Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 12:54 Ólafur Páll ásamt Siggu Lund og Hvata þegar Bylgjulestin heimsótti Akranes sumarið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld. Ólafur Páll, sem stýrði sínum 1300. þætti af Rokklandi í gær, stingur niður penna í umræðum á Facebook. Tilefnið eru fréttir af ofsaakstri ökumanna á Seltjarnarnesi á föstudagskvöld þar sem telja má mikið happ að enginn slasaðist alvarlega. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman á föstudagskvöld. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ sagði Þór. Hann ætlaði strax í dag að óska eftir fundi með lögreglu vegna málsins. Egill vill lækka hraða og bæta lýsingu Egill Helgason sjónvarpsmaður segist aka þennan veg oft í viku á leiðinni út í Gróttu. „Aksturslagið þar er algjörlega brjálæðislegt, mikið um kappakstur, hraðakstur og framúrakstur. Mátulegur hraði er 40 á þessum vegi,“ segir Egill. Egill Helgason vill sjá lægri hámarkshraða á Norðurströnd. Lægri hraði á Hringbraut hafi verið góð breyting.Vísir/Vilhelm „Hann er ekki vel upplýstur og þarna eru varasamar beygjur. Nú eða setja upp hraðahindranir. Mér finnst ástandið á gömlu Hringbrautinni milli Ánanausta og Háskólans hafa batnað ansi mikið eftir að hraðinn var lækkaður niður í 40.“ Vísar Egill til þess að hraðinn á Hringbrautinni var lækkaður eftir ákall íbúa í hverfinu. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður, segir algjöra rökleysu að lækka hraðann vegna þessa slyss. „Halda menn að ökuþórarnir hefðu hætt við kappaksturinn ef hámarkshraðinn á þessari götu hefði verið lægri?! Það er þó allavega einhver snefill af rökhugsun í að hækka ökuleyfisaldurinn…“ Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er á Norðurströnd en talið er að þeir sem urðu valdar að slysinu á föstudagskvöld hafi verið á nærri 100 kílómetra hraða. Yfirvöldum svona annt um okkur? Ólafur Páll er meðal þeirra sem leggur orð í belg. „Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið - í miðbænum á Akranesi á 37 km hraða,“ segir Ólafur Páll. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund. Hann segist einnig hafa lent í þessu fyrir ári þegar hann var á leið til mömmu sinnar í kaffi á 37 kílómetra hraða. „Löggan situr fyrir annars löghlýðnum borgurunum á ómerktum bíl og flassar á lögbrjótana. Ég spurði lögreglumanninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan,“ segir Ólafur Páll. Hraðakstur sé vissulega hættulegur og hraðinn drepi. „En er yfirvöldum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu?“ spyr Ólafur Páll. Seltjarnarnes Samgöngur Umferð Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16 „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Ólafur Páll, sem stýrði sínum 1300. þætti af Rokklandi í gær, stingur niður penna í umræðum á Facebook. Tilefnið eru fréttir af ofsaakstri ökumanna á Seltjarnarnesi á föstudagskvöld þar sem telja má mikið happ að enginn slasaðist alvarlega. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman á föstudagskvöld. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ sagði Þór. Hann ætlaði strax í dag að óska eftir fundi með lögreglu vegna málsins. Egill vill lækka hraða og bæta lýsingu Egill Helgason sjónvarpsmaður segist aka þennan veg oft í viku á leiðinni út í Gróttu. „Aksturslagið þar er algjörlega brjálæðislegt, mikið um kappakstur, hraðakstur og framúrakstur. Mátulegur hraði er 40 á þessum vegi,“ segir Egill. Egill Helgason vill sjá lægri hámarkshraða á Norðurströnd. Lægri hraði á Hringbraut hafi verið góð breyting.Vísir/Vilhelm „Hann er ekki vel upplýstur og þarna eru varasamar beygjur. Nú eða setja upp hraðahindranir. Mér finnst ástandið á gömlu Hringbrautinni milli Ánanausta og Háskólans hafa batnað ansi mikið eftir að hraðinn var lækkaður niður í 40.“ Vísar Egill til þess að hraðinn á Hringbrautinni var lækkaður eftir ákall íbúa í hverfinu. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður, segir algjöra rökleysu að lækka hraðann vegna þessa slyss. „Halda menn að ökuþórarnir hefðu hætt við kappaksturinn ef hámarkshraðinn á þessari götu hefði verið lægri?! Það er þó allavega einhver snefill af rökhugsun í að hækka ökuleyfisaldurinn…“ Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er á Norðurströnd en talið er að þeir sem urðu valdar að slysinu á föstudagskvöld hafi verið á nærri 100 kílómetra hraða. Yfirvöldum svona annt um okkur? Ólafur Páll er meðal þeirra sem leggur orð í belg. „Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið - í miðbænum á Akranesi á 37 km hraða,“ segir Ólafur Páll. Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund. Hann segist einnig hafa lent í þessu fyrir ári þegar hann var á leið til mömmu sinnar í kaffi á 37 kílómetra hraða. „Löggan situr fyrir annars löghlýðnum borgurunum á ómerktum bíl og flassar á lögbrjótana. Ég spurði lögreglumanninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan,“ segir Ólafur Páll. Hraðakstur sé vissulega hættulegur og hraðinn drepi. „En er yfirvöldum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu?“ spyr Ólafur Páll.
Seltjarnarnes Samgöngur Umferð Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16 „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29. janúar 2023 22:16
„Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12