Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 17:01 LeBron James trúði ekki eigin augum þegar dómararnir dæmdu ekkert í lok venjulegs leiktíma. AP Photo/Michael Dwyer NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira