Greenwood laus allra mála Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 14:29 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að Greenwood þyrfti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári, en nú hefur málið verið fellt niður. The Sun hefur eftir talsmanni saksóknara að lykilvitni hafi dregið sig til baka og að ný sönnunargögn hafi komið fram. Hann sagði: „Það er okkar skylda að endurskoða mál stöðugt. Í þessu tilviki var ekki lengur raunhæft útlit fyrir sakfellingu eftir að lykilvitni hætti við og ný gögn komu fram. Þegar þannig ber undir ber okkur skylda til að hætta með mál. Við höfum útskýrt þá ákvörðun fyrir öllum hlutaðeigandi.“ Criminal proceedings against a 21-year-old man in connection with an investigation opened in January 2022 have, today (Thursday 2 February 2023), been discontinued by the CPS.Chief Superintendent Michaela Kerr, GMP s Head of Public Protection, said:... (1/7) pic.twitter.com/VOp9n527Kw— Greater Manchester Police (@gmpolice) February 2, 2023 Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Honum var sleppt gegn því skilyrði að vera ekki í sambandi við nein vitni, þar á meðal konuna sem hin meintu brot beindust gegn, og að hann héldi til á sínu heimili í Bowdon. Konan, sem var kærasta Greenwoods, birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Hann var í kjölfarið tekinn út úr liði Manchester United og bannaður frá æfingum, fjarlægður úr FIFA 22 og Football Manager 2022 tölvuleikjunum, og missti samning sinn hjá Nike. Greenwood er uppalinn hjá United og þótti vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar á síðasta ári. Þegar þetta er skrifað er beðið eftir viðbrögðum frá Manchester United við tíðindunum.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira