Viðskipti innlent

Vegagerðin býður út styrkingu Þrengslavegar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá þjóðveginum um Þrengsli. Um hann liggur aðalleiðin milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur. Fjær sjást Litla-Sandfell og Geitafell.
Frá þjóðveginum um Þrengsli. Um hann liggur aðalleiðin milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur. Fjær sjást Litla-Sandfell og Geitafell. Egill Aðalsteinsson

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í styrkingu Þrengslavegar á kaflanum milli Lambafells og Litla-Sandfells. Verkinu á að ljúka fyrir lok sumars.

Í útboðsauglýsingu kemur fram að boðin sé út endurmótun, styrking og malbikun á 5,4 kílómetra kafla, milli afleggjara að Lambafellsnámu og afleggjara að Litla-Sandfelli. Verkið felst að stærstum hluta í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn malbiks.

Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×