Innlent

Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni

Kolbeinn Tumi Daðason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa
Dagurinn í dag verður örlagaríkur í deilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins og ríkissáttasemjara.
Dagurinn í dag verður örlagaríkur í deilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins og ríkissáttasemjara. Vísir

Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög.

Von er á dómi í héraði hvað félagatalið varðar upp úr klukkan 13:15. Þá er von á dómi í Félagsdómi varðandi lögmæti boðaðs verkfalls á morgun klukkan 14:30. Fréttastofa verður á svæðinu og greinir jafnóðum frá því sem fram fer.

Þá ræðir fréttamaður okkar við fulltrúa málsaðila á staðnum hverju sinni.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 ef hún birtist ekki strax.

Uppfært klukkan 15:15

Þá hafa bæði héraðsdómur og Félagsdómur komist að niðurstöðu. Efling á að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Verkfall Eflingar sem hefst að óbreyttu á hádegi á morgun er lögmætt. 

Allar fréttir dagsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×