Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 15:01 Launþegar hafa safnast saman í miðborg Lundúna í dag. Getty/Dan Kitwood Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi. Bretland England Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi.
Bretland England Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira