Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. janúar 2023 13:16 Vél Icelandair. vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira