Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 13:50 Merki Wagner á vegg í Serbíu. EPA/ANDREJ CUKIC Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. Kirkjugarðurinn er í Suður-Rússlandi nærri bænum Bakinskaya en málaliðar Wagner voru áður fyrir grafnir við kapellu málaliðahópsins þar nærri. Kirkjugarðurinn þar er þó fullur og fékk hópurinn nýtt land undir kirkjugarð. Sá kirkjugarður hefur stækkað hratt á undanförnum mánuðum en bæði Reuters og New York Times hafa tekið hann til skoðunar eftir að aðgerðasinnar vöktu athygli á honum. Wagner er einnig með þjálfuunarbúðir á svæðinu. Blaðamaður New York Times birti meðfylgjandi myndir á Twitter í gær. A cemetery used by Wagner to bury its fighters killed in Ukraine has increased nearly seven times over the past two months, @Maxar satellite imagery shows. W/ @dim109, @bottidavid. More: https://t.co/1JQJ4mC8IQ pic.twitter.com/fnozX8R5Sb— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Líklegt er að fjöldi fallinna málaliða sé meiri en stækkun kirkjugarðsins segir til um. Í umræddum kirkjugarði eru grafin lík málaliða sem enginn gerir tilkall til. Þá hefur NYT eftir heimafólki að líklega hafi lík margra málaliða verið brennd. Talið er að þúsundir málaliða Wagner hafi falli í átökunum um Bakhmut, bæ í Donetsk-héraði sem Wagner hefur reynt að ná um mánaðaskeið. CNN sagði nýverið frá því að fréttamenn hefðu komið höndum yfir greiningu leyniþjónustu úkraínska hersins á Wagner og þeirri ógn sem stafaði af hópnum. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þar kom fram að málaliðarnir væru hættulegastir í návígi og þeir sæki fram gegn varnarlínum Úkraínumanna án tillits til mannfalls. „Dauðsföll þúsunda málaliða hafa engin áhrif á rússneskt samfélag,“ segir í greiningunni samkvæmt CNN. Þar segir ennfremur að málaliðum sé meinað að hörfa án skipana og geri þeir það, verði þeir skotnir til bana. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Málaliðahópurinn var stofnaður í kjölfar innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu árið 2014. Hann hefur einnig verið umsvifamikill í Mið-Austurlöndum og Afríku og hefur lengi verið lýst sem skuggaher Rússlands. Þá hafa málaliðar Wagner ítrekað verið sakaðir um ýmis ódæði. Í kjölfar innrásarinnar í febrúar hafa málaliðar Wagner verið mun meira áberandi en áður og auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn og hefur jafnvel lögskráð hann í Rússlandi. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök. Sjá einnig: Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Reuters hefur borið kennsl á minnst 39 fanga sem jarðaðir eru í kirkjugarðinum. Tíu þeirra voru dæmdir fyrir morð eða manndráp. Tuttugu og fjórir fyrir rán og tveir fyrir alvarlega líkamsárás. Eftir að tilvist kirkjugarðsins varð ljós fór Prigozhin þangað og setti blóm á leiði málaliða og voru myndir af því og myndbönd birt í fjölmiðlum í Rússlandi og á samfélagsmiðlum. Not much later, Russian state-run media filmed Prigozhin laying flowers at the cemetery. Also visible were rows of freshly dug graves, each adorned with wreaths in the shape and colors of Wagner's logo. pic.twitter.com/WEMKQGtPcH— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Kirkjugarðurinn er í Suður-Rússlandi nærri bænum Bakinskaya en málaliðar Wagner voru áður fyrir grafnir við kapellu málaliðahópsins þar nærri. Kirkjugarðurinn þar er þó fullur og fékk hópurinn nýtt land undir kirkjugarð. Sá kirkjugarður hefur stækkað hratt á undanförnum mánuðum en bæði Reuters og New York Times hafa tekið hann til skoðunar eftir að aðgerðasinnar vöktu athygli á honum. Wagner er einnig með þjálfuunarbúðir á svæðinu. Blaðamaður New York Times birti meðfylgjandi myndir á Twitter í gær. A cemetery used by Wagner to bury its fighters killed in Ukraine has increased nearly seven times over the past two months, @Maxar satellite imagery shows. W/ @dim109, @bottidavid. More: https://t.co/1JQJ4mC8IQ pic.twitter.com/fnozX8R5Sb— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023 Líklegt er að fjöldi fallinna málaliða sé meiri en stækkun kirkjugarðsins segir til um. Í umræddum kirkjugarði eru grafin lík málaliða sem enginn gerir tilkall til. Þá hefur NYT eftir heimafólki að líklega hafi lík margra málaliða verið brennd. Talið er að þúsundir málaliða Wagner hafi falli í átökunum um Bakhmut, bæ í Donetsk-héraði sem Wagner hefur reynt að ná um mánaðaskeið. CNN sagði nýverið frá því að fréttamenn hefðu komið höndum yfir greiningu leyniþjónustu úkraínska hersins á Wagner og þeirri ógn sem stafaði af hópnum. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þar kom fram að málaliðarnir væru hættulegastir í návígi og þeir sæki fram gegn varnarlínum Úkraínumanna án tillits til mannfalls. „Dauðsföll þúsunda málaliða hafa engin áhrif á rússneskt samfélag,“ segir í greiningunni samkvæmt CNN. Þar segir ennfremur að málaliðum sé meinað að hörfa án skipana og geri þeir það, verði þeir skotnir til bana. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Málaliðahópurinn var stofnaður í kjölfar innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu árið 2014. Hann hefur einnig verið umsvifamikill í Mið-Austurlöndum og Afríku og hefur lengi verið lýst sem skuggaher Rússlands. Þá hafa málaliðar Wagner ítrekað verið sakaðir um ýmis ódæði. Í kjölfar innrásarinnar í febrúar hafa málaliðar Wagner verið mun meira áberandi en áður og auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur Pútíns“ viðurkenndi í fyrra að hann ætti málaliðahópinn og hefur jafnvel lögskráð hann í Rússlandi. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að því að skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök. Sjá einnig: Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Reuters hefur borið kennsl á minnst 39 fanga sem jarðaðir eru í kirkjugarðinum. Tíu þeirra voru dæmdir fyrir morð eða manndráp. Tuttugu og fjórir fyrir rán og tveir fyrir alvarlega líkamsárás. Eftir að tilvist kirkjugarðsins varð ljós fór Prigozhin þangað og setti blóm á leiði málaliða og voru myndir af því og myndbönd birt í fjölmiðlum í Rússlandi og á samfélagsmiðlum. Not much later, Russian state-run media filmed Prigozhin laying flowers at the cemetery. Also visible were rows of freshly dug graves, each adorned with wreaths in the shape and colors of Wagner's logo. pic.twitter.com/WEMKQGtPcH— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 25, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50
Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30
Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent