Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 13:23 Hallveig Karlsdóttir og hópur af bridgespilurum þurftu að hætta við karókí um helgina. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar. Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar.
Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17