„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 07:00 Ólafía Kristný Ólafsdóttir átti stóra fjölskyldu.Hún átti fimm uppkomin börn og þrjá stjúpsyni og hafði verið gift seinni eiginmanni sínum í 22 ár. Aðsend „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ Þetta segir Dagbjartur E. Taylor, sonur Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í desember 2019. Andlát Ólafíu er eitt af fimm málum sem eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þau tengjast öll svokölluðum tilefnislausum lífslokameðferðum af hálfu Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis. Lögreglurannsókn er lokið á sex sambærilegum málum og hafa þau verið send í ákæruferli. Ólafía Kristný greindist með fjórða stigs krabbamein í júní 2019 og lést hálfu ári síðar. Fjölskylda hennar segir hana hafa verið setta í lífslokameðferð að þeim óafvitandi og án nokkurs samráðs við aðstandendur. Árið 2021 sendi fjölskyldan Landlækni bréf. Þar sögðust þau ósátt, ráðvillt og sorgmædd vegna mikils skorts á upplýsingagjöf og furðulegra samskipta við HSS frá upphafi. Þau telja að ekki hafi verið rétt staðið að málum, bæði við greiningu á krabbameini, meðferðina sjálfa og við ákvörðun um að setja Ólafíu á lífslokameðferð. Kominn aftur til starfa Vísir hefur fjallað ítarlega um mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu. Rannsókn landlæknis í málinu hefur verið sögð ein sú umfangsmesta í sögu embættisins. Í maí í fyrra var greint frá því að Skúli Tómas væri kominn í leyfi frá Landsspítalanum. Skúli Tómas var upphaflega sviptur lækningaleyfi sínu eftir að málið kom upp en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þann 18. janúar síðastliðinn kom fram að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi og hefur ekki umsjón með sjúklingum. Þann 22. janúar síðastliðinn tjáði Skúli Tómas sig loks opinberlega um málið. Hann birti stutta yfirlýsingu á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði meðal annars að umfjöllun um málið hefði verið afar villandi og hreinlega röng og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfar yfirlýsingarinnar stigu fjölmargir kollegar hans úr læknastéttinni fram og lýstu yfir stuðningi sínum við Skúla. Ellefu mál tengd Skúla Tómasi voru til rannsóknar hjá lögreglu. Lögreglurannsókn er lokið í sex þeirra og eru á leið í ákærumeðferð hjá héraðssaksóknara. Fimm mál eru enn til skoðunar hjá Landlækni. Eitt af þessum fimm málum snýr að andláti Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur. Þurfti að ganga á eftir læknum Ólafur Taylor og Dagbjartur Taylor eru synir Ólafíu Kristnýjar. „Ég hef ekkert tjáð mig um þetta almennilega hingað til. En þegar ég sá alla þessa flóðbylgju af læknum stíga fram og tjá sig, það vakti upp í mér svo rosalega mikla reiði. Ég er eiginlega bara búinn að vera ónýtur síðustu tvær vikur,“ segir Dagbjartur. Hann vísar til þess að nafntogaðir læknar hér á landi, þeirra á meðal fyrrverandi forstjóri Landspítalans, hafa tekið upp hanskann fyrir Skúla Tómas í fjölmiðlum og vísað til þess að menn séu saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð. Ólafía Kristný greindist með fjórða stigs briskrabbamein í júní 2019, þá 62 ára gömul. Hún átti fimm uppkomin börn og þrjá stjúpsyni og hafði verið gift seinni eiginmanni sínum í 22 ár. Í fyrrnefndu kvörtunarbréfi til Landlæknis kemur fram að margt hafi verið afbrigðilegt og ábótavant við aðdragandann á krabbameinsgreiningunni. Fram kemur að Ólafía hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum leitað bæði á heilsugæslu og á bráðamóttöku á sex mánaða tímabili, og allan tímann hafi hún verið sárkvalin. Hægt sé að telja ellefu lækna á þessu sex mánaða tímabili innan HSS sem bregðast við að senda hana í viðeigandi rannsóknir og hafi Ólafía því sjálf þurft að elta uppi alla þjónustu. „Við vissum alveg að hún myndi ekki lifa þetta af. En við gerðum ekki ráð fyrir að hún myndi fara strax," segir Dagbjartur.Aðsend „Ólafía var iðulega látin flakka milli ólíkra lækna sem virðast ekki hafa talað við hvort aðra né lesið sjúkraskrá hennar. Þeir voru oft að telja upp sömu upplýsingar og setja þær fram sem nýjar,“ segir í bréfinu. Á öðrum stað segir að Ólafíu hafi verið „vísað frá, frá gert lítið úr framburði hennar og hún hunsuð“ þegar hún greindi frá kvíða sem var að byggjast upp hjá henni vegna lítilla svara við gríðarlega miklum verkjum. Þá séu oft mótsagnir í sjúkraskránni milli lækna hvort hún hafi verið verkjuð í daga, vikur eða mánuði eða lítið sem ekkert verkjuð. Þá segir einnig í bréfinu að Ólafía hafi ekki verið látin vita um niðurstöður myndarannsóknar frá Domus Medica á sínum tíma, sem sýndi bletti á brisi. Hún hafi sjálf hringt á heilsugæslunnar á Akranesi til að fá upplýsingar og verið þá tjáð að fara beina leið á bráðamóttöku. Jafnframt kemur fram að um það leyti sem Ólafía greindist loks með briskrabbameinið hafi ekki verið neinar upplýsingar um samskipti, túlkanir eða niðurstöður myndarannsókna við hana skráðar. Var hress og lífsglöð undir lokin Í nóvemberlok 2019 hafði Ólafía gengist undir þrjár lyfjameðferðir. „Hún var alltaf svolítið veik eftir á og það var búið að vera „debate“ um hvort hún ætti að fara í aðra lyfjameðferð,“ segir Dagbjartur. Hann bætir því við að móðir þeirra, og fjölskyldan öll, hafi verið raunsæ varðandi aðstæðurnar. „Við vissum öll að þessi tegund af krabbameini dregur fólk til dauða. Við vissum alveg að hún myndi ekki lifa þetta af. En við gerðum ekki ráð fyrir að hún myndi fara strax. Við vorum búin að gera ráð fyrir því að eiga næstu mánuði saman.“ „Við vorum bara að bíða eftir að hún myndi vakna, svo við gætum spjallað við hana. Á meðan var alltaf verið að koma inn og dæla í hana verkjalyfjum og svefnlyfjum,“ segir Ólafur.Aðsend Ólafur er búsettur í Danmörku og Dagbjartur er búsettur í Skotlandi. Bræðurnir taka það sérstaklega fram að móðir þeirra hafi verið með eindæmum hress, jákvæð og lífsglöð síðustu vikurnar og dagana áður en hún var sett í lífslokameðferðina. „Hún var búin að gera allskonar plön og við vorum búin að gera allskonar plön. Við ætluðum öll að vera saman um jólin til dæmis. Daginn áður en hún átti að fara í lyfjameðferð hringdi hún í mig og var alveg eldhress, hún vildi bara heyra í stráknum sínum og svona. Ég ætlaði að koma og vera á Íslandi um jólin og hún var ofboðslega spennt. Ég bað hana að hringja í mig þegar hún væri búin í lyfjameðferðinni daginn eftir. En svo hringdi hún aldrei.“ Ólafía ásamt eiginmanni sínum Benedikt. Ólafía rak um árabil blómabúðina Dalíu í Glæsibæ.Aðsend Dagbjartur rifjar einnig upp síðasta símtalið sem hann átti við móður sína, þennan sama dag. Hann var þá staddur í brúðkaupsferð í Jóhannesarborg. „Það var frábært spjall sem við áttum. Ég var að segja henni frá ferðinni og öllu dýraríkinu þarna úti. Hún var að tala um hana langaði að koma til Glasgow og heimsækja okkur.“ Bræðurnir fengu báðir símtal frá fjölskyldumeðlimum daginn eftir, þann 26.nóvember, þar sem þeim var tjáð að hún hefði brugðist illa við lyfjagjöf og verið lögð inn. Ástand hennar væri alvarlegt. Þeir flugu til Íslands með hraði. Ósannindi í sjúkraskýrslu Atburðarásin sem tók við í kjölfarið spannaði níu daga. Fram kemur í bréfinu til Landlæknis að þann 27. nóvember hafi verið haldinn fjölskyldufundur með nánustu aðstandendum Ólafíu þar sem rætt hafi verið um framhald meðferðarinnar. Á fundinum voru þrír læknar, þar á meðal Skúli Tómas Gunnlaugsson, og tveir hjúkrunarfræðingar. Fram kemur að fjölskyldan hafi öll verið samþykk því að stoppa lyfjagjöf en þegar þau hafi spurt hversu langt Ólafía ætti eftir hafi þau fengið þau svör að það væri „ómögulegt að segja.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Á fundinum töluðu læknar um að góðar líkur, en þó ekki fullvíst, að Ólafía myndi ná sér upp fljótlega og geta snúið heim. Í sjúkraskrá hennar kemur hins vegar fram að þann 30. nóvember er hún sett á lífslokameðferð í samráði við aðstandendur en það er merkt óskráð í sjúkraskránni við hvern var talað, enda ekki talað við neitt af okkur, né við Ólafíu sjálfa.“ Á öðrum stað segir að eftir þennan eina fjölskyldufund hafi öll upplýsingagjöf verið „óformleg í gegnum hjúkrunarfræðingana og ekkert flæði eða samstilling milli við hvern var talað hverju sinni.“ Í sjúkraskýrslu Ólafíu, sem Skúli Tómas Gunnlaugsson ritar þann 6. desember 2019, kemur fram að „endurteknir fjölskyldufundir hafi verið haldnir af bæði honum og Sigurði Árnasyni að útskýra lífslokameðferðina og allir ættingjar væru sáttir.“ Hvergi er tekið fram hver ástæðan var fyrir lífslokameðferðinni, af hverju sú ákvörðun var tekin. Þá kemur fram í sjúkraskrá hennar að þann 30. nóvember hafi meðferð hennar verið uppfærð á lífslokameðferð, „samráði við aðstandendur.“ Að sögn bræðranna er þetta beinlínis ósatt. „Við öll fjölskyldan getum staðfest það að það voru engir fundnir haldir með okkur, fyrir utan þennan eina í upphafi. Við vorum aldrei látin vita og það var aldrei útskýrt fyrir okkur að um lífslokameðferð væri að ræða,“ segir Dagbjartur. Biðu og vonuðu Bræðurnir lýsa atburðarásinni næstu daga, þar sem þeir og aðrir fjölskyldumeðlimir skiptust á að sitja hjá Ólafíu. „Við vorum bara að bíða eftir að hún myndi vakna, svo við gætum spjallað við hana. Á meðan var alltaf verið að koma inn og dæla í hana verkjalyfjum og svefnlyfjum,“ segir Ólafur. „Allan þennan tíma héldum við að hún myndi koma til baka og myndum geta talað við hana.“ Hann segist hafa furðað sig á því á þessum tímapunkti að móður hans var aldrei gefinn neinn vökvi. Hann hafi því spurt starfsfólkið sem annaðist hana hvort hún ætti ekki að drekka eitthvað. „Þá var mér sagt að það væri hættulegt af því að hún væri á verkjalyfjum, en við gætum samt reynt að gefa henni vökva með því að bleyta svamp og setja í munninn á henni. Sem ég gerði. Og næstu dagar fóru svo bara í það, ég reyndi að gefa henni vökva og hún tók oft á móti og þegar ég lét vita af því var mér sagt að halda áfram að reyna að gefa henni að drekka.“ Í bréfinu til Landslæknis er það einnig harðlega gagnrýnt að Ólafíu var aldrei gefin næring eða vökvi í æð, þrátt fyrir að fjölskyldan hafi stöðugt spurt fyrir um það. „Okkur var sagt að Ólafía þyldi ekki vökva í æð á þessu tímastigi og myndi hann bara setjast utan á líffærin hennar. Þetta þykir okkur ennþá skrítið af því Ólafía var hress deginum áður en hún var lögð inn og þó hún gat ekki talað af sársauka 27. nóvember þá byrjaði hún að hressast við þann 28. nóvember,“ segir í bréfinu. Rann upp fyrir þeim að um lífslokameðferð Fram kemur í bréfinu að Ólafíu hafi verið neitað um næringu og vökva þann 28. og 29. nóvember þegar meiri styrkur var í henni, og það hafi verið gegn vilja og samráðs fjölskyldu hennar. „Það var dælt svo í hana sterkjum verkjalyfjum og svefnlyfjum strax frá öðrum degi þannig eftir það var hún algjörlega í vímu og með óráði þegar hún var vakandi. Eftir þriðja daginn var henni haldið næstum alfarið sofandi, sem samkvæmt hjúkrunarstarfsfólki var beiðni hennar nokkrum mánuðum áður. Öll fjölskyldan er verulega ósátt við þetta, enda vissi engin af þessari beiðni og var hún hvergi skráð.“ Dagbjartur bætir við: „Hún var að kalla á hjálp á meðan á þessu stóð. Okkur var talin trú um að hún væri undir áhrifum af lyfjum, en við vitum að hún vissi alveg hvað var að gerast. Hún vildi fá vökva og hún vildi fá mat. Svona var þetta meira og minna allan tímann.“ Bræðurnir segjast hafa fengið það staðfest frá öðrum læknum eftir á, þegar þeir spurðust fyrir, að sjúklingar eru ekki teknir af vatns-og næringargjöf nema um lífslokameðferð sé að ræða. „Þú ert að fremja morð hérna fyrir framan okkur“ Á sjötta degi var Ólafía færð yfir í annað herbergi og segja bræðurnir að þá hafi fyrst runnið upp fyrir þeim og fjölskyldunni að hún væri í raun og veru í lífslokameðferð. „Maður leit í kringum sig og sá biblíu og krossa á gluggunum. Þetta var svona „death row“ herbergi. Þarna föttuðum við: já ok, það er verið að færa hana hérna inn til að láta hana deyja,“ segir Ólafur. Þá rifjar Ólafur upp ákveðið augnablik. „Ég man eftir því að á einum tímapunkti fékk afi okkar nóg, og hann sagði beinlínis við lækninn: „Þú ert að fremja morð hérna fyrir framan okkur.“ En það var tilfinningin sem við vorum öll með. Ég veit að öll fjölskyldan er sammála um þetta.“ Dagbjartur talar einnig fyrir hönd Benedikts Gabríels Sigurðssonar, eiginmanns Ólafíu, en Benedikt er heyrnarlaus. Benedikt tekur undir þetta og segir að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldunnar um að Benedikt yrði veittur túlkur, hafi sú beiðni aldrei verið veitt. Sonur Benedikts, Fannar Benediktsson, er eina manneskjan í fjölskyldunni sem er fær í táknmáli. Fannar var beðinn um að túlka þung læknisfræðileg hugtök fyrir Benedikt á fundinum þann 27. nóvember, en eftir þann fund vöknuðu einungis upp fleiri spurningar sem Benedikt var aldrei fær um að spyrja vegna skorts á túlki. Dagbjartur segir mikilvægt að vekja athygli á þeirri augljósu mismunun og fötlunarfordómum sem hafi átt sér stað þarna. „Ímyndaðu þér að makinn þinn fer í lyfjagjöf, fer í framhaldi á spítala og er haldið hálf meðvitundarlausum í níu daga, án næringar og vatns og svo endar það með því að makinn þinn deyr. Og í gegnum allt það ferli að þá færðu ekki eitt stakt orð frá lækni né hjúkrunarfræðing. Þú veist ekkert. Í hvaða þjóðfélagi heims telst þetta í lagi?“ Rúmum tveim mánuðum eftir andlát Ólafíu varð Benedikt að leggjast undir hnífinn; hjartaaðgerð vegna áfallastreitu. Náði ekki að kveðja Ólafur og Dagbjartur segja fjölskylduna hafa verið viðstadda þegar móðir þeirra kvaddi, en á þeim tímapunkti hafi hún verið í svo miklu lyfjamóki að það var engin leið fyrir hana að tjá sig. „Við fengum að kveðja hana en hún fékk aldrei tækifæri til að kveðja okkur, af því að hún heyrði ekki í okkur. Það var tekið frá henni. Hún fékk ekki að segja bless við okkur. Það er það sem mér finnst sárast í þessu öllu saman. Hún var búin að hlakka til að eiga tíma með okkur og fá að kveðja okkur almennilega.“ Ólafur er menntaður sjúkraliði og hefur sjálfur starfað árum saman í heilbrigðisgeiranum. „Ég hef viðstaddur margar lífslokameðferðir og ég séð hvernig þær ganga fyrir sig. Þó svo að lífslokameðferð fylgi sorg þá getur þetta líka verið mjög falleg og dýrmæt athöfn. Ef rétt er staðið að málum, það er að segja. Það var ekki gert þarna. Hún var bara tekin frá okkur,“ segir Ólafur. „Þessi kveðjustund var bara tekin af okkur. Ef við hefðum bara fengið að tala við hana, leyfa henni að átta sig. Þá hefði hún ekki þurft að enda ævina svona.“ Í bréfinu lýsir Linda Rós Eðvarsdóttir, systir Dagbjartar og Ólafs upplifun sinni svo: „Frá sjónarhorni okkar aðstandenda er líklegra að hún hafi soltið til dauða vegna vanrækslu HSS heldur en að hún hafi látist af krabbameininu sjálfu. Það er alveg ljóst að Ólafía hefði dáið, ef ekki þann 5. desember þá kannski vikum eða mánuðum seinna. En það er ekki bara dýrmætur tími sem við hefðum getað eytt jólum og áramótum með mömmu okkar. Við, og ég tala núna út frá sjálfri mér sérstaklega, sátum við hlið hennar í níu daga í sárum kvölum með engar útskýringar eða fundi til að hjálpa okkur að koma saman sem fjölskylda að kveðja hana. Við sátum í óvissu og gátum ekki einu sinni kvatt hana né talað við hana af því henni var haldið svo dópaðri strax frá fyrstu innlögn. Ég sjálf gat ekki lokað augunum í marga mánuði án þess að sjá mömmu mína fyrir mér hryglandi í spítalarúmi hálf meðvitundarlaus og kvalin.“ Í bréfinu til Landlæknis er jafnframt tekið fram að fjölskylda og aðstandendur Ólafíu hafi upplifað mikla áfallastreituröskun í kjölfar andláts hennar ásamt röskun á atvinnu og persónulífi. „Hefði lífslokameðferðin verið tekin í samráði við okkur og okkur gert betur grein fyrir hvaða ferli var í gangi hefðum við getað tekist á við þetta á mun betri hátt. Við munum alltaf þurfa að lifa við spurninguna, hvað ef. Hvað ef henni hefði verið gefið næring og vökvi frá upphafi? Hvað ef einn af þessum ellefu læknum hefði tekið hana alvarlega og hlustað á hana? Hvað ef hún væri ekki öryrki, eða kona? Hvað ef hún hefði búið á Akranesi?“ Fann fyrir óstjórnanlegri reiði Líkt og fyrr segir hafa fjölmiðlar fjallað töluvert um málin undanfarna mánuði og hafa fjölmargir kollegar Skúla Tómasar lýst því yfir að þeir standi með honum. „Ég upplifi þetta eins og gaslýsingu. Maður er sjá hinar og þessar fréttir þar sem læknar eru að tjá sig um þetta, og hinir og þessir sem segja að þetta hafi verið svona en ekki hinsegin. Mér fannst eins og þetta væri einhverskonar herferð gegn okkur sem erum aðstandendur. Þegar ég las þetta varð ég bara hálf ónýtur. Þetta er svo ruglingslegt að maður fer hálfpartinn að trúa því sjálfur að maður hafi rangt fyrir sér. En svo skoða ég aftur sjúkrasöguna, og hugsa til baka og þá sé ég staðreyndirnar svart á hvítu,“ segir Dagbjartur. Ólafur sá sig knúinn til að skrifa pistil á Facebook á dögunum, eftir að hafa lesið fréttir þar sem greint var frá stuðningi lækna og annarra við Skúla Tómas. „Þetta var á laugardegi. Ég fann fyrir alveg óstjórnanlegri reiði, en ég var einhvern veginn ekki að átta mig á því hvaðan hún kom. Ég er nú yfirleitt frekar yfirvegaður og rólegur, myndi ég segja.“ Ólafur segir að það hafi runnið upp fyrir sér ljós síðar um daginn, eftir að hann hafði rætt við systkini sín. Í ljós kom að umfjöllunin hafði valdið þeim öllum hugaræsingi. Í kjölfarið hafi hann ekki getað setið lengur á sér. Blöskraði fréttir af endurkomu á Landspítalann „Ég var bara að brenna inni í mér. Þarna var ég í fyrsta skipti að segja frá minni upplifun, koma þessu út úr hausnum á mér. Það var ákveðin losun, og mér fannst það hjálpa.“ Bræðurnir segja að þeim hafi báðum blöskrað þegar fréttir birst af því að Skúli Tómas væri kominn aftur til starfa. „Hvernig í ósköpunum þykir þetta lagi? Að maður sem er í ákæruferli, grunaður um að hafa valdið dauða sex einstaklinga, og mögulega fleiri, að hann fái bara að snúa aftur í vinnuna? Við erum að tala um raðmorð. Þetta eru fjöldamorð. Mér finnst þetta svo bilað, og ég bara skil þetta ekki. Hvernig er þetta hægt?“ Hann segir þó gott að geta huggað sig við það að síðustu mánuðirnir í lífi móður hans voru um margt ánægjulegir. „Mamma náði að vera viðstödd þegar ég gifti mig, tveimur mánuðum áður en hún dó. Ég á myndir frá þessum degi þar sem hún er úti á Möltu í góðum fíling, hress og skælbrosandi. Hún fékk að upplifa þennan mikilvæga dag í lífi mínu.“ Ólafía Kristný náði að verða vitni að því að þegar sonur hennar Dagbjartur gifti sig.Aðsend Hann bætir við: „Í rauninni langar mig mest af öllu að draga mig úr allri þessari umræðu, mig langar bara að fá syrgja mömmu í friði og halda áfram með lífið. En að horfa upp á þetta kerfi, sem leyfir þessum manni að starfa áfram þrátt fyrir allt þetta, það bara knýr mig áfram. Mér finnst ég verða að segja eitthvað.“ Þá segist Ólafur vona að umfjöllun muni skapa þrýsting á Landlæknisembættið og það komist einhver niðurstaða í rannsóknina. „Núna stendur rannsókn Landlæknis ennþá yfir. Það hefur gengið rosalega illa að fá upplýsingar frá HSS, af því að sjúkrasagan hennar mömmu er mjög illa skrifuð og slitrótt. Ég einfaldlega veit það fyrir víst að var ekki rétt staðið að þessu með mömmu. Og ég veit að ég get treysti þeirri tilfinningu hundrað prósent. Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi.“ Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56 Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. 22. janúar 2023 16:30 Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. 24. mars 2022 15:57 Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. 14. desember 2021 18:17 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37 Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43 Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta segir Dagbjartur E. Taylor, sonur Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í desember 2019. Andlát Ólafíu er eitt af fimm málum sem eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þau tengjast öll svokölluðum tilefnislausum lífslokameðferðum af hálfu Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis. Lögreglurannsókn er lokið á sex sambærilegum málum og hafa þau verið send í ákæruferli. Ólafía Kristný greindist með fjórða stigs krabbamein í júní 2019 og lést hálfu ári síðar. Fjölskylda hennar segir hana hafa verið setta í lífslokameðferð að þeim óafvitandi og án nokkurs samráðs við aðstandendur. Árið 2021 sendi fjölskyldan Landlækni bréf. Þar sögðust þau ósátt, ráðvillt og sorgmædd vegna mikils skorts á upplýsingagjöf og furðulegra samskipta við HSS frá upphafi. Þau telja að ekki hafi verið rétt staðið að málum, bæði við greiningu á krabbameini, meðferðina sjálfa og við ákvörðun um að setja Ólafíu á lífslokameðferð. Kominn aftur til starfa Vísir hefur fjallað ítarlega um mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu. Rannsókn landlæknis í málinu hefur verið sögð ein sú umfangsmesta í sögu embættisins. Í maí í fyrra var greint frá því að Skúli Tómas væri kominn í leyfi frá Landsspítalanum. Skúli Tómas var upphaflega sviptur lækningaleyfi sínu eftir að málið kom upp en fékk seinna takmarkað lækningaleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þann 18. janúar síðastliðinn kom fram að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi og hefur ekki umsjón með sjúklingum. Þann 22. janúar síðastliðinn tjáði Skúli Tómas sig loks opinberlega um málið. Hann birti stutta yfirlýsingu á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði meðal annars að umfjöllun um málið hefði verið afar villandi og hreinlega röng og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfar yfirlýsingarinnar stigu fjölmargir kollegar hans úr læknastéttinni fram og lýstu yfir stuðningi sínum við Skúla. Ellefu mál tengd Skúla Tómasi voru til rannsóknar hjá lögreglu. Lögreglurannsókn er lokið í sex þeirra og eru á leið í ákærumeðferð hjá héraðssaksóknara. Fimm mál eru enn til skoðunar hjá Landlækni. Eitt af þessum fimm málum snýr að andláti Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur. Þurfti að ganga á eftir læknum Ólafur Taylor og Dagbjartur Taylor eru synir Ólafíu Kristnýjar. „Ég hef ekkert tjáð mig um þetta almennilega hingað til. En þegar ég sá alla þessa flóðbylgju af læknum stíga fram og tjá sig, það vakti upp í mér svo rosalega mikla reiði. Ég er eiginlega bara búinn að vera ónýtur síðustu tvær vikur,“ segir Dagbjartur. Hann vísar til þess að nafntogaðir læknar hér á landi, þeirra á meðal fyrrverandi forstjóri Landspítalans, hafa tekið upp hanskann fyrir Skúla Tómas í fjölmiðlum og vísað til þess að menn séu saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð. Ólafía Kristný greindist með fjórða stigs briskrabbamein í júní 2019, þá 62 ára gömul. Hún átti fimm uppkomin börn og þrjá stjúpsyni og hafði verið gift seinni eiginmanni sínum í 22 ár. Í fyrrnefndu kvörtunarbréfi til Landlæknis kemur fram að margt hafi verið afbrigðilegt og ábótavant við aðdragandann á krabbameinsgreiningunni. Fram kemur að Ólafía hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum leitað bæði á heilsugæslu og á bráðamóttöku á sex mánaða tímabili, og allan tímann hafi hún verið sárkvalin. Hægt sé að telja ellefu lækna á þessu sex mánaða tímabili innan HSS sem bregðast við að senda hana í viðeigandi rannsóknir og hafi Ólafía því sjálf þurft að elta uppi alla þjónustu. „Við vissum alveg að hún myndi ekki lifa þetta af. En við gerðum ekki ráð fyrir að hún myndi fara strax," segir Dagbjartur.Aðsend „Ólafía var iðulega látin flakka milli ólíkra lækna sem virðast ekki hafa talað við hvort aðra né lesið sjúkraskrá hennar. Þeir voru oft að telja upp sömu upplýsingar og setja þær fram sem nýjar,“ segir í bréfinu. Á öðrum stað segir að Ólafíu hafi verið „vísað frá, frá gert lítið úr framburði hennar og hún hunsuð“ þegar hún greindi frá kvíða sem var að byggjast upp hjá henni vegna lítilla svara við gríðarlega miklum verkjum. Þá séu oft mótsagnir í sjúkraskránni milli lækna hvort hún hafi verið verkjuð í daga, vikur eða mánuði eða lítið sem ekkert verkjuð. Þá segir einnig í bréfinu að Ólafía hafi ekki verið látin vita um niðurstöður myndarannsóknar frá Domus Medica á sínum tíma, sem sýndi bletti á brisi. Hún hafi sjálf hringt á heilsugæslunnar á Akranesi til að fá upplýsingar og verið þá tjáð að fara beina leið á bráðamóttöku. Jafnframt kemur fram að um það leyti sem Ólafía greindist loks með briskrabbameinið hafi ekki verið neinar upplýsingar um samskipti, túlkanir eða niðurstöður myndarannsókna við hana skráðar. Var hress og lífsglöð undir lokin Í nóvemberlok 2019 hafði Ólafía gengist undir þrjár lyfjameðferðir. „Hún var alltaf svolítið veik eftir á og það var búið að vera „debate“ um hvort hún ætti að fara í aðra lyfjameðferð,“ segir Dagbjartur. Hann bætir því við að móðir þeirra, og fjölskyldan öll, hafi verið raunsæ varðandi aðstæðurnar. „Við vissum öll að þessi tegund af krabbameini dregur fólk til dauða. Við vissum alveg að hún myndi ekki lifa þetta af. En við gerðum ekki ráð fyrir að hún myndi fara strax. Við vorum búin að gera ráð fyrir því að eiga næstu mánuði saman.“ „Við vorum bara að bíða eftir að hún myndi vakna, svo við gætum spjallað við hana. Á meðan var alltaf verið að koma inn og dæla í hana verkjalyfjum og svefnlyfjum,“ segir Ólafur.Aðsend Ólafur er búsettur í Danmörku og Dagbjartur er búsettur í Skotlandi. Bræðurnir taka það sérstaklega fram að móðir þeirra hafi verið með eindæmum hress, jákvæð og lífsglöð síðustu vikurnar og dagana áður en hún var sett í lífslokameðferðina. „Hún var búin að gera allskonar plön og við vorum búin að gera allskonar plön. Við ætluðum öll að vera saman um jólin til dæmis. Daginn áður en hún átti að fara í lyfjameðferð hringdi hún í mig og var alveg eldhress, hún vildi bara heyra í stráknum sínum og svona. Ég ætlaði að koma og vera á Íslandi um jólin og hún var ofboðslega spennt. Ég bað hana að hringja í mig þegar hún væri búin í lyfjameðferðinni daginn eftir. En svo hringdi hún aldrei.“ Ólafía ásamt eiginmanni sínum Benedikt. Ólafía rak um árabil blómabúðina Dalíu í Glæsibæ.Aðsend Dagbjartur rifjar einnig upp síðasta símtalið sem hann átti við móður sína, þennan sama dag. Hann var þá staddur í brúðkaupsferð í Jóhannesarborg. „Það var frábært spjall sem við áttum. Ég var að segja henni frá ferðinni og öllu dýraríkinu þarna úti. Hún var að tala um hana langaði að koma til Glasgow og heimsækja okkur.“ Bræðurnir fengu báðir símtal frá fjölskyldumeðlimum daginn eftir, þann 26.nóvember, þar sem þeim var tjáð að hún hefði brugðist illa við lyfjagjöf og verið lögð inn. Ástand hennar væri alvarlegt. Þeir flugu til Íslands með hraði. Ósannindi í sjúkraskýrslu Atburðarásin sem tók við í kjölfarið spannaði níu daga. Fram kemur í bréfinu til Landlæknis að þann 27. nóvember hafi verið haldinn fjölskyldufundur með nánustu aðstandendum Ólafíu þar sem rætt hafi verið um framhald meðferðarinnar. Á fundinum voru þrír læknar, þar á meðal Skúli Tómas Gunnlaugsson, og tveir hjúkrunarfræðingar. Fram kemur að fjölskyldan hafi öll verið samþykk því að stoppa lyfjagjöf en þegar þau hafi spurt hversu langt Ólafía ætti eftir hafi þau fengið þau svör að það væri „ómögulegt að segja.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Á fundinum töluðu læknar um að góðar líkur, en þó ekki fullvíst, að Ólafía myndi ná sér upp fljótlega og geta snúið heim. Í sjúkraskrá hennar kemur hins vegar fram að þann 30. nóvember er hún sett á lífslokameðferð í samráði við aðstandendur en það er merkt óskráð í sjúkraskránni við hvern var talað, enda ekki talað við neitt af okkur, né við Ólafíu sjálfa.“ Á öðrum stað segir að eftir þennan eina fjölskyldufund hafi öll upplýsingagjöf verið „óformleg í gegnum hjúkrunarfræðingana og ekkert flæði eða samstilling milli við hvern var talað hverju sinni.“ Í sjúkraskýrslu Ólafíu, sem Skúli Tómas Gunnlaugsson ritar þann 6. desember 2019, kemur fram að „endurteknir fjölskyldufundir hafi verið haldnir af bæði honum og Sigurði Árnasyni að útskýra lífslokameðferðina og allir ættingjar væru sáttir.“ Hvergi er tekið fram hver ástæðan var fyrir lífslokameðferðinni, af hverju sú ákvörðun var tekin. Þá kemur fram í sjúkraskrá hennar að þann 30. nóvember hafi meðferð hennar verið uppfærð á lífslokameðferð, „samráði við aðstandendur.“ Að sögn bræðranna er þetta beinlínis ósatt. „Við öll fjölskyldan getum staðfest það að það voru engir fundnir haldir með okkur, fyrir utan þennan eina í upphafi. Við vorum aldrei látin vita og það var aldrei útskýrt fyrir okkur að um lífslokameðferð væri að ræða,“ segir Dagbjartur. Biðu og vonuðu Bræðurnir lýsa atburðarásinni næstu daga, þar sem þeir og aðrir fjölskyldumeðlimir skiptust á að sitja hjá Ólafíu. „Við vorum bara að bíða eftir að hún myndi vakna, svo við gætum spjallað við hana. Á meðan var alltaf verið að koma inn og dæla í hana verkjalyfjum og svefnlyfjum,“ segir Ólafur. „Allan þennan tíma héldum við að hún myndi koma til baka og myndum geta talað við hana.“ Hann segist hafa furðað sig á því á þessum tímapunkti að móður hans var aldrei gefinn neinn vökvi. Hann hafi því spurt starfsfólkið sem annaðist hana hvort hún ætti ekki að drekka eitthvað. „Þá var mér sagt að það væri hættulegt af því að hún væri á verkjalyfjum, en við gætum samt reynt að gefa henni vökva með því að bleyta svamp og setja í munninn á henni. Sem ég gerði. Og næstu dagar fóru svo bara í það, ég reyndi að gefa henni vökva og hún tók oft á móti og þegar ég lét vita af því var mér sagt að halda áfram að reyna að gefa henni að drekka.“ Í bréfinu til Landslæknis er það einnig harðlega gagnrýnt að Ólafíu var aldrei gefin næring eða vökvi í æð, þrátt fyrir að fjölskyldan hafi stöðugt spurt fyrir um það. „Okkur var sagt að Ólafía þyldi ekki vökva í æð á þessu tímastigi og myndi hann bara setjast utan á líffærin hennar. Þetta þykir okkur ennþá skrítið af því Ólafía var hress deginum áður en hún var lögð inn og þó hún gat ekki talað af sársauka 27. nóvember þá byrjaði hún að hressast við þann 28. nóvember,“ segir í bréfinu. Rann upp fyrir þeim að um lífslokameðferð Fram kemur í bréfinu að Ólafíu hafi verið neitað um næringu og vökva þann 28. og 29. nóvember þegar meiri styrkur var í henni, og það hafi verið gegn vilja og samráðs fjölskyldu hennar. „Það var dælt svo í hana sterkjum verkjalyfjum og svefnlyfjum strax frá öðrum degi þannig eftir það var hún algjörlega í vímu og með óráði þegar hún var vakandi. Eftir þriðja daginn var henni haldið næstum alfarið sofandi, sem samkvæmt hjúkrunarstarfsfólki var beiðni hennar nokkrum mánuðum áður. Öll fjölskyldan er verulega ósátt við þetta, enda vissi engin af þessari beiðni og var hún hvergi skráð.“ Dagbjartur bætir við: „Hún var að kalla á hjálp á meðan á þessu stóð. Okkur var talin trú um að hún væri undir áhrifum af lyfjum, en við vitum að hún vissi alveg hvað var að gerast. Hún vildi fá vökva og hún vildi fá mat. Svona var þetta meira og minna allan tímann.“ Bræðurnir segjast hafa fengið það staðfest frá öðrum læknum eftir á, þegar þeir spurðust fyrir, að sjúklingar eru ekki teknir af vatns-og næringargjöf nema um lífslokameðferð sé að ræða. „Þú ert að fremja morð hérna fyrir framan okkur“ Á sjötta degi var Ólafía færð yfir í annað herbergi og segja bræðurnir að þá hafi fyrst runnið upp fyrir þeim og fjölskyldunni að hún væri í raun og veru í lífslokameðferð. „Maður leit í kringum sig og sá biblíu og krossa á gluggunum. Þetta var svona „death row“ herbergi. Þarna föttuðum við: já ok, það er verið að færa hana hérna inn til að láta hana deyja,“ segir Ólafur. Þá rifjar Ólafur upp ákveðið augnablik. „Ég man eftir því að á einum tímapunkti fékk afi okkar nóg, og hann sagði beinlínis við lækninn: „Þú ert að fremja morð hérna fyrir framan okkur.“ En það var tilfinningin sem við vorum öll með. Ég veit að öll fjölskyldan er sammála um þetta.“ Dagbjartur talar einnig fyrir hönd Benedikts Gabríels Sigurðssonar, eiginmanns Ólafíu, en Benedikt er heyrnarlaus. Benedikt tekur undir þetta og segir að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldunnar um að Benedikt yrði veittur túlkur, hafi sú beiðni aldrei verið veitt. Sonur Benedikts, Fannar Benediktsson, er eina manneskjan í fjölskyldunni sem er fær í táknmáli. Fannar var beðinn um að túlka þung læknisfræðileg hugtök fyrir Benedikt á fundinum þann 27. nóvember, en eftir þann fund vöknuðu einungis upp fleiri spurningar sem Benedikt var aldrei fær um að spyrja vegna skorts á túlki. Dagbjartur segir mikilvægt að vekja athygli á þeirri augljósu mismunun og fötlunarfordómum sem hafi átt sér stað þarna. „Ímyndaðu þér að makinn þinn fer í lyfjagjöf, fer í framhaldi á spítala og er haldið hálf meðvitundarlausum í níu daga, án næringar og vatns og svo endar það með því að makinn þinn deyr. Og í gegnum allt það ferli að þá færðu ekki eitt stakt orð frá lækni né hjúkrunarfræðing. Þú veist ekkert. Í hvaða þjóðfélagi heims telst þetta í lagi?“ Rúmum tveim mánuðum eftir andlát Ólafíu varð Benedikt að leggjast undir hnífinn; hjartaaðgerð vegna áfallastreitu. Náði ekki að kveðja Ólafur og Dagbjartur segja fjölskylduna hafa verið viðstadda þegar móðir þeirra kvaddi, en á þeim tímapunkti hafi hún verið í svo miklu lyfjamóki að það var engin leið fyrir hana að tjá sig. „Við fengum að kveðja hana en hún fékk aldrei tækifæri til að kveðja okkur, af því að hún heyrði ekki í okkur. Það var tekið frá henni. Hún fékk ekki að segja bless við okkur. Það er það sem mér finnst sárast í þessu öllu saman. Hún var búin að hlakka til að eiga tíma með okkur og fá að kveðja okkur almennilega.“ Ólafur er menntaður sjúkraliði og hefur sjálfur starfað árum saman í heilbrigðisgeiranum. „Ég hef viðstaddur margar lífslokameðferðir og ég séð hvernig þær ganga fyrir sig. Þó svo að lífslokameðferð fylgi sorg þá getur þetta líka verið mjög falleg og dýrmæt athöfn. Ef rétt er staðið að málum, það er að segja. Það var ekki gert þarna. Hún var bara tekin frá okkur,“ segir Ólafur. „Þessi kveðjustund var bara tekin af okkur. Ef við hefðum bara fengið að tala við hana, leyfa henni að átta sig. Þá hefði hún ekki þurft að enda ævina svona.“ Í bréfinu lýsir Linda Rós Eðvarsdóttir, systir Dagbjartar og Ólafs upplifun sinni svo: „Frá sjónarhorni okkar aðstandenda er líklegra að hún hafi soltið til dauða vegna vanrækslu HSS heldur en að hún hafi látist af krabbameininu sjálfu. Það er alveg ljóst að Ólafía hefði dáið, ef ekki þann 5. desember þá kannski vikum eða mánuðum seinna. En það er ekki bara dýrmætur tími sem við hefðum getað eytt jólum og áramótum með mömmu okkar. Við, og ég tala núna út frá sjálfri mér sérstaklega, sátum við hlið hennar í níu daga í sárum kvölum með engar útskýringar eða fundi til að hjálpa okkur að koma saman sem fjölskylda að kveðja hana. Við sátum í óvissu og gátum ekki einu sinni kvatt hana né talað við hana af því henni var haldið svo dópaðri strax frá fyrstu innlögn. Ég sjálf gat ekki lokað augunum í marga mánuði án þess að sjá mömmu mína fyrir mér hryglandi í spítalarúmi hálf meðvitundarlaus og kvalin.“ Í bréfinu til Landlæknis er jafnframt tekið fram að fjölskylda og aðstandendur Ólafíu hafi upplifað mikla áfallastreituröskun í kjölfar andláts hennar ásamt röskun á atvinnu og persónulífi. „Hefði lífslokameðferðin verið tekin í samráði við okkur og okkur gert betur grein fyrir hvaða ferli var í gangi hefðum við getað tekist á við þetta á mun betri hátt. Við munum alltaf þurfa að lifa við spurninguna, hvað ef. Hvað ef henni hefði verið gefið næring og vökvi frá upphafi? Hvað ef einn af þessum ellefu læknum hefði tekið hana alvarlega og hlustað á hana? Hvað ef hún væri ekki öryrki, eða kona? Hvað ef hún hefði búið á Akranesi?“ Fann fyrir óstjórnanlegri reiði Líkt og fyrr segir hafa fjölmiðlar fjallað töluvert um málin undanfarna mánuði og hafa fjölmargir kollegar Skúla Tómasar lýst því yfir að þeir standi með honum. „Ég upplifi þetta eins og gaslýsingu. Maður er sjá hinar og þessar fréttir þar sem læknar eru að tjá sig um þetta, og hinir og þessir sem segja að þetta hafi verið svona en ekki hinsegin. Mér fannst eins og þetta væri einhverskonar herferð gegn okkur sem erum aðstandendur. Þegar ég las þetta varð ég bara hálf ónýtur. Þetta er svo ruglingslegt að maður fer hálfpartinn að trúa því sjálfur að maður hafi rangt fyrir sér. En svo skoða ég aftur sjúkrasöguna, og hugsa til baka og þá sé ég staðreyndirnar svart á hvítu,“ segir Dagbjartur. Ólafur sá sig knúinn til að skrifa pistil á Facebook á dögunum, eftir að hafa lesið fréttir þar sem greint var frá stuðningi lækna og annarra við Skúla Tómas. „Þetta var á laugardegi. Ég fann fyrir alveg óstjórnanlegri reiði, en ég var einhvern veginn ekki að átta mig á því hvaðan hún kom. Ég er nú yfirleitt frekar yfirvegaður og rólegur, myndi ég segja.“ Ólafur segir að það hafi runnið upp fyrir sér ljós síðar um daginn, eftir að hann hafði rætt við systkini sín. Í ljós kom að umfjöllunin hafði valdið þeim öllum hugaræsingi. Í kjölfarið hafi hann ekki getað setið lengur á sér. Blöskraði fréttir af endurkomu á Landspítalann „Ég var bara að brenna inni í mér. Þarna var ég í fyrsta skipti að segja frá minni upplifun, koma þessu út úr hausnum á mér. Það var ákveðin losun, og mér fannst það hjálpa.“ Bræðurnir segja að þeim hafi báðum blöskrað þegar fréttir birst af því að Skúli Tómas væri kominn aftur til starfa. „Hvernig í ósköpunum þykir þetta lagi? Að maður sem er í ákæruferli, grunaður um að hafa valdið dauða sex einstaklinga, og mögulega fleiri, að hann fái bara að snúa aftur í vinnuna? Við erum að tala um raðmorð. Þetta eru fjöldamorð. Mér finnst þetta svo bilað, og ég bara skil þetta ekki. Hvernig er þetta hægt?“ Hann segir þó gott að geta huggað sig við það að síðustu mánuðirnir í lífi móður hans voru um margt ánægjulegir. „Mamma náði að vera viðstödd þegar ég gifti mig, tveimur mánuðum áður en hún dó. Ég á myndir frá þessum degi þar sem hún er úti á Möltu í góðum fíling, hress og skælbrosandi. Hún fékk að upplifa þennan mikilvæga dag í lífi mínu.“ Ólafía Kristný náði að verða vitni að því að þegar sonur hennar Dagbjartur gifti sig.Aðsend Hann bætir við: „Í rauninni langar mig mest af öllu að draga mig úr allri þessari umræðu, mig langar bara að fá syrgja mömmu í friði og halda áfram með lífið. En að horfa upp á þetta kerfi, sem leyfir þessum manni að starfa áfram þrátt fyrir allt þetta, það bara knýr mig áfram. Mér finnst ég verða að segja eitthvað.“ Þá segist Ólafur vona að umfjöllun muni skapa þrýsting á Landlæknisembættið og það komist einhver niðurstaða í rannsóknina. „Núna stendur rannsókn Landlæknis ennþá yfir. Það hefur gengið rosalega illa að fá upplýsingar frá HSS, af því að sjúkrasagan hennar mömmu er mjög illa skrifuð og slitrótt. Ég einfaldlega veit það fyrir víst að var ekki rétt staðið að þessu með mömmu. Og ég veit að ég get treysti þeirri tilfinningu hundrað prósent. Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi.“
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56 Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. 22. janúar 2023 16:30 Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. 24. mars 2022 15:57 Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. 14. desember 2021 18:17 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37 Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43 Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56
Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. 22. janúar 2023 16:30
Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01
Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02
Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. 24. mars 2022 15:57
Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. 14. desember 2021 18:17
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10
Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41
Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37
Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43
Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30