Messi útilokar ekki að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Frakklandi í úrslitaleiknum á HM í Katar. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi ætlaði að kveðja argentínska landsliðsins á HM í Katar en það breyttist mikið eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið. Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira