Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 13:23 Hallveig Karlsdóttir og hópur af bridgespilurum þurftu að hætta við karókí um helgina. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar. Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar.
Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17