Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 11:02 Mikið hefur verið deilt um endalok Jack Dawson í Titanic. Samsett/Getty Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? Eins og allir vita fór þetta ekki vel fyrir Jack, hann fraus úr kulda en Rose lifði af og var bjargað úr sjónum af björgunarbát skömmu síðar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Jack hefði ekki getað legið með henni á brakinu og bjargað þannig lífi sínu. Þau hefðu þá kannski lifað hamingjusöm til æviloka. Leikstjórinn James Cameron gerði sérstakan þátt með National Geographic í tilefni að því að 25 ár eru liðin frá því að Titanic myndin kom út. Myndin er þar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Cameron lét meðal annars endurgera atriðið úr myndinni þegar Jack deyr. Vildi hann kanna hvort Jack hefði mögulega getað lifað af. Sýnt var brot úr þessu í þættinum Good Morning America. .@GMA FIRST LOOK: @natgeo special Titanic: 25 Years Later with James Cameron will settle the debate once and for all: could Jack have survived?@JimCameron@natgeotv pic.twitter.com/OkKCXaEkvF— Good Morning America (@GMA) February 2, 2023 Cameron telur öruggt að ef Jack hefði lagst við hlið Rose, hefðu þau bæði verið of mikið ofan í vatninu og orðið of köld. Ef þau hefðu bæði setið, hefði þetta mögulega gengið upp. Það hefði líka getað breytt miklu ef Rose hefði farið úr björgunarvestinu og látið Jack fá það, fyrir auka einangrun á líkamann. Niðurstaða Cameron var á endanum sú að Jack hefði getað lifað af, en það hefðu margir þættir þurft að spila inn í það. Bíó og sjónvarp Hollywood Grín og gaman Titanic Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eins og allir vita fór þetta ekki vel fyrir Jack, hann fraus úr kulda en Rose lifði af og var bjargað úr sjónum af björgunarbát skömmu síðar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Jack hefði ekki getað legið með henni á brakinu og bjargað þannig lífi sínu. Þau hefðu þá kannski lifað hamingjusöm til æviloka. Leikstjórinn James Cameron gerði sérstakan þátt með National Geographic í tilefni að því að 25 ár eru liðin frá því að Titanic myndin kom út. Myndin er þar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Cameron lét meðal annars endurgera atriðið úr myndinni þegar Jack deyr. Vildi hann kanna hvort Jack hefði mögulega getað lifað af. Sýnt var brot úr þessu í þættinum Good Morning America. .@GMA FIRST LOOK: @natgeo special Titanic: 25 Years Later with James Cameron will settle the debate once and for all: could Jack have survived?@JimCameron@natgeotv pic.twitter.com/OkKCXaEkvF— Good Morning America (@GMA) February 2, 2023 Cameron telur öruggt að ef Jack hefði lagst við hlið Rose, hefðu þau bæði verið of mikið ofan í vatninu og orðið of köld. Ef þau hefðu bæði setið, hefði þetta mögulega gengið upp. Það hefði líka getað breytt miklu ef Rose hefði farið úr björgunarvestinu og látið Jack fá það, fyrir auka einangrun á líkamann. Niðurstaða Cameron var á endanum sú að Jack hefði getað lifað af, en það hefðu margir þættir þurft að spila inn í það.
Bíó og sjónvarp Hollywood Grín og gaman Titanic Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira