Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 14:20 Laura Winham var 38 ára gömul þegar hún dó árið 2017. Lík hennar fannst ekki fyrr en í maí 2021. Hudgell Solicitors Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar. Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður. Bretland England Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður.
Bretland England Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira