Halldór með silfur á X-Games þrettán árum eftir gullið Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 10:31 Halldór Helgason sýndi frábær tilþrif í Aspen um helgina. Skjáskot/Youtube Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum í gær. Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57