Einn besti kylfingur heims dolfallinn yfir golfhæfileikum Bales Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Meðan Gareth Bale spilaði enn fótbolta var hann stundum gagnrýndur fyrir að einbeita sér of mikið að golfinu. getty/Matthew Horwood Jon Rahm, sem er í 3. sæti heimslistans í golfi, var dolfallinn yfir golfhæfileikum Gareths Bale eftir að spila níu holur með Walesverjanum á dögunum. Bale lagði fótboltaskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði. Hann hefur þó ekki sagt skilið við íþróttirnar. Bale er nefnilega fyrirtaks kylfingur og ætlar að keppa á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu í byrjun næsta mánaðar. Mótið er á vegum PGA-mótaraðarinnar. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Bale níu holur með Rahm sem er einn fremsti kylfingur heims. Spánverjinn vann Opna bandaríska meistaramótið fyrir tveimur árum og hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni. Rahm fannst mikið til golfhæfileika Bales koma. „Ég sagði honum að þú gætir ekki verið svona góður í fótbolta og golfi á sama tíma. Það væri ekki sanngjarnt. Þú getur ekki einbeitt þér að einum hlut og samt verið svona góður í golfi. En hann elskar golf. Hann vill spila meira og vonandi hitti ég hann oftar á Pro-Am,“ sagði Rahm í samtali við Marca. Hann sagði að Bale hafi ekki beðið hann um nein ráð. „Hann spurði ekki um neitt. Hann þarf þess ekki enda nógu góður,“ sagði Rahm. Jon Rahm fagnaði sigri á The American Express mótinu um helgina.getty/Katelyn Mulcahy Bale verður ekki eina stjarnan sem keppir á mótinu í næstu viku en meðal annarra heimsþekktra einstaklinga sem verða á því eru leikarinn Bill Murray og NFL-kappinn Aaron Rodgers. Á mótinu verða einnig þekktir atvinnukylfingar á borð við Matt Fitzpatrick og Patrick Cantlay. Golf Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bale lagði fótboltaskóna á hilluna fyrr í þessum mánuði. Hann hefur þó ekki sagt skilið við íþróttirnar. Bale er nefnilega fyrirtaks kylfingur og ætlar að keppa á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu í byrjun næsta mánaðar. Mótið er á vegum PGA-mótaraðarinnar. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Bale níu holur með Rahm sem er einn fremsti kylfingur heims. Spánverjinn vann Opna bandaríska meistaramótið fyrir tveimur árum og hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni. Rahm fannst mikið til golfhæfileika Bales koma. „Ég sagði honum að þú gætir ekki verið svona góður í fótbolta og golfi á sama tíma. Það væri ekki sanngjarnt. Þú getur ekki einbeitt þér að einum hlut og samt verið svona góður í golfi. En hann elskar golf. Hann vill spila meira og vonandi hitti ég hann oftar á Pro-Am,“ sagði Rahm í samtali við Marca. Hann sagði að Bale hafi ekki beðið hann um nein ráð. „Hann spurði ekki um neitt. Hann þarf þess ekki enda nógu góður,“ sagði Rahm. Jon Rahm fagnaði sigri á The American Express mótinu um helgina.getty/Katelyn Mulcahy Bale verður ekki eina stjarnan sem keppir á mótinu í næstu viku en meðal annarra heimsþekktra einstaklinga sem verða á því eru leikarinn Bill Murray og NFL-kappinn Aaron Rodgers. Á mótinu verða einnig þekktir atvinnukylfingar á borð við Matt Fitzpatrick og Patrick Cantlay.
Golf Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira