Íslenskir áhrifavaldar í ferð í boði tískufatakeðjunnar Gina Tricot Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 20:16 Helga Margrét er ein af þeim stórglæsilegu konum sem vinna með Gina Tricot. Gina Tricot Aðdáendur sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot geta nú glaðst því keðjan hyggst opna verslun hér á landi síðar á þessu ári. Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra. Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár. Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir.Lindex Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð „Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört. Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164. Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað. „Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB. Gina Tricot opnar á Íslandi.Aðsent Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram. Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er í heimsókn í höfuðstöðvum Gina Tricot í Svíþjóð. Sunneva hefur sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum. Gina Tricot býður upp á skandinavískan tískufatnað fyrir konur. Samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét er einnig í heimsókn í höfuðstöðvunum. Íslensk heimasíða Gina Tricot opnar 17. mars en hægt er að fylgjast með merkinu á Instagram. Laurasif hefur einnig sýnt frá heimsókninni á sínum samfélagsmiðlum. Helga Margrét glæsileg í Gina Tricot fatnaði. Hægt er að fylgjast með heimsókn Helgu Margrétar, Sunnevu og Tönju Ýrar á Instagram síðum þeirra.
Tíska og hönnun Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira