Björgvin Karl þriðji á nýja heimslistanum og Þuríður Erla besta íslenska konan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 11:00 Björgvin Karl Guðmundsson er eins stöðugur og þeir gerast og það hjálpar honum upp í þriðja sæti heimslistans. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti á nýja heimslista CrossFit samtakanna sem kynntur var í gær. Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla. CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla.
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira