameiginlega sjóði.“ „Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segjast þau fagna skýrslunni og að hún staðfesti brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Nú sé mikilvægt að bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram á veginn.“
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 7. febrúar 2023 14:55
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27