Gerrard yrði loksins enskur meistari ef enska deildin færi ítölsku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool en hann lék 504 deildarleiki og samtals í sautján ár með félaginu án þess að verða enskur meistari. Getty/Shaun Botterill Á Ítalíu hafa félögin misst titlana sína þegar þau hafa brotið reglur með gróflegum hætti. Nú standa öll spjót að Manchester City eftir harðorða yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira