Enski boltinn

Ten Hag ætlar út með ruslið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Talið er að Manchester United stefni á að selja Harry Maguire í sumar.
Talið er að Manchester United stefni á að selja Harry Maguire í sumar. Matthew Ashton/Getty Images

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, ætlar að taka rækilega til í leikmannamálum félagsins í sumar. Talið er að sex leikmenn verði seldir í sumar, þar á meðal verða fyrirliðinn Harry Maguire og framherjinn Anthony Martial.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News greinir frá því að Rauðu djöflarnir séu tilbúnir að selja manninn sem titlaður er fyrirliði liðsins í dag. Maguire er hins vegar meira á bekknum heldur en inn á vellinum og því er hann til sölu í sumar.

Martial hefur verið meiddur í nær allan vetur og var búið að taka ákvörðun um að selja hann áður en hann meiddist í leiknum gegn Nottingham Forest á dögunum.

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Telles er á láni hjá Sevilla á Spáni og er frjálst að yfirgefa félagið ef það kemur ásættanlegt tilboð í sumar. Sömu sögu er að segja af miðverðinum Eric Bailly sem er í láni hjá Marseille.

Dagar Donny van de Beek virðast taldir hjá félaginu vera taldir en hann er meiddur út tímabilið og gæti reynst þrautin þyngri að finna nýtt félag fyrir hann í sumar. Scott McTominay hefur verið orðaður Newcastle United og gæti verið að hann verði seldur í sumar ef tilboð berst að norðan.

Ofan á allt þetta verða varnarmennirnir Phil Jones og Axel Tuanzebe samningslausir í sumar sem og markvörðurinn David de Gea. Sá síðastnefndi er hins vegar í viðræðum við félagið um nýjan samning á meðan hinir tveir geta fundið sér nýtt lið.

David de Gea hefur leikið vel á tímabilinu.EPA-EFE/ANDREW YATES



Fleiri fréttir

Sjá meira


×