Árangur fyrir heimilislausar konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Málefni heimilislausra Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er viðurkennt vandamál að heimilisleysi kvenna er mjög dulið sökum þess að talningar byggja einungis á gögnum um alla þá sem hafa einhvern tímann leitað í þjónustu borgarinnar vegna heimilisleysis, fyrir vikið er alltaf sá fyrirvari settur í öllum úttektum að líklegast sé umfangið vanáætlað. Þessi vanáætlun gerði vel vart við sig þegar ríki og borg tóku höndum saman í Covid og opnuðu tímabundið neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í Skipholti. Ásóknin var mikil en árangurinn líka, því úrræðið líktist miklu frekar fyrirkomulagi stúdentaíbúða en neyðarskýla og reyndist valdeflandi. Konurnar fengu sér herbergi með sér baðherbergi, opið var allan sólarhringinn og matur í boði sem er langtum meiri stuðningur en konurnar höfðu áður kynnst. Líkt og í Konukoti var unnið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði og ekki sú krafa gerð að konurnar þyrftu að vera vímuefnalausar. Þetta litla einka afdrep þeirra og utanumhaldið leiddi þó til þess að þær höfðu meira rými til að hvílast og þannig leggja grunninn að bata. Eftir lokun athvarfsins héldu allar konurnar áfram í önnur framhaldsúrræði, ekki ein einasta snéri aftur á götuna, sem er áður óþekktur árangur. Neyðarathvarf verður að áfangaheimili Í nóvember 2021 sem ég lagði fyrst fram tillögu fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna um nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur í anda þess sem var í Skipholtinu í Covid. Eftir snúninga í borgarstjórn og Velferðarráði var tillagan send til skoðunar í stýrihóp um heimilisleysi sem formaður Velferðarráðs, Heiða Björg, leiddi sjálf. Tillagan hlaut þar framgang undir formerkjum nýs áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur með vímuefnavanda, en það er þáttur í stefnubreytingu í málaflokknum í átt að meiri þrepaskiptingu þjónustunnar sem hefur gefið góða raun erlendis. Svo núna síðasta miðvikudag þann 1. febrúar 2023 var tillagan loks samþykkt í Velferðarráði. Nú er bara að fylgja tillögunni úr samþykkt yfir í framkvæmd. Við Sjálfstæðismenn erum virkilega hreykin af þessum árangri. Tillagan var svar við ákalli um að láta þessa þjónustu borgarinnar virka betur fyrir notendur hennar, og var forsenda ákvörðunar um að flýta endurskoðun á þjónustu borgarinnar í málefnum heimilislausra. Ný stefna var mörkuð þar sem lengra er gengið í að mæta fólki á þeirra forsendum. Öflugur stuðningur fólks víðsvegar að og þvert á flokka gaf tillögunni byr undir báða vængi. Fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna vil ég því þakka öllum sem lögðu málinu lið, kollegum mínum í Velferðarráði fyrir að veita góðri tillögu framgang og nýta hana vel, og seinast ekki síst öllum þeim sem starfa í málaflokknum og greiddu fyrir tillögunni með sínu góðu starfi og umbótavilja. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun