ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. febrúar 2023 08:00 Hætt er við því að landslið Íslands verði ekki með í undankeppni EM. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands. Afrekssjóður ÍSÍ úthlutar fé til sérsambanda á ári hverju en upphæðir til sambanda taka mið af sérstöku flokkunarkerfi. KKÍ var í ár fært niður úr A-flokki, afrekssambanda, í B-flokk, alþjóðlegra sambanda. Vegna þess fékk KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Breyting á framlagi Afrekssjóðs ÍSÍ til einstakra sambanda milli áranna 2022 og 2023.Vísir Samkvæmt regluverkinu geta sambönd í B-flokki, án sérstakrar undanþágu, ekki fengið meira en 15-17 milljónir frá sjóðnum og sér KKÍ því fram á enn frekari lækkun á næsta ári, haldist sambandið í B-flokknum. Það var í raun aðeins undanþága vegna höggsins og skamms fyrirvara sem gerði að verkum að sambandið fékk svo mikið í ár. „Þetta eru veruleg vonbrigði og síðan að okkur var tilkynnt um þetta þann 13. desember höfum við reynt að vinna í því að þetta verði ekki niðurstaðan. Því miður hefur það ekki tekist,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um málið. „Ég held að fólk átti sig ekki á alvarleikanum sem fylgi fyrir sambandið [að vera fært niður í B-flokk]. Miðað við þá reglugerð og hvernig bæði Afrekssjóður og stjórn ÍSÍ vinna þetta, þá fáum við 15-17 milljónir árin á eftir [2024 og 2025],“ „Við fengum aukalega 20 milljónir núna fyrir þetta ár sem einhvers konar sárabætur fyrir það hversu seint ákvörðunin var tekin,“ „Landsliðsstarfið okkar er í uppnámi því að við þurfum núna í maí eða júní að klára endanlega skráningu í Eurobasket karla og kvenna. Það er alveg klárt að KKÍ mun ekki gera það á þeim grunni sem vinnubrögð ÍSÍ eru í dag,“ segir Hannes. Klippa: Hætt við að landsliðið þurfi að segja sig úr undankeppni EM Óréttlátt að einn þáttur vegi þyngra en margir aðrir Á meðal þátta sem skera úr um flokkun sambanda er þátttaka á stórmótum – en Ísland tók síðast þátt á stórmóti í körfubolta 2017. Aðrir þættir vega hins vegar á móti, til að mynda stærð íþróttar innanlands, stærð íþróttar á heimsvísu og þátttaka í undankeppnum fyrir heims- og Evrópumót. Hannesi þykir því undarlegt að ekki sé tekið tillit til þeirra þátta, fremur en að aðeins sé einblínt á stórmótin. Útlit er fyrir að framlagið til KKÍ verði á næsta ári tæplega þriðjungur þess sem það var í fyrra.Vísir/Sara „Það sem segir líka í reglugerðinni er að þeir sem taka þátt í [forkeppni] HM og EM eigi að fá stuðning. Það segir líka í reglugerðinni að taka eigi mið af stærð íþróttagreinar á heimsvísu, og körfubolti er ein stærsta íþróttagrein í heimi,“ „Það segir líka að það eigi að taka snið af stærð íþróttar á landsvísu, og körfubolti er ein stærsta greinin á landsvísu sem heldur úti einu mesta mótahaldi sem fram fer á landinu,“ „Þannig að í rauninni hengja menn á sig þetta eina að við höfum ekki farið á stórmót á síðustu fjórum árum. Það er sorglegt að þetta sé að gerast því það hefur verið góður gangur í afreksstarfinu hjá okkur í körfunni á undanförnum árum,“ segir Hannes. ÍSÍ lofaði breytingum 2020 en ekkert breyst Hannes segir þá tímasetninguna undarlega í ljósi þess að landslið Íslands í körfubolta hafi aldrei staðið sig betur en í fyrra. Þrátt fyrir stórmótaleysið sé mikill uppgangur í körfuboltanum. „Árið 2022 var besta ár körfuboltaliða hjá KKÍ. Ef ég tek öll landslið, þá var þetta besta ár okkar á körfuboltaparketinu. Þannig að þetta er afar sérstakt,“ „Við eigum enn séns á að komast á lokamót HM karlamegin. Það myndi setja okkur á meðal tólf bestu þjóða Evrópu í körfubolta, sem er ein stærsta íþróttagrein í heimi. Við erum einnig í dag komin í forkeppni Ólympíuleika og engin hópíþrótt á Íslandi í dag er eins nálægt Ólympíuleikum,“ segir Hannes. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Við höfum reynt að nýta tímann mjög vel og fundað með forystu ÍSÍ undanfarnar vikur. Forysta ÍSÍ og sérstaklega forseti ÍSÍ hafa verið sammála okkur í því að það þurfi breytingar. ÍSÍ tilkynnti það í síðustu viku að það ætti að fara í breytingar á reglugerðinni en fyrir körfuboltann er það hugsanlega of seint,“ segir Hannes sem segir jafnframt að ÍSÍ hafi upprunalega boðað breytingar á reglugerðinni fyrir þremur árum. Ekkert hafi þó bólað á þeim breytingum. „KKÍ hefur bent á það á síðustu árum að það þurfi að breyta þessari reglugerð á margan hátt. Það er mjög sérstakt hvernig er unnið eftir þessari reglugerð og við höfum fengið formlegt svar frá ÍSÍ í apríl 2020 að það ætti að fara í endurskoðun á reglugerðinni þá en það hefur ennþá ekki verið gert,“ „Ef þær breytingar verða ekki búnar fyrir lok apríl þá er alveg ljóst að landslið KKÍ, karla og kvenna, eru ekki að fara að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum,“ segir Hannes. Ríkið þurfi að bera ábyrgð á fjármagnsskorti Í ljósi þess að ÍSÍ hafi á ný formlega lofað breytingum á greininni og enn fremur, ásamt íþróttamálaráðherra, boðað til allsherjar yfirhalningar á afreksstarfi á landinu með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar sem nýs afreksstjóra, sé þeim mun sárara að KKÍ verði fyrir barðinu á úreltu regluverki. „Þetta er rýtingur í bakið á íslenskum körfubolta og þess vegna höfum við reynt okkar besta að ræða þetta við borðið, við ÍSÍ. Við höfum gefið þeim góðan tíma til að fara yfir málin, við höfum gefið þeim nokkur ár í að skoða reglugerðina,“ segir Hannes sem segir jafnframt að þörf sé á meira fjármagni almennt í afreksíþróttir á Íslandi, sem ráðamenn verði að axla ábyrgð á. „Því miður er staðan bara þessi núna og það er stjórn ÍSÍ sem ber ábyrgð á henni ásamt ráðherra íþróttamála og ríkisstjórninni sem setur ekki nægilegt fjármagn í afreksíþróttir. Okkur vantar meira fjármagn í afreksíþróttir til að geta staðið í öllu því sem við erum að gera,“ „Það eru allir stoltir af íslenskum landsliðum. Íslensk landslið og íslenskar íþróttir eru að standa sig mjög vel en það kostar peninga.“ segir Hannes. Viðtalið við Hannes má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. ÍSÍ Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Afrekssjóður ÍSÍ úthlutar fé til sérsambanda á ári hverju en upphæðir til sambanda taka mið af sérstöku flokkunarkerfi. KKÍ var í ár fært niður úr A-flokki, afrekssambanda, í B-flokk, alþjóðlegra sambanda. Vegna þess fékk KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Breyting á framlagi Afrekssjóðs ÍSÍ til einstakra sambanda milli áranna 2022 og 2023.Vísir Samkvæmt regluverkinu geta sambönd í B-flokki, án sérstakrar undanþágu, ekki fengið meira en 15-17 milljónir frá sjóðnum og sér KKÍ því fram á enn frekari lækkun á næsta ári, haldist sambandið í B-flokknum. Það var í raun aðeins undanþága vegna höggsins og skamms fyrirvara sem gerði að verkum að sambandið fékk svo mikið í ár. „Þetta eru veruleg vonbrigði og síðan að okkur var tilkynnt um þetta þann 13. desember höfum við reynt að vinna í því að þetta verði ekki niðurstaðan. Því miður hefur það ekki tekist,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um málið. „Ég held að fólk átti sig ekki á alvarleikanum sem fylgi fyrir sambandið [að vera fært niður í B-flokk]. Miðað við þá reglugerð og hvernig bæði Afrekssjóður og stjórn ÍSÍ vinna þetta, þá fáum við 15-17 milljónir árin á eftir [2024 og 2025],“ „Við fengum aukalega 20 milljónir núna fyrir þetta ár sem einhvers konar sárabætur fyrir það hversu seint ákvörðunin var tekin,“ „Landsliðsstarfið okkar er í uppnámi því að við þurfum núna í maí eða júní að klára endanlega skráningu í Eurobasket karla og kvenna. Það er alveg klárt að KKÍ mun ekki gera það á þeim grunni sem vinnubrögð ÍSÍ eru í dag,“ segir Hannes. Klippa: Hætt við að landsliðið þurfi að segja sig úr undankeppni EM Óréttlátt að einn þáttur vegi þyngra en margir aðrir Á meðal þátta sem skera úr um flokkun sambanda er þátttaka á stórmótum – en Ísland tók síðast þátt á stórmóti í körfubolta 2017. Aðrir þættir vega hins vegar á móti, til að mynda stærð íþróttar innanlands, stærð íþróttar á heimsvísu og þátttaka í undankeppnum fyrir heims- og Evrópumót. Hannesi þykir því undarlegt að ekki sé tekið tillit til þeirra þátta, fremur en að aðeins sé einblínt á stórmótin. Útlit er fyrir að framlagið til KKÍ verði á næsta ári tæplega þriðjungur þess sem það var í fyrra.Vísir/Sara „Það sem segir líka í reglugerðinni er að þeir sem taka þátt í [forkeppni] HM og EM eigi að fá stuðning. Það segir líka í reglugerðinni að taka eigi mið af stærð íþróttagreinar á heimsvísu, og körfubolti er ein stærsta íþróttagrein í heimi,“ „Það segir líka að það eigi að taka snið af stærð íþróttar á landsvísu, og körfubolti er ein stærsta greinin á landsvísu sem heldur úti einu mesta mótahaldi sem fram fer á landinu,“ „Þannig að í rauninni hengja menn á sig þetta eina að við höfum ekki farið á stórmót á síðustu fjórum árum. Það er sorglegt að þetta sé að gerast því það hefur verið góður gangur í afreksstarfinu hjá okkur í körfunni á undanförnum árum,“ segir Hannes. ÍSÍ lofaði breytingum 2020 en ekkert breyst Hannes segir þá tímasetninguna undarlega í ljósi þess að landslið Íslands í körfubolta hafi aldrei staðið sig betur en í fyrra. Þrátt fyrir stórmótaleysið sé mikill uppgangur í körfuboltanum. „Árið 2022 var besta ár körfuboltaliða hjá KKÍ. Ef ég tek öll landslið, þá var þetta besta ár okkar á körfuboltaparketinu. Þannig að þetta er afar sérstakt,“ „Við eigum enn séns á að komast á lokamót HM karlamegin. Það myndi setja okkur á meðal tólf bestu þjóða Evrópu í körfubolta, sem er ein stærsta íþróttagrein í heimi. Við erum einnig í dag komin í forkeppni Ólympíuleika og engin hópíþrótt á Íslandi í dag er eins nálægt Ólympíuleikum,“ segir Hannes. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Við höfum reynt að nýta tímann mjög vel og fundað með forystu ÍSÍ undanfarnar vikur. Forysta ÍSÍ og sérstaklega forseti ÍSÍ hafa verið sammála okkur í því að það þurfi breytingar. ÍSÍ tilkynnti það í síðustu viku að það ætti að fara í breytingar á reglugerðinni en fyrir körfuboltann er það hugsanlega of seint,“ segir Hannes sem segir jafnframt að ÍSÍ hafi upprunalega boðað breytingar á reglugerðinni fyrir þremur árum. Ekkert hafi þó bólað á þeim breytingum. „KKÍ hefur bent á það á síðustu árum að það þurfi að breyta þessari reglugerð á margan hátt. Það er mjög sérstakt hvernig er unnið eftir þessari reglugerð og við höfum fengið formlegt svar frá ÍSÍ í apríl 2020 að það ætti að fara í endurskoðun á reglugerðinni þá en það hefur ennþá ekki verið gert,“ „Ef þær breytingar verða ekki búnar fyrir lok apríl þá er alveg ljóst að landslið KKÍ, karla og kvenna, eru ekki að fara að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu árum,“ segir Hannes. Ríkið þurfi að bera ábyrgð á fjármagnsskorti Í ljósi þess að ÍSÍ hafi á ný formlega lofað breytingum á greininni og enn fremur, ásamt íþróttamálaráðherra, boðað til allsherjar yfirhalningar á afreksstarfi á landinu með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar sem nýs afreksstjóra, sé þeim mun sárara að KKÍ verði fyrir barðinu á úreltu regluverki. „Þetta er rýtingur í bakið á íslenskum körfubolta og þess vegna höfum við reynt okkar besta að ræða þetta við borðið, við ÍSÍ. Við höfum gefið þeim góðan tíma til að fara yfir málin, við höfum gefið þeim nokkur ár í að skoða reglugerðina,“ segir Hannes sem segir jafnframt að þörf sé á meira fjármagni almennt í afreksíþróttir á Íslandi, sem ráðamenn verði að axla ábyrgð á. „Því miður er staðan bara þessi núna og það er stjórn ÍSÍ sem ber ábyrgð á henni ásamt ráðherra íþróttamála og ríkisstjórninni sem setur ekki nægilegt fjármagn í afreksíþróttir. Okkur vantar meira fjármagn í afreksíþróttir til að geta staðið í öllu því sem við erum að gera,“ „Það eru allir stoltir af íslenskum landsliðum. Íslensk landslið og íslenskar íþróttir eru að standa sig mjög vel en það kostar peninga.“ segir Hannes. Viðtalið við Hannes má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira