Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín? Stefanía Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2023 18:31 Með nútímavæðingu þjóðfélagsins, og tilkomu internetsins og samfélagsmiðla, hafa leiðir til að stunda barnaníð orðið fjölbreyttari. Hafa aðferðirnar til barnaníðs einnig þróast í takt við tímann og orðið rafrænni en áður. En á netinu er barnaklám auðaðgengilegt og nóg er til af berskjölduðum börnum til að velja úr. Internetið er miðdepill netmiðaðs barnaníðs og hafa á síðastliðnum árum orðið tækniframfarir í þeim aðferðum sem barnaníðingar nota sér til framgangs í lífinu, rétt eins og tækniframfarir hafa birst á öðrum sviðum mannlífs. Í ljósi nytsemi samfélagsmiðla mætti jafnvel tala um gullöld í aðgengi barnaníðinga að börnum. Í janúar birti Fjölmiðlanefnd í samstarfi við Menntavísindastofnun hluta niðurstaðna úr rannsókninni „Börn og netmiðlar.“ Þar kom fram að á meðal barna í 4.-7. bekk hafa 63% þeirra eigin reikning á Tiktok, 60% á Snapchat, 51% á Youtube og 31% á Instagram. Fór þetta hlutfall upp í 87% fyrir Tiktok, 95% fyrir Snapchat, 85% fyrir Youtube og 92% fyrir Instagram hjá unglingum í 8.-10. bekk. Í meira en helming tilfella er aðgangur þessara barna og ungmenna annað hvort opinn öllum eða vita þau ekki hvort hann sé opinn eða lokaður. Gerendur barnaníðs skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá sem framleiða, selja og deila barnaklámsefni en hins vegar þá sem óska eftir því að nálgast slíkt efni eða eru leita að börnum til að misnota. Internetið hefur gert barnaníðingum kleift að eiga samskipti sín á milli, sameinast í deilingu barnakláms og veita ráð um hvernig best sé að tæla börn. Athugið að barnaníðingar nota internetið og samfélagsmiðla eins og hver annar myndi gera með sín áhugamál. Og er það áhugamál barnaníðingsins að finna barn sem það getur tælt til kynferðislegra athafna, helst án nokkurra afleiðinga. Íslensk börn eru mörg hver orðin snemma ansi góð í ensku, en gervigreind og Google þýðingar á íslensku hafa tekið framförum á síðustu árum. Mun slík tækni aðeins verða betri eftir því sem á líður. Tiktok Inn á Tiktok geturðu farið inn á Live Stream. Þar getur barnið þitt komist í beint samband við hvern sem er og rætt um hvað sem er, það fyrir framan áhorfendur og í beinni. Með myndavélina í gangi geta aðrir séð umhverfi barnsins, munu aðrir geta heyrt talsmáta þess og getur barnið deilt upplýsingum um sig. Það getur gleymt sér í samræðum. Inn á Live Stream má finna barnaklámsefni. Einnig má finna unglinga á miðlinum sem stunda kynferðislegar athafnir gegn greiðslu. Inn á Tiktok má nálgast vímuefni og finna hlekki sem vísa inn á klámsíður. Umræðuvettvangurinn getur verið eitraður og eru þar mörg ummæli af andfélagslegum toga. Ímyndaðu þér færni barnaníðings sem kemst í bein kynni við barn á Live Stream. Þar sem hann hefur andlit barnsins fyrir framan sig og athygli þess. Það eina sem þurfti til var aðgangur að Tiktok og forvitni. Nú getur níðingurinn, hvaðan sem er af heiminum, með kænsku, næmni og innsæi að vopni tælt barnið og fengið sínu fram. Snapchat Hvaða unglingur elskar ekki tilhugsunina um að senda mynd, sem þurrkast svo af yfirborði jarðar… eða hvað? Snapchat er vinsæll miðill á meðal barnaníðinga. Miðillinn er gjarnan notaður til að tæla börn og unglinga. Eru börn að upplifa þar kynferðislega misbeitingu á öllum aldri. „Sextortion“ eða sæmdarkúgun er þegar börnum og unglingum er hótað og gert að deila með ofbeldismanninum nektarmyndir af sjálfu sér. Oft hótar ofbeldismaðurinn að deila myndum eða annað efni af kynferðislegum toga sem hann hefur sjálfur áður öðlast af barninu eða telur barninu trú um að hann hafi slíkt efni undir höndum. Sumir barnaníðingar nota Snapchat til að framleiða barnaklámsefni sem þeir svo dreifa til annarra níðinga. Inn á Snapchat er hægt að nálgast vímuefni og ýmiskonar klám. Youtube Youtube er vinsælasti allra samfélagsmiðla og er einna helst sá miðill sem meðlimir allra yngstu kynslóðarinnar þekkja. Teiknimyndir eru nú til dags einfaldlega hluti af barnæskunni og nota foreldrar stundum Youtube til að nálgast slíkt efni. Youtube heimilar efni fyrir allra aldurflokka en oft er efni ætlað þeim eldri ekki merkt sem slíkt. Inn á Youtube má finna talsvert af klámfengnu efni. Í einhverjum tilfellum er um að ræða hefðbundnar teiknimyndir þar sem hljóð úr klámmynd hefur verið sett yfir upprunalega hljóðið. Erfitt getur verið að skilja ásetningin á bakvið slíkan verknað en er þetta raunveruleikinn sem blasir við okkur þegar hver sem er, getur deilt hverju sem er. Algóriþmarnir sem eiga hjálpa notendum að sigta út óviðeigandi og óáhugaverðu efni er ekki allur dans á rósum. Þessa sömu algóriþma geta barnaníðingar notað til að finna afþreyingarefni sem er í samræmi við sitt áhugasvið og einnig finna þær rásir sem börn nota og sækjast í. Inn á Youtube getur umræðuvettvangurinn verið eitraður, eru mörg ummæli af andfélagslegum toga, hægt er að finna hlekki að klámsíðum og eru sum ummælin barnaníðstengd. Hvað eru börn að gera á samfélagsmiðlum? Hér áður fyrr var nóg um dónakarla og níðinga. Þekktust þeir stundum með nafni í hinum ýmsum sveitum og sýslum landsins. Án efa er ennþá nóg til af þeim og væntanlega þekkir fólk þá enn með nafni. Ólíkt þeim landfræðilegum höftum sem hamlaði barnaníðinga hér á öldum áður hefur bylting í stafrænum miðlum veitt þessum þjóðfélagshópi mun meira frelsi en var. Barnaníðingar hafa kvatt þá forna tíð þegar barnavalið einkenndis af því hvert fætur toguðu, bíll gat keyrt o.s.frv. Í dag hafa barnaníðingar aðgang að óendanlegum fjölda barna, þar sem þeir geta valið sér barn eftir smekk, misnotað sakleysið að vild og notfært sér veikleika barnsins í samræmi við sína styrkleika. Börnin geta búið hvar sem er á landinu eða hvar sem er í heiminum. Níðingurinn getur dulbúið sig sem hver sem er, vilt á sér heimildir og stundað ofbeldið sitt í nafnleynd. Í rannsókninni „Börn og netmiðlar“ kom fram að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella notuðu börn og unglingar samfélagsmiðla til að eiga samskipti við vini sína. Börn hafa átt í samskiptum við hvort annað í aldanna rás. Þau hófu ekki samskipti sín á milli með tilkomu samfélagsmiðla. Við erum að flækja líf þeirra að óþörfu með samfélagsmiðlum. Börn eru fullfær um samskipti án samfélagsmiðla. Barn getur fundið önnur börn með svipuð áhugamál án þess að það þurfi sjálft að tengjast samfélagsmiðli. Best væri að foreldrar væru vakandi fyrir áhugamálum barnsins síns og myndi bregðast við þeim þörfum. Börn eru áhrifagjörn. Langar þau iðulega að gera svipaða hluti og þau sjá aðra gera. Ef heimurinn þeirra sýnir þeim fáklædd börn og unglinga, kynferðislegt efni og ljót ummæli, verður klóki barnaníðingurinn nánast venjulegur fyrir þeim. Afhverju erum við að gefa barnaníðingum yfir höfuð færi á börnin okkar með þessum hætti? Er ekki nóg að hafa augun opin fyrir dónakörlunum út í bæ, að það þurfi ekki að bæta alheiminum við? Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með nútímavæðingu þjóðfélagsins, og tilkomu internetsins og samfélagsmiðla, hafa leiðir til að stunda barnaníð orðið fjölbreyttari. Hafa aðferðirnar til barnaníðs einnig þróast í takt við tímann og orðið rafrænni en áður. En á netinu er barnaklám auðaðgengilegt og nóg er til af berskjölduðum börnum til að velja úr. Internetið er miðdepill netmiðaðs barnaníðs og hafa á síðastliðnum árum orðið tækniframfarir í þeim aðferðum sem barnaníðingar nota sér til framgangs í lífinu, rétt eins og tækniframfarir hafa birst á öðrum sviðum mannlífs. Í ljósi nytsemi samfélagsmiðla mætti jafnvel tala um gullöld í aðgengi barnaníðinga að börnum. Í janúar birti Fjölmiðlanefnd í samstarfi við Menntavísindastofnun hluta niðurstaðna úr rannsókninni „Börn og netmiðlar.“ Þar kom fram að á meðal barna í 4.-7. bekk hafa 63% þeirra eigin reikning á Tiktok, 60% á Snapchat, 51% á Youtube og 31% á Instagram. Fór þetta hlutfall upp í 87% fyrir Tiktok, 95% fyrir Snapchat, 85% fyrir Youtube og 92% fyrir Instagram hjá unglingum í 8.-10. bekk. Í meira en helming tilfella er aðgangur þessara barna og ungmenna annað hvort opinn öllum eða vita þau ekki hvort hann sé opinn eða lokaður. Gerendur barnaníðs skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá sem framleiða, selja og deila barnaklámsefni en hins vegar þá sem óska eftir því að nálgast slíkt efni eða eru leita að börnum til að misnota. Internetið hefur gert barnaníðingum kleift að eiga samskipti sín á milli, sameinast í deilingu barnakláms og veita ráð um hvernig best sé að tæla börn. Athugið að barnaníðingar nota internetið og samfélagsmiðla eins og hver annar myndi gera með sín áhugamál. Og er það áhugamál barnaníðingsins að finna barn sem það getur tælt til kynferðislegra athafna, helst án nokkurra afleiðinga. Íslensk börn eru mörg hver orðin snemma ansi góð í ensku, en gervigreind og Google þýðingar á íslensku hafa tekið framförum á síðustu árum. Mun slík tækni aðeins verða betri eftir því sem á líður. Tiktok Inn á Tiktok geturðu farið inn á Live Stream. Þar getur barnið þitt komist í beint samband við hvern sem er og rætt um hvað sem er, það fyrir framan áhorfendur og í beinni. Með myndavélina í gangi geta aðrir séð umhverfi barnsins, munu aðrir geta heyrt talsmáta þess og getur barnið deilt upplýsingum um sig. Það getur gleymt sér í samræðum. Inn á Live Stream má finna barnaklámsefni. Einnig má finna unglinga á miðlinum sem stunda kynferðislegar athafnir gegn greiðslu. Inn á Tiktok má nálgast vímuefni og finna hlekki sem vísa inn á klámsíður. Umræðuvettvangurinn getur verið eitraður og eru þar mörg ummæli af andfélagslegum toga. Ímyndaðu þér færni barnaníðings sem kemst í bein kynni við barn á Live Stream. Þar sem hann hefur andlit barnsins fyrir framan sig og athygli þess. Það eina sem þurfti til var aðgangur að Tiktok og forvitni. Nú getur níðingurinn, hvaðan sem er af heiminum, með kænsku, næmni og innsæi að vopni tælt barnið og fengið sínu fram. Snapchat Hvaða unglingur elskar ekki tilhugsunina um að senda mynd, sem þurrkast svo af yfirborði jarðar… eða hvað? Snapchat er vinsæll miðill á meðal barnaníðinga. Miðillinn er gjarnan notaður til að tæla börn og unglinga. Eru börn að upplifa þar kynferðislega misbeitingu á öllum aldri. „Sextortion“ eða sæmdarkúgun er þegar börnum og unglingum er hótað og gert að deila með ofbeldismanninum nektarmyndir af sjálfu sér. Oft hótar ofbeldismaðurinn að deila myndum eða annað efni af kynferðislegum toga sem hann hefur sjálfur áður öðlast af barninu eða telur barninu trú um að hann hafi slíkt efni undir höndum. Sumir barnaníðingar nota Snapchat til að framleiða barnaklámsefni sem þeir svo dreifa til annarra níðinga. Inn á Snapchat er hægt að nálgast vímuefni og ýmiskonar klám. Youtube Youtube er vinsælasti allra samfélagsmiðla og er einna helst sá miðill sem meðlimir allra yngstu kynslóðarinnar þekkja. Teiknimyndir eru nú til dags einfaldlega hluti af barnæskunni og nota foreldrar stundum Youtube til að nálgast slíkt efni. Youtube heimilar efni fyrir allra aldurflokka en oft er efni ætlað þeim eldri ekki merkt sem slíkt. Inn á Youtube má finna talsvert af klámfengnu efni. Í einhverjum tilfellum er um að ræða hefðbundnar teiknimyndir þar sem hljóð úr klámmynd hefur verið sett yfir upprunalega hljóðið. Erfitt getur verið að skilja ásetningin á bakvið slíkan verknað en er þetta raunveruleikinn sem blasir við okkur þegar hver sem er, getur deilt hverju sem er. Algóriþmarnir sem eiga hjálpa notendum að sigta út óviðeigandi og óáhugaverðu efni er ekki allur dans á rósum. Þessa sömu algóriþma geta barnaníðingar notað til að finna afþreyingarefni sem er í samræmi við sitt áhugasvið og einnig finna þær rásir sem börn nota og sækjast í. Inn á Youtube getur umræðuvettvangurinn verið eitraður, eru mörg ummæli af andfélagslegum toga, hægt er að finna hlekki að klámsíðum og eru sum ummælin barnaníðstengd. Hvað eru börn að gera á samfélagsmiðlum? Hér áður fyrr var nóg um dónakarla og níðinga. Þekktust þeir stundum með nafni í hinum ýmsum sveitum og sýslum landsins. Án efa er ennþá nóg til af þeim og væntanlega þekkir fólk þá enn með nafni. Ólíkt þeim landfræðilegum höftum sem hamlaði barnaníðinga hér á öldum áður hefur bylting í stafrænum miðlum veitt þessum þjóðfélagshópi mun meira frelsi en var. Barnaníðingar hafa kvatt þá forna tíð þegar barnavalið einkenndis af því hvert fætur toguðu, bíll gat keyrt o.s.frv. Í dag hafa barnaníðingar aðgang að óendanlegum fjölda barna, þar sem þeir geta valið sér barn eftir smekk, misnotað sakleysið að vild og notfært sér veikleika barnsins í samræmi við sína styrkleika. Börnin geta búið hvar sem er á landinu eða hvar sem er í heiminum. Níðingurinn getur dulbúið sig sem hver sem er, vilt á sér heimildir og stundað ofbeldið sitt í nafnleynd. Í rannsókninni „Börn og netmiðlar“ kom fram að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella notuðu börn og unglingar samfélagsmiðla til að eiga samskipti við vini sína. Börn hafa átt í samskiptum við hvort annað í aldanna rás. Þau hófu ekki samskipti sín á milli með tilkomu samfélagsmiðla. Við erum að flækja líf þeirra að óþörfu með samfélagsmiðlum. Börn eru fullfær um samskipti án samfélagsmiðla. Barn getur fundið önnur börn með svipuð áhugamál án þess að það þurfi sjálft að tengjast samfélagsmiðli. Best væri að foreldrar væru vakandi fyrir áhugamálum barnsins síns og myndi bregðast við þeim þörfum. Börn eru áhrifagjörn. Langar þau iðulega að gera svipaða hluti og þau sjá aðra gera. Ef heimurinn þeirra sýnir þeim fáklædd börn og unglinga, kynferðislegt efni og ljót ummæli, verður klóki barnaníðingurinn nánast venjulegur fyrir þeim. Afhverju erum við að gefa barnaníðingum yfir höfuð færi á börnin okkar með þessum hætti? Er ekki nóg að hafa augun opin fyrir dónakörlunum út í bæ, að það þurfi ekki að bæta alheiminum við? Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun