Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 19:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz kanslari Þýskalands áttu fund skömmu eftir sögulega ákvörðun kanslarans um að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. Þjóðverjar hafa lengi verið undir miklum þrýstingi frá stjórn Úkraínu, ýmsum öðrum NATO þjóðum og jafnvel almenningi í Þýskalandi að útvega Úkraínu hina fullkomnu Leopard skriðdreka. Aðrar þjóðir sem eiga slíka skriðdreka þurfa leyfi Þjóðverja til að útvega þá þriðja aðila og hafa Pólverjar sérstaklega þrýst á Þjóðverja í þessum efnum. Olaf Scholz kanslari segir mikilvægt að allar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í samvinnu bandalagsþjóða NATO.AP/Markus Schreiber Olaf Scholz kanslari Þýskalands tók loks af skarið í dag. Í ávarpi á þýska þinginu sagði hann mikilvægt að ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í skrefum og í samráði við bandalagsþjóðir NATO. „Og þessari meginreglu munum við halda áfram að fylgja. Þetta er eina meginreglan sem tryggir öryggi Evrópu og Þýskalands í svona hættulegum málum," sagði kanslarinn í ávarpinu. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Þjóðverja í þessum efnum og hafa nú ákveðið að senda 31 M1Abram skriðdreka til Úkraínu. Auk Pólverja hafa Spánverjar og Portúgalir að minnsta kosti ákveðið að senda eintök af þýskum Leopard skriðdrekum til Úkraínu. „Markmið okkar er að útvega fljótt tvö skriðdrekaherfylki (56 skriðdrekar í hverju herfylki) ásamt bandamönnum okkar. Það eru mörg ríki sem vilja leggja sitt af mörkum og við munum samhæfa aðgerðir og hafa þau með í ráðum til að það geti gerst skref fyrir skref," sagði Scholz. Hundrað og tólf skriðdrekar eru í þessum tveimur herfylkjum sem bandamenn senda Úkraínu þar af koma 14 frá Þjóðverjum sjálfum. Það geta þó liðið nokkrir mánuðir í afhendingu þar sem þjálfa þarf Úkraínumenn á drekana. „Við munum útvega þjálfun, flutninga, skotfæri og viðhald kerfanna og eins og ég sagði, gera bandamönnum okkar kleift að standa við sitt," sagði kanslarinn. Sem þýðir að önnur ríki sem eiga þýska skriðdreka geta sent þá til Úkraínu. Varkárni Þjóðverja skiljanleg í ljósi sögunnar Katrín Jakobsdóttir fundaði með Olaf Schulz kanslara Þýskalands fljótlega eftir að hann kynnti ákvörðun Þjóðverja og bandamanna þeirra um að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Hún segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að þetta væri stór ákvörðun fyrir Þjóðverja Forsætisráðherra segir að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins í sögunni sem fram fer í Reykjavík í vor væri mjög mikilvægur til að efla samstöðu Evrópuríkja.AP/Markus Schreiber Íslendingar fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Meðal annars þess vegna átti forsætisráðherra fund með kanslara Þýskalands í dag fljótlega eftir að hann greindi frá sögulegri ákvörðun á þýska þinginu um aukinn stuðning við Úkraínu. Á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra undirstrikaði kanslarinn góða vináttu þjóðanna og samvinnu. Katrín lýsti áhyggjum af því að enn sæi ekki fyrir endann á stríðinu sem nú hefði bráðum staðið yfir í eitt ár og engir kostir á borðinu. „Ég tók það líka fram að ég skyldi það vel það þeir hefðu gefið sér tíma í þessa ákvörðun. Því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ sagði Katrín í viðtali við fréttastofu eftir fundinn með kanslaranum. Hún hafi síðan farið yfir stuðning Íslendinga sem herlausrar þjóðar við Úkraínu. Hún og kanslarinn hafi einnig rætt fyrirhugaðan leiðtogafund evrópuráðsríkja á Íslandi í vor. Scholz hafi tilkynnt formlega að hann hygðist mæta á leiðtogafundinn. Í Evrópuráðinu kæmu saman fulltrúar allra Evrópuríkja nema Rússa sem hefðu verið reknir úr ráðinu eftir innrásina í Úkraínu. „Þessi fundur sem verður fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins verður mjög mikilvægur. Því þessi stofnun snýst auðvitað um þessi grundvallargildi álfunnar. Lýðræði, mannréttindi og að alþjóðleg lög og reglur séu virt. Þannig að ég held að þessi fundur verði mjög mikilvægur fyrir Evrópu og þá samstöðu sem við höfum sýnt í Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þjóðverjar hafa lengi verið undir miklum þrýstingi frá stjórn Úkraínu, ýmsum öðrum NATO þjóðum og jafnvel almenningi í Þýskalandi að útvega Úkraínu hina fullkomnu Leopard skriðdreka. Aðrar þjóðir sem eiga slíka skriðdreka þurfa leyfi Þjóðverja til að útvega þá þriðja aðila og hafa Pólverjar sérstaklega þrýst á Þjóðverja í þessum efnum. Olaf Scholz kanslari segir mikilvægt að allar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í samvinnu bandalagsþjóða NATO.AP/Markus Schreiber Olaf Scholz kanslari Þýskalands tók loks af skarið í dag. Í ávarpi á þýska þinginu sagði hann mikilvægt að ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í skrefum og í samráði við bandalagsþjóðir NATO. „Og þessari meginreglu munum við halda áfram að fylgja. Þetta er eina meginreglan sem tryggir öryggi Evrópu og Þýskalands í svona hættulegum málum," sagði kanslarinn í ávarpinu. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Þjóðverja í þessum efnum og hafa nú ákveðið að senda 31 M1Abram skriðdreka til Úkraínu. Auk Pólverja hafa Spánverjar og Portúgalir að minnsta kosti ákveðið að senda eintök af þýskum Leopard skriðdrekum til Úkraínu. „Markmið okkar er að útvega fljótt tvö skriðdrekaherfylki (56 skriðdrekar í hverju herfylki) ásamt bandamönnum okkar. Það eru mörg ríki sem vilja leggja sitt af mörkum og við munum samhæfa aðgerðir og hafa þau með í ráðum til að það geti gerst skref fyrir skref," sagði Scholz. Hundrað og tólf skriðdrekar eru í þessum tveimur herfylkjum sem bandamenn senda Úkraínu þar af koma 14 frá Þjóðverjum sjálfum. Það geta þó liðið nokkrir mánuðir í afhendingu þar sem þjálfa þarf Úkraínumenn á drekana. „Við munum útvega þjálfun, flutninga, skotfæri og viðhald kerfanna og eins og ég sagði, gera bandamönnum okkar kleift að standa við sitt," sagði kanslarinn. Sem þýðir að önnur ríki sem eiga þýska skriðdreka geta sent þá til Úkraínu. Varkárni Þjóðverja skiljanleg í ljósi sögunnar Katrín Jakobsdóttir fundaði með Olaf Schulz kanslara Þýskalands fljótlega eftir að hann kynnti ákvörðun Þjóðverja og bandamanna þeirra um að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Hún segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að þetta væri stór ákvörðun fyrir Þjóðverja Forsætisráðherra segir að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins í sögunni sem fram fer í Reykjavík í vor væri mjög mikilvægur til að efla samstöðu Evrópuríkja.AP/Markus Schreiber Íslendingar fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Meðal annars þess vegna átti forsætisráðherra fund með kanslara Þýskalands í dag fljótlega eftir að hann greindi frá sögulegri ákvörðun á þýska þinginu um aukinn stuðning við Úkraínu. Á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra undirstrikaði kanslarinn góða vináttu þjóðanna og samvinnu. Katrín lýsti áhyggjum af því að enn sæi ekki fyrir endann á stríðinu sem nú hefði bráðum staðið yfir í eitt ár og engir kostir á borðinu. „Ég tók það líka fram að ég skyldi það vel það þeir hefðu gefið sér tíma í þessa ákvörðun. Því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ sagði Katrín í viðtali við fréttastofu eftir fundinn með kanslaranum. Hún hafi síðan farið yfir stuðning Íslendinga sem herlausrar þjóðar við Úkraínu. Hún og kanslarinn hafi einnig rætt fyrirhugaðan leiðtogafund evrópuráðsríkja á Íslandi í vor. Scholz hafi tilkynnt formlega að hann hygðist mæta á leiðtogafundinn. Í Evrópuráðinu kæmu saman fulltrúar allra Evrópuríkja nema Rússa sem hefðu verið reknir úr ráðinu eftir innrásina í Úkraínu. „Þessi fundur sem verður fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins verður mjög mikilvægur. Því þessi stofnun snýst auðvitað um þessi grundvallargildi álfunnar. Lýðræði, mannréttindi og að alþjóðleg lög og reglur séu virt. Þannig að ég held að þessi fundur verði mjög mikilvægur fyrir Evrópu og þá samstöðu sem við höfum sýnt í Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50