Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 11:00 Veðurstofa Íslands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin Veður Færð á vegum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Uppfært 13:45 Búið er að opna umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Vegagerðin varar þó við því að þar er hálka, éljagangur og hvasst. Mosfellsheiði er enn lokuð. Þá er hálka á Reykjanesbraut með skafrenningi og hvassviðri. Akstursskilyrði þar eru slæm. Uppfært 11:00 Veðurstofa Íslands segir suðvestan 18-25 á suðvesturhorninu með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Hvassast sé syðst. Fólk er bent á að fara varlega og fylgjast með spám og færð. Veðrið á að ganga niður seinni partinn en gert er ráð fyrir dimmri él í allan dag. Á morgun verður hæglætisveður samkvæmt Veðurstofunni og bjart og kalt. Annað kvöld lætur næsta lægð þó að sér kveða með vaxandi austanátt og snjókomu, slyddu eða rigningu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næsta vika verði líklega umhleypingasöm. Innlandsflug fellt niður og vegum lokað víða Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður og hafa orðið miklar raskanir á Keflavíkurflugvelli. Öllum brottförum þaðan hefur verið frestað til þrjú í dag. Vegagerðin segir akstursskilyrði fara versnandi víða. Á flestum vegum sé snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi með skafrenningi og hvassviðri. Von er á versnandi aksturskilyrðum þar. Búið er að loka helstu fjallavegum á Suðurlandi. Vegagerðin segir snjóþekju eða hálku með skafrenningi og éljagangi á öðrum vegum á Suðurlandi. Þá segir Vegagerðin að snjóþekja sé á öllum helstu fjallavegum á Vesturlandi og flughálka sé í norðanverðum Hvalfirði. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum, á Þröskuldum og á Flateyrarvegi. Varað er við því að fjallvegir verði erfiðir í dag og að flestum þeirra hafi verið lokað. Á Norðurlandi hefur og Þverárfjalli verið lokað. Víðast hvar er hvasst. Hálka er á helstu leiðum á Norðausturlandi og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og víðar. Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan. Tweets by Vegagerdin
Veður Færð á vegum Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira