Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Stjörnurnar voru hver annarri glæsilegri á rauða dreglinum í nótt. Samsett Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. Tónlistarkonan Beyoncé var klárlega sigurvegari kvöldsins en hún hlaut fjögur verðlaun. Nú á hún hvorki meira né minna en 32 Grammy-verðlaunagripi og er hún því orðinn sá einstaklingur sem hlotið hefur flest Grammy-verðlaun. Aðrir verðlaunahafar kvöldsins voru meðal annars Harry Styles, Adele, Lizzo, Kendrick Lamar, Sam Smith og Kim Petras. Þó svo að það sé mikill sigur fyrir tónlistarfólk að fara heim með Grammy verðlaun, getur gott augnablik á rauða dreglinum verið sigur út af fyrir sig. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan Taylor Swift var tilnefnd til fjögurra verðlauna og fór heim með verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið fyrir stuttmynd sína við lagið All Too Well. Swift klæddist dökkbláu setti frá Roberto Cavalli sem þakið var kristöllum. Hún toppaði svo dressið með skarti frá Lorraine Schwartz sem talið er að kosti rúmar 400 milljónir íslenskar krónur.Getty/Jeff Kravitz Harry Styles var stórglæsilegur að venju. Hann klæddist þessum litríka samfesting, sem þakinn var Swarovski kristöllum, á rauða dreglinum. Hann hafði svo fataskipti áður en hann steig á svið og flutti lagið As It Was. Styles fór heim með verðlaun fyrir plötu ársins og bestu poppplötuna.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly og unnusta hans Megan Fox voru í stíl á Grammy verðlaunahátíðinni eins og svo oft áður. Kelly klæddist silfurlituðum jakkafötum frá Dolce & Gabbana, á meðan Fox klæddist hvítum kjól með silfurlituðum smáatriðum frá Zuhair Murad. Kelly var tilnefndur fyrir rokkplötu ársins.Getty/Kevin Mazur Stórsöngkonan Adele var stórglæsileg í rauðum kjól úr smiðju Louis Vuitton. Hér stillir hún sér upp með Grammy verðlaunum sem hún vann fyrir besta poppsóló flutninginn fyrir lagið Easy On Me. Adele hafði ekki verið tilnefnd til verðlaunanna síðan hún sópaði að sér verðlaunum árið 2017.Getty/Alberto E. Rodriguez Jennifer Lopez mætti ekki á rauða dregilinn, heldur mætti hún rétt áður en hún átti að kynna fyrstu verðlaun kvöldsins. Hún var stórglæsileg að venju, að þessu sinni klædd í bláan Gucci kjól með síðu slöri. J.Lo mætti á hátíðina með eiginmanni sínum Ben Affleck.Getty/Phillip Faraone Það er óhætt að segja að tónlistarkoan Lizzo hafi stolið senunni á rauða dreglinum í þessu Dolce & Gabbana dressi. Undir skikkjunni var Lizzo í klassískum, appelsínugulum kjól og var hún stórglæsileg.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Stórstjarnan Sam Smith átti eitt af eftirtektarverðustu lúkkum kvöldsins. Hán mætti ásamt tónlistarkonunni Kim Petras og dragdrottningunum Violet Chachki og Gottmilk. Smith og Petras unnu til verðlauna fyrir popp dúett ársins fyrir lag sitt Unholy sem þau fluttu á hátíðinni.Getty/Jeff Kravitz Cardi B var klárlega ein af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan var klædd í bláan kjól úr smiðju indverska hönnuðarins Gaurav Gupta. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Offset. Cardi B var vissulega ekki tilnefnd til verðlauna í þetta skiptið en það má þó segja að hún hafi komið, séð og sigrað rauða dregilinn.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Doja Cat er óhrædd við að fara nýjar leiðir í klæðaburði og því er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist. Að þessu sinni var hún klædd í svartan vilyn síðkjól í hafmeyjustíl frá Atelier Versace.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Bebe Rexha minnti á Barbie dúkku frá áttunda áratugnum en það var innblásturinn að hennar eigin sögn. Hún var stórglæsileg í bleikum kjól frá Moschino, með hanska í stíl og stóra hringeyrnalokka.Getty/Matt Winkelmeyer Kántrísöngkonan Shania Twain vakti mikla athygli í þessu áhugaverða pallíettu dressi frá Harris Reed, með hatt í stíl. Getty/Jeff Kravitz Hin nýbakaða móðir Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hilton klæddist glitrandi síðkjól úr smiðju Celine.Getty/Lester Cohen Tónlistarmaðurinn Pharrel Williams klæddist setti frá Ernest W. Baker og toppaði lúkkið með sólgleraugum.Getty/Jon Kopaloff Tónlistarkonan Mary J. Blige var sérstakur gestur á hátíðinni þar sem haldið var upp á 50 ára afmæli hip-hopsins.Getty/Jeff Kravitz Ofurfyrirsætan Heidi Klum glitraði í þessum glæsilega kjól frá hönnuðunum The Blonds. Þá var hún með fallega strandarliði í hárinu sem passaði vel við kjólinn.Getty/Allen J. Schaben Hollywood Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé var klárlega sigurvegari kvöldsins en hún hlaut fjögur verðlaun. Nú á hún hvorki meira né minna en 32 Grammy-verðlaunagripi og er hún því orðinn sá einstaklingur sem hlotið hefur flest Grammy-verðlaun. Aðrir verðlaunahafar kvöldsins voru meðal annars Harry Styles, Adele, Lizzo, Kendrick Lamar, Sam Smith og Kim Petras. Þó svo að það sé mikill sigur fyrir tónlistarfólk að fara heim með Grammy verðlaun, getur gott augnablik á rauða dreglinum verið sigur út af fyrir sig. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan Taylor Swift var tilnefnd til fjögurra verðlauna og fór heim með verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið fyrir stuttmynd sína við lagið All Too Well. Swift klæddist dökkbláu setti frá Roberto Cavalli sem þakið var kristöllum. Hún toppaði svo dressið með skarti frá Lorraine Schwartz sem talið er að kosti rúmar 400 milljónir íslenskar krónur.Getty/Jeff Kravitz Harry Styles var stórglæsilegur að venju. Hann klæddist þessum litríka samfesting, sem þakinn var Swarovski kristöllum, á rauða dreglinum. Hann hafði svo fataskipti áður en hann steig á svið og flutti lagið As It Was. Styles fór heim með verðlaun fyrir plötu ársins og bestu poppplötuna.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly og unnusta hans Megan Fox voru í stíl á Grammy verðlaunahátíðinni eins og svo oft áður. Kelly klæddist silfurlituðum jakkafötum frá Dolce & Gabbana, á meðan Fox klæddist hvítum kjól með silfurlituðum smáatriðum frá Zuhair Murad. Kelly var tilnefndur fyrir rokkplötu ársins.Getty/Kevin Mazur Stórsöngkonan Adele var stórglæsileg í rauðum kjól úr smiðju Louis Vuitton. Hér stillir hún sér upp með Grammy verðlaunum sem hún vann fyrir besta poppsóló flutninginn fyrir lagið Easy On Me. Adele hafði ekki verið tilnefnd til verðlaunanna síðan hún sópaði að sér verðlaunum árið 2017.Getty/Alberto E. Rodriguez Jennifer Lopez mætti ekki á rauða dregilinn, heldur mætti hún rétt áður en hún átti að kynna fyrstu verðlaun kvöldsins. Hún var stórglæsileg að venju, að þessu sinni klædd í bláan Gucci kjól með síðu slöri. J.Lo mætti á hátíðina með eiginmanni sínum Ben Affleck.Getty/Phillip Faraone Það er óhætt að segja að tónlistarkoan Lizzo hafi stolið senunni á rauða dreglinum í þessu Dolce & Gabbana dressi. Undir skikkjunni var Lizzo í klassískum, appelsínugulum kjól og var hún stórglæsileg.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Stórstjarnan Sam Smith átti eitt af eftirtektarverðustu lúkkum kvöldsins. Hán mætti ásamt tónlistarkonunni Kim Petras og dragdrottningunum Violet Chachki og Gottmilk. Smith og Petras unnu til verðlauna fyrir popp dúett ársins fyrir lag sitt Unholy sem þau fluttu á hátíðinni.Getty/Jeff Kravitz Cardi B var klárlega ein af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan var klædd í bláan kjól úr smiðju indverska hönnuðarins Gaurav Gupta. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Offset. Cardi B var vissulega ekki tilnefnd til verðlauna í þetta skiptið en það má þó segja að hún hafi komið, séð og sigrað rauða dregilinn.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Doja Cat er óhrædd við að fara nýjar leiðir í klæðaburði og því er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist. Að þessu sinni var hún klædd í svartan vilyn síðkjól í hafmeyjustíl frá Atelier Versace.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Bebe Rexha minnti á Barbie dúkku frá áttunda áratugnum en það var innblásturinn að hennar eigin sögn. Hún var stórglæsileg í bleikum kjól frá Moschino, með hanska í stíl og stóra hringeyrnalokka.Getty/Matt Winkelmeyer Kántrísöngkonan Shania Twain vakti mikla athygli í þessu áhugaverða pallíettu dressi frá Harris Reed, með hatt í stíl. Getty/Jeff Kravitz Hin nýbakaða móðir Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hilton klæddist glitrandi síðkjól úr smiðju Celine.Getty/Lester Cohen Tónlistarmaðurinn Pharrel Williams klæddist setti frá Ernest W. Baker og toppaði lúkkið með sólgleraugum.Getty/Jon Kopaloff Tónlistarkonan Mary J. Blige var sérstakur gestur á hátíðinni þar sem haldið var upp á 50 ára afmæli hip-hopsins.Getty/Jeff Kravitz Ofurfyrirsætan Heidi Klum glitraði í þessum glæsilega kjól frá hönnuðunum The Blonds. Þá var hún með fallega strandarliði í hárinu sem passaði vel við kjólinn.Getty/Allen J. Schaben
Hollywood Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Sjá meira
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35