Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. febrúar 2023 09:01 Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla. Vísir/Arnar Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. Soccer & Education USA var stofnað árið 2015 og hefur hjálpað fjölda Íslendinga að finna sér háskólastyrk vestanhafs í gegnum fótboltann. Viðburðir sem þessi í Miðgarði í Garðabæ um helgina hjálpar þar mikið til. En hversu mörgum er búist við á staðnum? „Við erum að reikna með að þetta verði svona í kringum 120 leikmenn, stelpur og strákar,“ sagði Brynjar Benediktsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í Sportpakkanum í gær. Klippa: Íslendingar fengið styrkfé upp á fimm milljarða „Varðandi þjálfarana, þá er það fyndna við það að þeir eru enn að bóka sig. Það er náttúrulega svo auðvelt að fljúga hingað frá Boston og New York. En við erum að vona að þetta verði í kringum 40-50 þjálfarar sem horfa um helgina.“ „En síðan tökum við þetta upp með fjórum myndavélum og sendum þetta síðan út, unnið eins og leik í Bestu-deildinni, til Bandaríkjanna. Þannig að verða fullt af augum að horfa á krakkana um helgina.“ Brynjar Benediktsson lék sjálfur með Clemson University í Bandaríkjunum og aðstoðar nú unga leikmenn að fá skólastyrki þar í landi.Vísir/Arnar Aðspurður að því hversu margir krakkar hafi farið út á styrkjum í gegnum fyrirtækið segir Brynjar: „Í kringum 450 leikmenn sem við höfum aðstoðað og það er náttúrulega að vaxa á hverju ári. Í fyrra fór 71 leikmaður og styrkirnir í kringum fimm milljarða hjá þessum leikmönnum. Og ég held að á næsta ári fari enn fleiri út þannig það er bara skemmtilegt.“ segir Brynjar. Harvard vill fleiri Íslendinga vegna árangurs Mundu og Hildar Þjálfarar hjá bæði Boston College og Harvard eru komnir til landsins að fylgjast með leikmönnum um helgina og eru á meðal yfir 40 þjálfara hjá bandarískum háskólum sem verða í Miðgarði um helgina. „Þessi viðburður hefur nýst okkur afar vel. Við höfum haft þrjá framúrskarandi leikmenn hjá Boston College á undanförum sjö til átta árum; Heiðar Ægisson, Stefán Ingi Sigurðarson og Kristófer Konráðsson, sem hafa allir leikið hér á Íslandi eftir útskrift,“ segir Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College. Heiðar og Kristófer eru báðir uppaldir hjá Stjörnunni en Heiðar lék með Val í Bestu-deild karla síðasta sumar, Kristófer lék með Leikni síðari hluta sumars er Breiðhyltingar féllu. Stefán Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki en lék stórvel á láni hjá HK er liðið fór upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College.Vísir/Arnar „Þetta hefur því haft mikið að segja. Allir þrír leikmenn voru leiðtogar í liðum okkar og höfðu sérstaka hæfileika,“ segir Thompson. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard, þjálfar þar bæði Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur. Fleiri íslenskir leikmenn eru svo á leiðinni í skólann. „Þetta hefur skilað okkur miklu. Áslaug [Munda Gunnlaugsdóttir] og Hildur [Þóra Hákonardóttir] eru hjá okkur núna. Þær hafa verið magnaðar á vellinum og mjög góðar í kennslustofunni. Árangur þeirra hefur leitt til þess að fleiri eru á leið til okkar og við vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn þegar fram líða stundir,“ segir McDevitt. Þær Áslaug og Hildur eru báðar leikmenn Breiðabliks en sú fyrrnefnda er einnig fastakona í íslenska landsliðshópnum. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla.Vísir/Arnar Ekkert land skilað eins miklu af sér til starfsins En hvað er það sem aðskilur íslenska leikmenn frá öðrum? „Ég tel að íslensku leikmennirnir okkar hafi skilað okkur mun meiru en leikmenn frá öðrum löndum á síðustu sjö árum. Ég held að ástæðan sé hugarfar þeirra. Þeir eru hæfileikaríkir en þeir hafa sýnt fagmennsku þegar þeir koma hingað, verið góðir liðsfélagar og miklir leiðtogar. Persónuleiki leikmanna sem hafa komið hingað hefur verið sérstakur,“ segir Thompson. „Þau eru mjög vinnusöm og eru viljug til að bæta sig. Svo er skólakerfið hér mjög gott, enskukunnáttan er góð og þau stefna einbeitt að því að ná árangri - bæði innan vallar og í skólastofunni,“ segir McDevitt sem var þá spurður um hvort hann og Harvard muni einblína enn frekar á Ísland í framtíðinni? „Já, vonandi. Reynslan hingað til er góð,“ segir McDevitt. Fótbolti Háskólar Bandaríkin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Sjá meira
Soccer & Education USA var stofnað árið 2015 og hefur hjálpað fjölda Íslendinga að finna sér háskólastyrk vestanhafs í gegnum fótboltann. Viðburðir sem þessi í Miðgarði í Garðabæ um helgina hjálpar þar mikið til. En hversu mörgum er búist við á staðnum? „Við erum að reikna með að þetta verði svona í kringum 120 leikmenn, stelpur og strákar,“ sagði Brynjar Benediktsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í Sportpakkanum í gær. Klippa: Íslendingar fengið styrkfé upp á fimm milljarða „Varðandi þjálfarana, þá er það fyndna við það að þeir eru enn að bóka sig. Það er náttúrulega svo auðvelt að fljúga hingað frá Boston og New York. En við erum að vona að þetta verði í kringum 40-50 þjálfarar sem horfa um helgina.“ „En síðan tökum við þetta upp með fjórum myndavélum og sendum þetta síðan út, unnið eins og leik í Bestu-deildinni, til Bandaríkjanna. Þannig að verða fullt af augum að horfa á krakkana um helgina.“ Brynjar Benediktsson lék sjálfur með Clemson University í Bandaríkjunum og aðstoðar nú unga leikmenn að fá skólastyrki þar í landi.Vísir/Arnar Aðspurður að því hversu margir krakkar hafi farið út á styrkjum í gegnum fyrirtækið segir Brynjar: „Í kringum 450 leikmenn sem við höfum aðstoðað og það er náttúrulega að vaxa á hverju ári. Í fyrra fór 71 leikmaður og styrkirnir í kringum fimm milljarða hjá þessum leikmönnum. Og ég held að á næsta ári fari enn fleiri út þannig það er bara skemmtilegt.“ segir Brynjar. Harvard vill fleiri Íslendinga vegna árangurs Mundu og Hildar Þjálfarar hjá bæði Boston College og Harvard eru komnir til landsins að fylgjast með leikmönnum um helgina og eru á meðal yfir 40 þjálfara hjá bandarískum háskólum sem verða í Miðgarði um helgina. „Þessi viðburður hefur nýst okkur afar vel. Við höfum haft þrjá framúrskarandi leikmenn hjá Boston College á undanförum sjö til átta árum; Heiðar Ægisson, Stefán Ingi Sigurðarson og Kristófer Konráðsson, sem hafa allir leikið hér á Íslandi eftir útskrift,“ segir Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College. Heiðar og Kristófer eru báðir uppaldir hjá Stjörnunni en Heiðar lék með Val í Bestu-deild karla síðasta sumar, Kristófer lék með Leikni síðari hluta sumars er Breiðhyltingar féllu. Stefán Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki en lék stórvel á láni hjá HK er liðið fór upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College.Vísir/Arnar „Þetta hefur því haft mikið að segja. Allir þrír leikmenn voru leiðtogar í liðum okkar og höfðu sérstaka hæfileika,“ segir Thompson. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard, þjálfar þar bæði Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur. Fleiri íslenskir leikmenn eru svo á leiðinni í skólann. „Þetta hefur skilað okkur miklu. Áslaug [Munda Gunnlaugsdóttir] og Hildur [Þóra Hákonardóttir] eru hjá okkur núna. Þær hafa verið magnaðar á vellinum og mjög góðar í kennslustofunni. Árangur þeirra hefur leitt til þess að fleiri eru á leið til okkar og við vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn þegar fram líða stundir,“ segir McDevitt. Þær Áslaug og Hildur eru báðar leikmenn Breiðabliks en sú fyrrnefnda er einnig fastakona í íslenska landsliðshópnum. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla.Vísir/Arnar Ekkert land skilað eins miklu af sér til starfsins En hvað er það sem aðskilur íslenska leikmenn frá öðrum? „Ég tel að íslensku leikmennirnir okkar hafi skilað okkur mun meiru en leikmenn frá öðrum löndum á síðustu sjö árum. Ég held að ástæðan sé hugarfar þeirra. Þeir eru hæfileikaríkir en þeir hafa sýnt fagmennsku þegar þeir koma hingað, verið góðir liðsfélagar og miklir leiðtogar. Persónuleiki leikmanna sem hafa komið hingað hefur verið sérstakur,“ segir Thompson. „Þau eru mjög vinnusöm og eru viljug til að bæta sig. Svo er skólakerfið hér mjög gott, enskukunnáttan er góð og þau stefna einbeitt að því að ná árangri - bæði innan vallar og í skólastofunni,“ segir McDevitt sem var þá spurður um hvort hann og Harvard muni einblína enn frekar á Ísland í framtíðinni? „Já, vonandi. Reynslan hingað til er góð,“ segir McDevitt.
Fótbolti Háskólar Bandaríkin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Sjá meira