Læknar geti ekki vottað um dagsflensu starfsmanna frekar en aðrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 17:08 Fjöldi fólks finnur sig knúinn til að sækja læknisvottorð þegar aðeins er um að ræða dagsflensu. Getty Læknar á heilsugæslustöðvum Höfuðborgarsvæðisins gáfu út tæplega 150 þúsund vottorð árið 2021. Læknar segja vinnumarkaðinn gera kröfu um afhendingu vottorðs um veikindi við of lítið tilefni og vottorðsútgáfur valda miklu óþörfu álagi. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira