Skoðun

Tíma­bært að hefja ráðningar er­lends starfs­fólks?

Ólína Laxdal skrifar

Bókunarstaða ferðaþjónustunnar lofar svo sannarlega góðu fyrir næsta ár og líkur á harðri samkeppni um hæft starfsfólk eru miklar. Til að vel takist til þarf að huga snemma að því að ráða starfsfólk og veita því góða þjálfun.

Kannanir sýna að ríflega tvö af hverjum fimm fyrirtækjum áttu í erfiðleikum með að ráða starfsfólk síðastliðið sumar og var ástæðan fyrst og fremst rakin til lítils framboðs af bæði innlendu og erlendu starfsfólki, en um 34% af heild var erlent vinnuafl.

Að ráða inn erlent starfsfólk getur tekið allt að 6 mánuði og hefur þar hvað stærst áhrif hvort viðkomandi komi innan eða utan EES.

Því er nauðsynlegt og tímabært að hefja ráðningarferlið sem allra fyrst.

Tími og umsýsla stjórnenda við ráðningar erlends starfsfólks getur verið töluverður og oft eru önnur aðkallandi verkefni sett í forgang sem stjórnendur þurfta að sinna í örtvaxandi rekstarumhverfi ferðaþjónustunnar.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur því útbúið verkfæri fyrir stjórnendur sem einfaldar þeim ráðingarnar og veitir góða yfirsýn yfir þau leyfi og réttindi sem sækja þarf um.

Efnið er aðgengilegt á fjölda tungumála og eru stjórnendur hvattir til að vísa erlendu starfsfólki sínu á það til upplýsinga og undirbúnings.

Að tryggja góða móttöku erlendra ríkisborgara eykur líkur á starfsánægju.

Verkfærið er FRÍTT og aðgengilegt í gegnum heimasíðu www.hæfni.is

Á síðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru einnig ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir erlent starfsfólk, m. a. um land og þjóð.

Ánægt starfsfólk skapar gott orðspor – hér, þar og alls staðar.

Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×