Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 24. janúar 2023 11:20 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins í dag, þar sem að lögum samkvæmt verði að boða til samninganefndir á fund á tveggja vikna fresti. Deilan væri enn stál í stál. Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum á sunnudag verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi í dag meðal tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Sólveig Anna sagði að um væri taktíska ákvörðun að hefja aðgerðir á þessum hótelum. Eflingarfólk á umræddum hótelum sinni meðal annars þrifum á herbergjum og sameignum, sem og í eldhúsi. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Vonar að menn komi niður á jörðina Aðspurð um möguleg viðbrögð atvinnurekanda við verkfallsaðgerðum og hvort hún óttist verkbann segir Sólveig Anna að viðbrögðin gætu verið margslungin. „Til dæmis að semja við Eflingu. Það væri ágætt. Að menn kæmu niður á jörðina og gengju við samninga við okkur. Skulum vona að það gerist,“ segir Sólveig Anna. Aðspurð hvort hótelin þar sem starfsfólkið starfar geti haldið rekstri sínum áfram án þeirra segir Sólveig að svo sé ekki. „Ég myndi reikna með að það sé ekki hægt að reka hótel nema það séu þrifin herbergi, skipt á rúmum og svo framvegis,“ segir Sólveig. Ýmislegt gerst síðan síðast Hún segir að ýmislegt hafi gerst hjá samninganefnd Eflingar frá því að síðasti fundur hjá ríkissáttasemjara fór fram. Nefndin hafi staðið í miklum undirbúning og verið í góðum samskiptum við félagsfólk. „Hjá viðsemjendum okkar, ég veit ekki hvað hefur gerst þar. Síauknar, ítrekaðar hótanir um hitt og þetta sem ég tel að bendi fyrst og fremst til örvæntingu manna yfir því að þessi staða er komin upp. En hún er komin upp því SA hafa neitað að virða sjálfstæðan samningsrétt Eflingar, hafa neitað að nálgast þessar kjarasamningsviðræður í góðri trú,“ segir Sólveig. Efling hefur í málflutningi sínum nú lagt áherslu á að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu og að óásættanlegt sé að atvinnurekendur krefjist þess að Eflingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu starfi á launakjörum sem miðið séu við framfærslukostnað á landsbyggðinni. Hefur samninganefnd Eflingar farið fram á að samið verði um nýja launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót upp á 15 þúsund krónur, enda sé erfiðara fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu að ná endum saman. Þið eruð væntanlega tilbúin með framhald ef þetta verður ekki til þess að samningar takist? „Já, við erum búin að teikna upp stærra plan lengra fram í tímann,“ segir Sólveig og bindur vonir við að SA átti sig nú á alvarleika stöðunnar. Hún vill að SA nálgist viðræðurnar með samningsvilja, sáttahug og það að leiðarljósi að viðurkenna að stór hópur fólks heldur öllu gangandi en nær ekki endum saman. Sjá má viðtal Heimis Más Péturssonar við Sólveigu Önnu fyrir fundinn. Klippa: Sólveig Anna fyrir fund með ríkissáttasemjara Enginn samningsvilji Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í færslu á Facebook um hálftíma fyrir boðaðan fund að framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, hafi haldið því fram að samningsvilji Eflingar sé enginn. „Jarðsambandið er greinilega alveg farið; samninganefnd Eflingar hefur lagt fram þrjú tilboð um kjarasamning og í hvert sinn fært sig nær viðsemjendum okkar, SA. Aftur á móti hefur enginn samningsvilji verið hjá SA og um það ættu öll þau sem tekið hafa þátt í viðræðunum að geta vitnað. Til dæmis ríkissáttasemjari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir ennfremur að ábyrgð Halldórs Benjamín sé mikil. „Vonandi tekst honum sem fyrst að horfast í augu við hana, koma niður á jörðina þar sem að samninganefnd Eflingar dvelur og gera við Eflingar-fólk Eflingar-kjarasamning. Það er varla eftir neinu að bíða?“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samningsaðila á fund en deilan enn stál í stál Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fund klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku. 20. janúar 2023 13:43 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Samningafundur Eflingar og SA hafinn Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins í dag, þar sem að lögum samkvæmt verði að boða til samninganefndir á fund á tveggja vikna fresti. Deilan væri enn stál í stál. Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum á sunnudag verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi í dag meðal tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Sólveig Anna sagði að um væri taktíska ákvörðun að hefja aðgerðir á þessum hótelum. Eflingarfólk á umræddum hótelum sinni meðal annars þrifum á herbergjum og sameignum, sem og í eldhúsi. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Vonar að menn komi niður á jörðina Aðspurð um möguleg viðbrögð atvinnurekanda við verkfallsaðgerðum og hvort hún óttist verkbann segir Sólveig Anna að viðbrögðin gætu verið margslungin. „Til dæmis að semja við Eflingu. Það væri ágætt. Að menn kæmu niður á jörðina og gengju við samninga við okkur. Skulum vona að það gerist,“ segir Sólveig Anna. Aðspurð hvort hótelin þar sem starfsfólkið starfar geti haldið rekstri sínum áfram án þeirra segir Sólveig að svo sé ekki. „Ég myndi reikna með að það sé ekki hægt að reka hótel nema það séu þrifin herbergi, skipt á rúmum og svo framvegis,“ segir Sólveig. Ýmislegt gerst síðan síðast Hún segir að ýmislegt hafi gerst hjá samninganefnd Eflingar frá því að síðasti fundur hjá ríkissáttasemjara fór fram. Nefndin hafi staðið í miklum undirbúning og verið í góðum samskiptum við félagsfólk. „Hjá viðsemjendum okkar, ég veit ekki hvað hefur gerst þar. Síauknar, ítrekaðar hótanir um hitt og þetta sem ég tel að bendi fyrst og fremst til örvæntingu manna yfir því að þessi staða er komin upp. En hún er komin upp því SA hafa neitað að virða sjálfstæðan samningsrétt Eflingar, hafa neitað að nálgast þessar kjarasamningsviðræður í góðri trú,“ segir Sólveig. Efling hefur í málflutningi sínum nú lagt áherslu á að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu og að óásættanlegt sé að atvinnurekendur krefjist þess að Eflingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu starfi á launakjörum sem miðið séu við framfærslukostnað á landsbyggðinni. Hefur samninganefnd Eflingar farið fram á að samið verði um nýja launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót upp á 15 þúsund krónur, enda sé erfiðara fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu að ná endum saman. Þið eruð væntanlega tilbúin með framhald ef þetta verður ekki til þess að samningar takist? „Já, við erum búin að teikna upp stærra plan lengra fram í tímann,“ segir Sólveig og bindur vonir við að SA átti sig nú á alvarleika stöðunnar. Hún vill að SA nálgist viðræðurnar með samningsvilja, sáttahug og það að leiðarljósi að viðurkenna að stór hópur fólks heldur öllu gangandi en nær ekki endum saman. Sjá má viðtal Heimis Más Péturssonar við Sólveigu Önnu fyrir fundinn. Klippa: Sólveig Anna fyrir fund með ríkissáttasemjara Enginn samningsvilji Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í færslu á Facebook um hálftíma fyrir boðaðan fund að framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, hafi haldið því fram að samningsvilji Eflingar sé enginn. „Jarðsambandið er greinilega alveg farið; samninganefnd Eflingar hefur lagt fram þrjú tilboð um kjarasamning og í hvert sinn fært sig nær viðsemjendum okkar, SA. Aftur á móti hefur enginn samningsvilji verið hjá SA og um það ættu öll þau sem tekið hafa þátt í viðræðunum að geta vitnað. Til dæmis ríkissáttasemjari,“ segir Sólveig Anna. Hún segir ennfremur að ábyrgð Halldórs Benjamín sé mikil. „Vonandi tekst honum sem fyrst að horfast í augu við hana, koma niður á jörðina þar sem að samninganefnd Eflingar dvelur og gera við Eflingar-fólk Eflingar-kjarasamning. Það er varla eftir neinu að bíða?“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Boðar samningsaðila á fund en deilan enn stál í stál Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fund klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku. 20. janúar 2023 13:43 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Samningafundur Eflingar og SA hafinn Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Boðar samningsaðila á fund en deilan enn stál í stál Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fund klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku. 20. janúar 2023 13:43
„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32
Samningafundur Eflingar og SA hafinn Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20