„Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 18:19 Víðir Reynisson er undrandi á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og segist vona að ítarleg greiningarvinna liggi að baki henni. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. „Við urðum bara mjög hissa þegar við heyrðum af þessu og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta hluti af viðbúnaði Almannavarna. Þegar það var ákveðið að kaupa þessa vél, sem var afhent 2009, þá lá fyrir mjög ítarleg greiningarvinna á þörfinni, í fyrsta lagi hvort það ætti að vera flugvél og síðan hvaða búnaður og í hvaða verkefnum hún átti að vera. Við tókum mikinn þátt í þeirri vinnu og þá var þetta fullkomið tæki sem kom til landsins og við bundum miklar vonir við að geta nýtt alltaf,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að Almannavarnir hafi litið á leigu vélarinnar erlendis sem neyðarúrræði vegna halla ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins og benti á að vélin hefði verið kölluð til baka úr verkefnum erlendis í tengslum við hamfarir eða slys á Íslandi. „Þarna vorum við komin með tæki sem við héldum að myndi hjálpa mjög mikið, skiptir miklu máli til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur og annað slíkt. Þannig að þetta kemur okkur verulega á óvart, að þetta hafi verið niðurstaðan, og ég reikna með að þarna liggi að baki einhvern ítarleg greining. En við höfum ekki verið þátttakendur í þeirri greiningu. „Með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal“ Víðir segir að nýverið hafi vélin verið notuð í ýmis verkefni hér á landi. „Það er ekki langt síðan við notuðum hana vegna alvarlegs bílslyss í Öræfum, þar sem fimm einstaklingar voru fluttir með henni frá Hornafirði í bæinn. Það er nú svona nýjasta dæmið. Þegar hún er hérna þá er hún notuð. En eins og ég segi, við litum alltaf á það sem einhverja neyðarráðstöfun að hún væri svona mikið erlendis.“ Það er von Víðis að Alþingi, hvar málið verður nú rætt, komist að þeirri niðurstöðu að Landhelgisgæslan fái þær fjárveitingar sem hún þurfi, en halli á rekstri hennar er sögð ástæða fyrirhugaðrar sölu á vélinni. Hann segir margt geta gerst sem mæli með því að vélin verði áfram til reiðu fyrir viðbragðsaðila. „Það er svo ótrúlega margt. Bæði getan okkar í leit og björgun, eins og til dæmis bara á hálendinu. Þegar þyrlur gæslunnar fara til aðstoðar við skip sem eru langt í burtu, og margt annað. Síðan þessi vísindalegi þáttur sem við höfum notað hana í og eins þegar það koma hamfarir og við þurfum að koma hjálparliði á staðinn eða sækja fólk og koma því burt eftir slys. Þetta er vél sem er sérhæfð og ætluð í það og það er með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal í dag finnst mér,“ segir Víðir. Vonar að Alþingi ranki við sér Víðir segist ekki átta sig á því að dómsmálaráðherra hafi komist að þeirri ákvörðun að vélina skyldi selja. „Ég skil þetta ekki. Eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi lagst í mjög ítarlega greiningu á þessu. Hún var keypt eftir mjög ítarlega greiningu og ef það á að selja hana þá geri ég ráð fyrir að það sé ekki minni vinna lögð í að meta hvort þetta sé eina leiðin út úr þessu máli. Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir.“ Vonastu til þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka? „Það er náttúrulega í höndum annarra en okkar. Nú á að ræða málið á Alþingi og í þingnefndum. Þar liggur fjárveitingarvaldið og það er ákvörðun Alþingis um það hvort Landhelgisgæslan fái þá fjármuni sem þarf til þess að sinna þessu verkefni.“ Almannavarnir Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Við urðum bara mjög hissa þegar við heyrðum af þessu og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta hluti af viðbúnaði Almannavarna. Þegar það var ákveðið að kaupa þessa vél, sem var afhent 2009, þá lá fyrir mjög ítarleg greiningarvinna á þörfinni, í fyrsta lagi hvort það ætti að vera flugvél og síðan hvaða búnaður og í hvaða verkefnum hún átti að vera. Við tókum mikinn þátt í þeirri vinnu og þá var þetta fullkomið tæki sem kom til landsins og við bundum miklar vonir við að geta nýtt alltaf,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að Almannavarnir hafi litið á leigu vélarinnar erlendis sem neyðarúrræði vegna halla ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins og benti á að vélin hefði verið kölluð til baka úr verkefnum erlendis í tengslum við hamfarir eða slys á Íslandi. „Þarna vorum við komin með tæki sem við héldum að myndi hjálpa mjög mikið, skiptir miklu máli til að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur og annað slíkt. Þannig að þetta kemur okkur verulega á óvart, að þetta hafi verið niðurstaðan, og ég reikna með að þarna liggi að baki einhvern ítarleg greining. En við höfum ekki verið þátttakendur í þeirri greiningu. „Með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal“ Víðir segir að nýverið hafi vélin verið notuð í ýmis verkefni hér á landi. „Það er ekki langt síðan við notuðum hana vegna alvarlegs bílslyss í Öræfum, þar sem fimm einstaklingar voru fluttir með henni frá Hornafirði í bæinn. Það er nú svona nýjasta dæmið. Þegar hún er hérna þá er hún notuð. En eins og ég segi, við litum alltaf á það sem einhverja neyðarráðstöfun að hún væri svona mikið erlendis.“ Það er von Víðis að Alþingi, hvar málið verður nú rætt, komist að þeirri niðurstöðu að Landhelgisgæslan fái þær fjárveitingar sem hún þurfi, en halli á rekstri hennar er sögð ástæða fyrirhugaðrar sölu á vélinni. Hann segir margt geta gerst sem mæli með því að vélin verði áfram til reiðu fyrir viðbragðsaðila. „Það er svo ótrúlega margt. Bæði getan okkar í leit og björgun, eins og til dæmis bara á hálendinu. Þegar þyrlur gæslunnar fara til aðstoðar við skip sem eru langt í burtu, og margt annað. Síðan þessi vísindalegi þáttur sem við höfum notað hana í og eins þegar það koma hamfarir og við þurfum að koma hjálparliði á staðinn eða sækja fólk og koma því burt eftir slys. Þetta er vél sem er sérhæfð og ætluð í það og það er með ólíkindum að við séum að eiga þetta samtal í dag finnst mér,“ segir Víðir. Vonar að Alþingi ranki við sér Víðir segist ekki átta sig á því að dómsmálaráðherra hafi komist að þeirri ákvörðun að vélina skyldi selja. „Ég skil þetta ekki. Eins og ég segi, ég geri ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi lagst í mjög ítarlega greiningu á þessu. Hún var keypt eftir mjög ítarlega greiningu og ef það á að selja hana þá geri ég ráð fyrir að það sé ekki minni vinna lögð í að meta hvort þetta sé eina leiðin út úr þessu máli. Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir.“ Vonastu til þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka? „Það er náttúrulega í höndum annarra en okkar. Nú á að ræða málið á Alþingi og í þingnefndum. Þar liggur fjárveitingarvaldið og það er ákvörðun Alþingis um það hvort Landhelgisgæslan fái þá fjármuni sem þarf til þess að sinna þessu verkefni.“
Almannavarnir Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37
Flugvélin kostnaðarsöm og notkunin „mjög lítil“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að flugvél Landhelgisgæslunnar sé kostnaðarsöm og lítið notuð. Fyrirhuguð sala á vélinni var til umfjöllunar í funheitri umræðu á Alþingi í dag. 2. febrúar 2023 15:30
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent