Innlent

Veginum um Hellis­heiði lokað

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Veðrið leikur landsmenn grátt
Veðrið leikur landsmenn grátt Vísir/Vilhelm

 Veginum um Hellisheiði hefur nú verið lokað. Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund en hafa þau nú verið opnuð aftur.  

Veðrið leikur landsmenn grátt um þessar mundir. Veglokanir eru í gildi og hefur óvissuástandi verið lýst yfir víða af Vegagerðinni.

Lokun vegsins um Hellisheiði hefur nú tekið gildi ásamt lokun Þrengsla og vegs um Mosfellsheiði. Óvissustig gildir á báðum stöðum til klukkan 07:00 í fyrramálið. 

Þá er vegurinn undir Eyjafjöllum sem liggur frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal lokaður auk vega við Reynisfjall og Lyngdalsheiði.

Uppfært klukkan 17:42

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Hvalfjarðargöngin væru lokuð. Þau hafa nú verið opnuð aftur en samkvæmt upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar tengdist lokunin ekki veðri. Bíldekk féll af farmi og voru göngin lokuð á meðan það var afgreitt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×