Anníe Mist barðist við tárin þegar hún rifjaði upp rosalegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Keppniskonan Anníe Mist Þórisdóttir og móðirin Anníe Mist með Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fór yfir mjög erfiða reynslu sína þegar hún snéri aftur til keppni í CrossFit íþróttinni eftir barnsburð. Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira