„Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2023 21:21 Páll Heiðar Pálsson fasteignasali segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Vísir/Arnar Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa skilað árangri að sögn fasteignasala sem segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Frekari vaxtahækkanir muni þó frysta markaðinn. Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira